Fauci segir ófrægingarherferð Bandaríkjastjórnar gegn sér vera furðulega Andri Eysteinsson skrifar 15. júlí 2020 23:54 Anthony Fauci stýrir Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna. Vísir/EPA Dr. Anthony Fauci helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna segir að tilraunir Hvíta hússins til þess að koma óorði á sig vera furðulegar. Fauci hvetur þá íbúa Bandaríkjanna til að hætta kjánaskapnum og takast á við faraldur kórónuveirunnar. Fauci, sem hefur lýst sig mótfallinn því að ræsa samfélag Bandaríkjanna að nýju með þeim hraða sem yfirvöld kjósa, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir þær skoðanir sínar af Donald Trump Bandaríkjaforseta auk margra flokksfélaga forsetans úr röðum Repúblikana. Borið hefur á því undanfarnar vikur og daga að faraldurinn blossi upp með miklum hraða í þeim ríkjum sem opnuðu hvað hraðast og fylgdu ekki ráðgjöf Fauci. „Eitt af vandamálunum er þessi sundrung í samfélaginu og með henni er orðið erfitt að átta sig á því hvað hefur gengið vel og hvað illa,“ sagði Fauci í viðtali við The Atlantic. „Við verðum að núllstilla okkur, hætta þessum kjánaskap og komast að því hvernig við getum náð stjórn á þessu,“ sagði sérfræðingurinn. Á dögunum gaf Hvíta húsið út lista af staðhæfingum Fauci vegna faraldursins sem ekki reyndust standast skoðun þegar hann var farinn af stað. Bandaríkjaforseti sagði þá í dag að hann kynni að meta ráðleggingar Fauci en sagðist ekki alltaf sammála honum. „Mér finnst þetta smá furðulegt. Ég skil þetta ekki alveg,“ sagði Fauci spurður um þessa ófrægingarherferð ríkisstjórnarinnar. Fauci sagði að staðreyndin væri sú að tilfellum kórónuveirunnar væri að fjölga í landinu og Bandaríkjamenn yrðu að gera betur. Ríki þyrftu að samhæfa aðgerðir sínar og vinna að sama markmiði. „Í stað þess að velta þessum leikjum ráðamanna fyrir okkur, þá skulum við einbeita okkur að verkefninu,“ sagði Fauci. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Dr. Anthony Fauci helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna segir að tilraunir Hvíta hússins til þess að koma óorði á sig vera furðulegar. Fauci hvetur þá íbúa Bandaríkjanna til að hætta kjánaskapnum og takast á við faraldur kórónuveirunnar. Fauci, sem hefur lýst sig mótfallinn því að ræsa samfélag Bandaríkjanna að nýju með þeim hraða sem yfirvöld kjósa, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir þær skoðanir sínar af Donald Trump Bandaríkjaforseta auk margra flokksfélaga forsetans úr röðum Repúblikana. Borið hefur á því undanfarnar vikur og daga að faraldurinn blossi upp með miklum hraða í þeim ríkjum sem opnuðu hvað hraðast og fylgdu ekki ráðgjöf Fauci. „Eitt af vandamálunum er þessi sundrung í samfélaginu og með henni er orðið erfitt að átta sig á því hvað hefur gengið vel og hvað illa,“ sagði Fauci í viðtali við The Atlantic. „Við verðum að núllstilla okkur, hætta þessum kjánaskap og komast að því hvernig við getum náð stjórn á þessu,“ sagði sérfræðingurinn. Á dögunum gaf Hvíta húsið út lista af staðhæfingum Fauci vegna faraldursins sem ekki reyndust standast skoðun þegar hann var farinn af stað. Bandaríkjaforseti sagði þá í dag að hann kynni að meta ráðleggingar Fauci en sagðist ekki alltaf sammála honum. „Mér finnst þetta smá furðulegt. Ég skil þetta ekki alveg,“ sagði Fauci spurður um þessa ófrægingarherferð ríkisstjórnarinnar. Fauci sagði að staðreyndin væri sú að tilfellum kórónuveirunnar væri að fjölga í landinu og Bandaríkjamenn yrðu að gera betur. Ríki þyrftu að samhæfa aðgerðir sínar og vinna að sama markmiði. „Í stað þess að velta þessum leikjum ráðamanna fyrir okkur, þá skulum við einbeita okkur að verkefninu,“ sagði Fauci.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent