Herra Hnetusmjör mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til að frumflytja nýtt lag en það verður gefið út á miðnætti í kvöld.
Um er að ræða sumarlag sem Herra Hnetusmjör segir að sé algjört Bylgjulag eins og hann orðaði í viðtali við þá Kjartan Atla Kjartansson og Heimi Karlsson á Bylgjunni í morgun.
Lagið nýja ber heitið Stjörnurnar en Herra Hnetusmjör stendur fyrir sitjandi tónleikum 19. september í Háskólabíó.
Hér að neðan má hlusta á lagið sem er í raun reggí lag.