Nýtt bóluefni gefur tilefni til að fagna þó langt sé í land Birgir Olgeirsson skrifar 15. júlí 2020 18:52 Bandarískur lyfjaframleiðandi hefur tekið forystuna í þróun bóluefnis við kórónuveirunni. Þeir sem hafa fengið mótefnið hafa sýnt kröftugt mótefnasvar. Smitsjúkdómalæknir segir þetta tilefni til fögnuðar en enn sé langt í land. „Mér lýst vel á þetta. En þetta eru bara fyrstu fréttir og við erum náttúrlega að bíða eftir frekari niðurstöðum,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, aðspurð um bóluefni bandaríska lyfjaframleiðandans Moderna. Bóluefnið var prófað á 45 einstaklinga sem allir eru ungir og hraustir og höfðu ekki fengið kórónuveiruna áður. „Þeir fengu tvær sprautur, eina og aftur mánuði síðar. Góðu fréttirnar eru þær að þeir náðu að sýna fram á hjá öllum einstaklingunum að eftir tvær vikur var komið mjög kröftugt mótefnasvar í blóðinu, sem er nákvæmlega það sem við viljum,“ segir Bryndís og bætir við að bóluefnagjöfin hafi verið endurtekin og þá hafi myndast enn kröftugra mótefnasvar. „Niðurstaðan er sú að bóluefnið er öruggt og einstaklingar sem fá það í þessum tveimur skömmtum mynda mótefni,“ segir Bryndís. Nú hefst hins vegar biðstaða. Meta þarf og sjá hversu lengi þessi mótefni endast í blóðinu og hvort þau eru verndandi. „Þeir eru búnir að bera þetta saman við einstaklinga sem fengu sannarlega Covid-veirusýkingu. Þeir báru þessi mótefni saman við mótefnin sem einstaklingar sem veiktust mynduðu, og þetta er alveg sambærilegt,“ segir Bryndís. Moderna ætlar nú að hefja rannsóknir á tugum þúsunda manna. 194 bóluefni eru í þróun en 17 þeirra hafa verið prófuð á mönnum. Það getur tekið allt að tíu ár að þróa bóluefni en vísindamenn vonast til að geta framleitt bóluefni við kórónuveirunni á 12 til 18 mánuðum. Vísindamenn náðu að kortleggja erfðamengi kórónuveirunnar í janúar síðastliðnum. Ef sá tímarammi ætti að standast, miðað við bjartsýnustu spár vísindamanna, gæti það litið dagsins ljós í janúar á næsta ári. „Hugsanlega næsta vor ef allt gengur eins og það á að ganga,“ segir Bryndís spurð hvenær hún telur að bóluefnið geti komist í almenna notkun miðað við þann árangur sem bandaríski lyfjaframleiðandinn Moderna hefur sýnt. „Við þurfum að hafa í huga að þetta bóluefni við Covid-19 þá þarf 500 milljónir til milljarð skammt ef þetta á að duga fyrir heiminn. Það er eitthvað sem mun taka lengri tíma.“ Einnig verði áhugavert að fylgjast með hvernig einstaklingunum vegnar sem tóku þátt í þessari rannsókn. „Hversu langvirk eru þessi verndandi mótefni, er þetta viðvarandi, er þetta eitthvað sem verður í sex mánuði eða tólf mánuði? Við vitum það í raun og veru ekki. Það eru svo margar spurningar sem eru ósvaraðar. Almennt séð eru þetta mjög jákvæðar fréttir og ég held að það verði fleiri fréttir í sumar af fyrirtækjum sem eru að vinna í bóluefnarannsóknum,“ segir Bryndís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Bandarískur lyfjaframleiðandi hefur tekið forystuna í þróun bóluefnis við kórónuveirunni. Þeir sem hafa fengið mótefnið hafa sýnt kröftugt mótefnasvar. Smitsjúkdómalæknir segir þetta tilefni til fögnuðar en enn sé langt í land. „Mér lýst vel á þetta. En þetta eru bara fyrstu fréttir og við erum náttúrlega að bíða eftir frekari niðurstöðum,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, aðspurð um bóluefni bandaríska lyfjaframleiðandans Moderna. Bóluefnið var prófað á 45 einstaklinga sem allir eru ungir og hraustir og höfðu ekki fengið kórónuveiruna áður. „Þeir fengu tvær sprautur, eina og aftur mánuði síðar. Góðu fréttirnar eru þær að þeir náðu að sýna fram á hjá öllum einstaklingunum að eftir tvær vikur var komið mjög kröftugt mótefnasvar í blóðinu, sem er nákvæmlega það sem við viljum,“ segir Bryndís og bætir við að bóluefnagjöfin hafi verið endurtekin og þá hafi myndast enn kröftugra mótefnasvar. „Niðurstaðan er sú að bóluefnið er öruggt og einstaklingar sem fá það í þessum tveimur skömmtum mynda mótefni,“ segir Bryndís. Nú hefst hins vegar biðstaða. Meta þarf og sjá hversu lengi þessi mótefni endast í blóðinu og hvort þau eru verndandi. „Þeir eru búnir að bera þetta saman við einstaklinga sem fengu sannarlega Covid-veirusýkingu. Þeir báru þessi mótefni saman við mótefnin sem einstaklingar sem veiktust mynduðu, og þetta er alveg sambærilegt,“ segir Bryndís. Moderna ætlar nú að hefja rannsóknir á tugum þúsunda manna. 194 bóluefni eru í þróun en 17 þeirra hafa verið prófuð á mönnum. Það getur tekið allt að tíu ár að þróa bóluefni en vísindamenn vonast til að geta framleitt bóluefni við kórónuveirunni á 12 til 18 mánuðum. Vísindamenn náðu að kortleggja erfðamengi kórónuveirunnar í janúar síðastliðnum. Ef sá tímarammi ætti að standast, miðað við bjartsýnustu spár vísindamanna, gæti það litið dagsins ljós í janúar á næsta ári. „Hugsanlega næsta vor ef allt gengur eins og það á að ganga,“ segir Bryndís spurð hvenær hún telur að bóluefnið geti komist í almenna notkun miðað við þann árangur sem bandaríski lyfjaframleiðandinn Moderna hefur sýnt. „Við þurfum að hafa í huga að þetta bóluefni við Covid-19 þá þarf 500 milljónir til milljarð skammt ef þetta á að duga fyrir heiminn. Það er eitthvað sem mun taka lengri tíma.“ Einnig verði áhugavert að fylgjast með hvernig einstaklingunum vegnar sem tóku þátt í þessari rannsókn. „Hversu langvirk eru þessi verndandi mótefni, er þetta viðvarandi, er þetta eitthvað sem verður í sex mánuði eða tólf mánuði? Við vitum það í raun og veru ekki. Það eru svo margar spurningar sem eru ósvaraðar. Almennt séð eru þetta mjög jákvæðar fréttir og ég held að það verði fleiri fréttir í sumar af fyrirtækjum sem eru að vinna í bóluefnarannsóknum,“ segir Bryndís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira