Sautján vélar til Keflavíkur í dag Sylvía Hall skrifar 16. júlí 2020 07:45 Tíu af þeim sautján vélum sem lenda í dag falla undir nýjar reglur sóttvarnalæknis. Vísir/Vilhelm Nú frá klukkan átta er von á sautján farþegaflugum til Keflavíkurflugvallar. Það er svipaður fjöldi og undanfarna daga en sautján vélar komu til landsins í gær, þó þær hafi upphaflega átt að vera nítján samkvæmt upplýsingum á vef Isavia. Sú síðasta kom skömmu fyrir miðnætti. Tíu af þeim sautján vélum sem lenda á Keflavíkurflugvelli í dag koma frá löndum sem falla undir nýjar reglur sóttvarnarlæknis, en frá og með deginum í dag bætast ferðamenn frá Danmörku, Noregi, Finnlandi og Þýskalandi á lista yfir lönd sem eru undanþegin skimun og sóttkví. Áður voru aðeins Færeyjar og Grænland á þeim lista. Von er á fleiri ferðamönnum til landsins en Norræna leggst að bryggju á Seyðisfirði nú í morgunsárið. Líkt og áður hefur verið greint frá greindist einn farþegi um borð með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í Hirtshals í Danmörku á þriðjudag. Ekki liggur fyrir hvort um virkt smit sé að ræða en mótefnamæling verður gerð þegar skipið kemur til Íslands. Frá og með deginum í dag bætast ferðamenn frá Danmörku, Noregi, Finnlandi og Þýskalandi á lista með Færeyjum og Grænlandi sem verða undanþegnir kröfum um skimun og sóttkví vegna Covid-19. Frá klukkan er áætlað að 17 flugvélar lendi á Keflavíkurflugvelli og eru tíu af þeim að koma frá löndum sem falla undir nýjar reglur sóttvarnalæknis. Íslendingar sem snúa aftur heim frá þessum löndum verða einnig undanþegnir lögboðnum varúðarráðstöfunum, en eru hvattir til að sýna varúð fjórtán daga eftir heimkomu, viðhalda einstaklingsbundnum smitvörnum og forðast á þeim tíma samneyti við viðkvæma einstaklinga. Skilyrði fyrir undanþágunni er að ferðamaðurinn hafi ekki heimsótt svæði sem flokkast sem áhættusvæði fjórtán dögum fyrir komu til Íslands. Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þau smituðu eru Íslendingar sem völdu að fara í sóttkví Tveir íslenskir ríkisborgarar sem völdu að fara í sóttkví við komu til landsins frá áhættusvæði greindust í gær með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. 15. júlí 2020 14:15 Meiri áhyggjur af Íslendingum á heimleið en erlendu ferðafólki Farþegar frá fjórum löndum til viðbótar sleppa við að fara í skimun eða sóttkví við komuna til landsins á fimmtudag. 14. júlí 2020 20:10 Farþegar frá fjórum löndum í viðbót sleppa við skimun Frá og með 16. júlí þurfa farþegar frá Noregi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi ekki þurfa að sæta sóttkví eða skimun við komuna til Íslands. 14. júlí 2020 14:18 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira
Nú frá klukkan átta er von á sautján farþegaflugum til Keflavíkurflugvallar. Það er svipaður fjöldi og undanfarna daga en sautján vélar komu til landsins í gær, þó þær hafi upphaflega átt að vera nítján samkvæmt upplýsingum á vef Isavia. Sú síðasta kom skömmu fyrir miðnætti. Tíu af þeim sautján vélum sem lenda á Keflavíkurflugvelli í dag koma frá löndum sem falla undir nýjar reglur sóttvarnarlæknis, en frá og með deginum í dag bætast ferðamenn frá Danmörku, Noregi, Finnlandi og Þýskalandi á lista yfir lönd sem eru undanþegin skimun og sóttkví. Áður voru aðeins Færeyjar og Grænland á þeim lista. Von er á fleiri ferðamönnum til landsins en Norræna leggst að bryggju á Seyðisfirði nú í morgunsárið. Líkt og áður hefur verið greint frá greindist einn farþegi um borð með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í Hirtshals í Danmörku á þriðjudag. Ekki liggur fyrir hvort um virkt smit sé að ræða en mótefnamæling verður gerð þegar skipið kemur til Íslands. Frá og með deginum í dag bætast ferðamenn frá Danmörku, Noregi, Finnlandi og Þýskalandi á lista með Færeyjum og Grænlandi sem verða undanþegnir kröfum um skimun og sóttkví vegna Covid-19. Frá klukkan er áætlað að 17 flugvélar lendi á Keflavíkurflugvelli og eru tíu af þeim að koma frá löndum sem falla undir nýjar reglur sóttvarnalæknis. Íslendingar sem snúa aftur heim frá þessum löndum verða einnig undanþegnir lögboðnum varúðarráðstöfunum, en eru hvattir til að sýna varúð fjórtán daga eftir heimkomu, viðhalda einstaklingsbundnum smitvörnum og forðast á þeim tíma samneyti við viðkvæma einstaklinga. Skilyrði fyrir undanþágunni er að ferðamaðurinn hafi ekki heimsótt svæði sem flokkast sem áhættusvæði fjórtán dögum fyrir komu til Íslands.
Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þau smituðu eru Íslendingar sem völdu að fara í sóttkví Tveir íslenskir ríkisborgarar sem völdu að fara í sóttkví við komu til landsins frá áhættusvæði greindust í gær með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. 15. júlí 2020 14:15 Meiri áhyggjur af Íslendingum á heimleið en erlendu ferðafólki Farþegar frá fjórum löndum til viðbótar sleppa við að fara í skimun eða sóttkví við komuna til landsins á fimmtudag. 14. júlí 2020 20:10 Farþegar frá fjórum löndum í viðbót sleppa við skimun Frá og með 16. júlí þurfa farþegar frá Noregi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi ekki þurfa að sæta sóttkví eða skimun við komuna til Íslands. 14. júlí 2020 14:18 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira
Þau smituðu eru Íslendingar sem völdu að fara í sóttkví Tveir íslenskir ríkisborgarar sem völdu að fara í sóttkví við komu til landsins frá áhættusvæði greindust í gær með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. 15. júlí 2020 14:15
Meiri áhyggjur af Íslendingum á heimleið en erlendu ferðafólki Farþegar frá fjórum löndum til viðbótar sleppa við að fara í skimun eða sóttkví við komuna til landsins á fimmtudag. 14. júlí 2020 20:10
Farþegar frá fjórum löndum í viðbót sleppa við skimun Frá og með 16. júlí þurfa farþegar frá Noregi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi ekki þurfa að sæta sóttkví eða skimun við komuna til Íslands. 14. júlí 2020 14:18