Byrjaðir á hringtorginu sem tengir Vík við jarðgöngin um Reynisfjall Kristján Már Unnarsson skrifar 15. júlí 2020 20:41 Jóhann Guðlaugsson, ýtustjóri og annar eigenda Framrásar ehf. í Vík. Eystri gangamunninn inn í Reynisfjall mun koma beint fyrir aftan Jóhann. Stöð 2/Einar Árnason Nýtt hringtorg sem byrjað er að gera í Vík í Mýrdal er um leið fyrsti áfanginn að tengingu við fyrirhuguð jarðgöng í gegnum Reynisfjall. Alþingi samþykkti á dögunum ný lög sem heimila ríkissjóði að semja við einkaaðila um jarðgöngin. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Verktakafyrirtækið Framrás, sem er í eigu heimamanna, vinnur þessa dagana að gerð nýs hringtorgs í Vík en jafnframt að endurbótum þjóðvegarins í gegnum þorpið. „Þetta er stærðar verk. Það er malbikað hérna í gegnum þorpið,“ segir Jóhann Guðlaugsson, ýtustjóri og annar eigenda Framrásar ehf. Vinna er hafin við gerð hringtorgsins, sem tengja mun veginn frá jarðgöngunum við þorpið í Vík.Stöð 2/Einar Árnason. Framrásarmenn tóku að sér verkið fyrir 209 milljónir króna en þeir áttu lægsta boð, 85 prósent af kostnaðaráætlun, og eiga að ljúka því fyrir 1. október í haust. Fyrir marga í Vík er gerð hringtorgsins táknrænt upphaf að miklu stærri en umdeildari framkvæmd. Verktakinn Jóhann velkist raunar ekki í vafa. „Þetta er byrjunin á jarðgöngunum, - eða veginum að jarðgöngunum,“ segir hann. Aðalskipulag Mýrdalshrepps sýnir hvernig vegurinn frá jarðgöngunum mun tengjast byggðinni og núverandi hringvegi um nýja hringtorgið.Teikning/Mýrdalshreppur. Aðalskipulag Mýrdalshrepps sýnir einmitt hvernig hringtorginu er ætlað að vera tenging nýs kafla hringvegarins sem liggja á sunnan við þorpið og í gegnum Reynisfjall. Alþingi markaði raunar stefnuna í lok júnímánaðar með samþykkt samgönguáætlunar og nýrra laga um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir. Þar eru hringvegur um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli meðal sex verkefna sem ríkissjóði er núna heimilað að fjármagna með gjaldtöku af umferðinni og vinna í samstarfi við einkaaðila. Horft til Reynisfjalls. Jarðgangamuninn Víkurmegin verður skammt ofan fjörukambsins.Stöð 2/Einar Árnason. Engar fastmótaðar tímasetningar eru þó um verkið, umhverfismat er eftir og málið eldheitt deilumál meðal Mýrdælinga. En jafnvel þótt göngin kæmu aldrei þá myndi nýja hringtorgið samt sem áður gagnast samfélaginu í Vík. „Já, já. Bara bætt aðkoma að þorpinu,“ segir Jóhann Guðlaugsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mýrdalshreppur Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Skipulag Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Nýtt hringtorg sem byrjað er að gera í Vík í Mýrdal er um leið fyrsti áfanginn að tengingu við fyrirhuguð jarðgöng í gegnum Reynisfjall. Alþingi samþykkti á dögunum ný lög sem heimila ríkissjóði að semja við einkaaðila um jarðgöngin. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Verktakafyrirtækið Framrás, sem er í eigu heimamanna, vinnur þessa dagana að gerð nýs hringtorgs í Vík en jafnframt að endurbótum þjóðvegarins í gegnum þorpið. „Þetta er stærðar verk. Það er malbikað hérna í gegnum þorpið,“ segir Jóhann Guðlaugsson, ýtustjóri og annar eigenda Framrásar ehf. Vinna er hafin við gerð hringtorgsins, sem tengja mun veginn frá jarðgöngunum við þorpið í Vík.Stöð 2/Einar Árnason. Framrásarmenn tóku að sér verkið fyrir 209 milljónir króna en þeir áttu lægsta boð, 85 prósent af kostnaðaráætlun, og eiga að ljúka því fyrir 1. október í haust. Fyrir marga í Vík er gerð hringtorgsins táknrænt upphaf að miklu stærri en umdeildari framkvæmd. Verktakinn Jóhann velkist raunar ekki í vafa. „Þetta er byrjunin á jarðgöngunum, - eða veginum að jarðgöngunum,“ segir hann. Aðalskipulag Mýrdalshrepps sýnir hvernig vegurinn frá jarðgöngunum mun tengjast byggðinni og núverandi hringvegi um nýja hringtorgið.Teikning/Mýrdalshreppur. Aðalskipulag Mýrdalshrepps sýnir einmitt hvernig hringtorginu er ætlað að vera tenging nýs kafla hringvegarins sem liggja á sunnan við þorpið og í gegnum Reynisfjall. Alþingi markaði raunar stefnuna í lok júnímánaðar með samþykkt samgönguáætlunar og nýrra laga um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir. Þar eru hringvegur um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli meðal sex verkefna sem ríkissjóði er núna heimilað að fjármagna með gjaldtöku af umferðinni og vinna í samstarfi við einkaaðila. Horft til Reynisfjalls. Jarðgangamuninn Víkurmegin verður skammt ofan fjörukambsins.Stöð 2/Einar Árnason. Engar fastmótaðar tímasetningar eru þó um verkið, umhverfismat er eftir og málið eldheitt deilumál meðal Mýrdælinga. En jafnvel þótt göngin kæmu aldrei þá myndi nýja hringtorgið samt sem áður gagnast samfélaginu í Vík. „Já, já. Bara bætt aðkoma að þorpinu,“ segir Jóhann Guðlaugsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mýrdalshreppur Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Skipulag Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira