Kínverjar gagnrýna Huawei-bann Breta harðlega Kjartan Kjartansson skrifar 15. júlí 2020 13:55 Bandaríkjastjórn hefur varað við því að kínverska tæknifyrirtækið Huawei komist í lykilstöðu í 5G-væðingu fjarskiptakerfa og telja það geta ógnað þjóðaröryggi vestrænna ríkja. Huawei og kínversk stjórnvöld hafna því. Vísir/EPA Ákvörðun breskra stjórnvalda um að banna 5G-tæknibúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei er rakalaus að mati kínversku ríkisstjórnarinnar. Hún hótar að grípa til aðgerða til þess að tryggja „lögmæta hagsmuni“ kínverskra fyrirtækja. Breskum fjarskiptafyrirtækjum verður bannað að kaupa nýjan Huawei-búnað frá áramótum og þá þurfa þau að losa sig við eldri tæki fyrir árið 2027. Ríkisstjórn Boris Johnson tilkynnti þetta en hún hafði legið undir miklum þrýstingi frá Bandaríkjastjórn að hleypa Huawei ekki að markaðinum við 5G-væðingu fjarskiptanets Bretlands. Bandaríkjastjórn sakar Huawei um að ganga erinda kínverskra stjórnvalda og að tækjabúnaður fyrirtækisins ógni þjóðaröryggi vestrænna ríkja. Fyrirtækið hafnar þeim ásökunum. Í yfirlýsingu vegna ákvörðunar Breta segjast stjórnvöld í Beijing „harðlega andsnúin“ banninu. „Bretland hefur notað rakalausa ógn sem afsökun til að vinna með Bandaríkjunum að því að brjóta viðeigandi skuldbindingar sem Bretland hefur gengist undir,“ sagði Hua Chunying, talskona kínverska utanríkisráðuneytisins. Fullyrti hún að ákvarðanir Breta ættu eftir að kosta sitt án þess að skýra betur hvað í þeirri hótun fælist. Huiyao Wang, ráðgjafi kínverskra stjórnvalda, sagði breska ríkisútvarpinu BBC að bannið gæti haft áhrif á fjárfestingar Kínverja í Bretlandi. „Þetta á líklega eftir að hafa mjög neikvæðar afleiðingar,“ sagði hann. Kína Bretland Huawei Tengdar fréttir Bretar láta undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar varðandi 5G Bresk stjórnvöld hafa látið undan þrýstingi frá Bandaríkjastjórn og ákveðið að banna aðkomu kínverska tæknirisans að framþróun 5G fjarskiptakerfisins. 14. júlí 2020 19:30 Bretar banna vörur Huawei frá áramótum Farsímafyrirtækjum í Bretlandi verður bannað að kaupa 5G-fjarskiptabúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei frá áramótum og verður gert að losa sig við þann sem þau eiga fyrir árið 2027. Ákvörðunin gæti tafið 5G-væðingu Bretlands um allt að ár. 14. júlí 2020 13:13 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ákvörðun breskra stjórnvalda um að banna 5G-tæknibúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei er rakalaus að mati kínversku ríkisstjórnarinnar. Hún hótar að grípa til aðgerða til þess að tryggja „lögmæta hagsmuni“ kínverskra fyrirtækja. Breskum fjarskiptafyrirtækjum verður bannað að kaupa nýjan Huawei-búnað frá áramótum og þá þurfa þau að losa sig við eldri tæki fyrir árið 2027. Ríkisstjórn Boris Johnson tilkynnti þetta en hún hafði legið undir miklum þrýstingi frá Bandaríkjastjórn að hleypa Huawei ekki að markaðinum við 5G-væðingu fjarskiptanets Bretlands. Bandaríkjastjórn sakar Huawei um að ganga erinda kínverskra stjórnvalda og að tækjabúnaður fyrirtækisins ógni þjóðaröryggi vestrænna ríkja. Fyrirtækið hafnar þeim ásökunum. Í yfirlýsingu vegna ákvörðunar Breta segjast stjórnvöld í Beijing „harðlega andsnúin“ banninu. „Bretland hefur notað rakalausa ógn sem afsökun til að vinna með Bandaríkjunum að því að brjóta viðeigandi skuldbindingar sem Bretland hefur gengist undir,“ sagði Hua Chunying, talskona kínverska utanríkisráðuneytisins. Fullyrti hún að ákvarðanir Breta ættu eftir að kosta sitt án þess að skýra betur hvað í þeirri hótun fælist. Huiyao Wang, ráðgjafi kínverskra stjórnvalda, sagði breska ríkisútvarpinu BBC að bannið gæti haft áhrif á fjárfestingar Kínverja í Bretlandi. „Þetta á líklega eftir að hafa mjög neikvæðar afleiðingar,“ sagði hann.
Kína Bretland Huawei Tengdar fréttir Bretar láta undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar varðandi 5G Bresk stjórnvöld hafa látið undan þrýstingi frá Bandaríkjastjórn og ákveðið að banna aðkomu kínverska tæknirisans að framþróun 5G fjarskiptakerfisins. 14. júlí 2020 19:30 Bretar banna vörur Huawei frá áramótum Farsímafyrirtækjum í Bretlandi verður bannað að kaupa 5G-fjarskiptabúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei frá áramótum og verður gert að losa sig við þann sem þau eiga fyrir árið 2027. Ákvörðunin gæti tafið 5G-væðingu Bretlands um allt að ár. 14. júlí 2020 13:13 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bretar láta undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar varðandi 5G Bresk stjórnvöld hafa látið undan þrýstingi frá Bandaríkjastjórn og ákveðið að banna aðkomu kínverska tæknirisans að framþróun 5G fjarskiptakerfisins. 14. júlí 2020 19:30
Bretar banna vörur Huawei frá áramótum Farsímafyrirtækjum í Bretlandi verður bannað að kaupa 5G-fjarskiptabúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei frá áramótum og verður gert að losa sig við þann sem þau eiga fyrir árið 2027. Ákvörðunin gæti tafið 5G-væðingu Bretlands um allt að ár. 14. júlí 2020 13:13
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf