Arnar líklegastur til að taka við þjálfarastarfinu hjá KA Ísak Hallmundarson skrifar 15. júlí 2020 13:15 Arnar Grétarsson þykir líklegastur til að taka við KA. vísir/stefán Staða þjálfara hjá KA er laus eftir að Óli Stefán Flóventsson og KA komust að samkomulagi um starfslok. Samkvæmt heimildum Vísis er Arnar Grétarsson líklegastur til að taka við liði KA Hann þjálfaði Breiðablik frá 2015-2017 og var hársbreidd frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn með liðinu árið 2015, en liðið endaði þá í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Íslandsmeisturum FH. Hann var síðan rekinn frá Breiðablik árið 2017 eftir tvo tapleiki í byrjun tímabils. Arnar lék auðvitað lengi með Breiðabliks sem leikmaður og átti auk þess stutt stopp hjá Leiftri í efstu deild árið 1997 áður en hann fór út í atvinnumennsku. Árið 2019 þjálfaði Arnar síðan KSV Roeselare í næstefstu deild í Belgíu en hann var síðan látinn taka pokann sinn í nóvember. Önnur nöfn sem gætu komið til greina eru til að mynda Ejub Purisevic, sem þjálfaði Víking Ólafsvík nær samfleytt frá árinu 2003, kom þeim upp úr 3. deild í þá efstu og festi liðið rækilega í sessi í 1. deild. Þorvaldur Örlygsson, sem var valinn leikmaður ársins hjá KA þegar liðið vann sinn eina Íslandsmeistaratitil árið 1989. Þorvaldur spilaði síðan sem atvinnumaður í ensku úrvalsdeildinni með Nottingham Forest, auk þess að spila með Stoke og Oldham á Englandi. Hann var þjálfari KA árin 2000-2005 og þar af spilandi þjálfari árin 2000-2003. Auk þess þjálfaði hann m.a. Fram og náði hann að koma liðinu aftur í Evrópukeppni eftir langa fjarveru og festa liðið í sessi í efri hluta töflunnar. Að lokum er sá möguleiki fyrir hendi að Hallgrímur Jónasson taki við liðinu en hann er leikmaður, fyrirliði og aðstoðarþjálfari KA en mun ekki spila á tímabilinu vegna meiðsla. Hann var í atvinnumennsku í tíu ár og á 16 A-landsliðsleiki fyrir Ísland. Það er spurning hvort hann fái tækifæri í ár sem aðalþjálfari liðsins þar sem hann mun ekki vera inn á vellinum í sumar. Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Sjá meira
Staða þjálfara hjá KA er laus eftir að Óli Stefán Flóventsson og KA komust að samkomulagi um starfslok. Samkvæmt heimildum Vísis er Arnar Grétarsson líklegastur til að taka við liði KA Hann þjálfaði Breiðablik frá 2015-2017 og var hársbreidd frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn með liðinu árið 2015, en liðið endaði þá í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Íslandsmeisturum FH. Hann var síðan rekinn frá Breiðablik árið 2017 eftir tvo tapleiki í byrjun tímabils. Arnar lék auðvitað lengi með Breiðabliks sem leikmaður og átti auk þess stutt stopp hjá Leiftri í efstu deild árið 1997 áður en hann fór út í atvinnumennsku. Árið 2019 þjálfaði Arnar síðan KSV Roeselare í næstefstu deild í Belgíu en hann var síðan látinn taka pokann sinn í nóvember. Önnur nöfn sem gætu komið til greina eru til að mynda Ejub Purisevic, sem þjálfaði Víking Ólafsvík nær samfleytt frá árinu 2003, kom þeim upp úr 3. deild í þá efstu og festi liðið rækilega í sessi í 1. deild. Þorvaldur Örlygsson, sem var valinn leikmaður ársins hjá KA þegar liðið vann sinn eina Íslandsmeistaratitil árið 1989. Þorvaldur spilaði síðan sem atvinnumaður í ensku úrvalsdeildinni með Nottingham Forest, auk þess að spila með Stoke og Oldham á Englandi. Hann var þjálfari KA árin 2000-2005 og þar af spilandi þjálfari árin 2000-2003. Auk þess þjálfaði hann m.a. Fram og náði hann að koma liðinu aftur í Evrópukeppni eftir langa fjarveru og festa liðið í sessi í efri hluta töflunnar. Að lokum er sá möguleiki fyrir hendi að Hallgrímur Jónasson taki við liðinu en hann er leikmaður, fyrirliði og aðstoðarþjálfari KA en mun ekki spila á tímabilinu vegna meiðsla. Hann var í atvinnumennsku í tíu ár og á 16 A-landsliðsleiki fyrir Ísland. Það er spurning hvort hann fái tækifæri í ár sem aðalþjálfari liðsins þar sem hann mun ekki vera inn á vellinum í sumar.
Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Sjá meira