Máni um frammistöðu KR gegn Blikum: Þetta var heimaskítsmát Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2020 12:00 KR - Breiðablik, Pepsi max deild karla. Sumar 2020. Knattspyrna, fótbolti. Foto: Bára Dröfn Kristinsdóttir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Íslandsmeistarar KR fóru á kostum í toppslagnum á móti Breiðabliki og þeir fengu líka mikið hrós í Pepsi Max Stúkunni. Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Pepsi Max Stúkunnar, fór þá yfir leiki sjöttu umferðar Pepsi Max deildar karla með þeim Þorkatli Mána Péturssyni og Sigurvin Ólafssyni. KR-liðið heillaði þá í sigrinum á Blikum. „Eins og við sögðu hérna í upphafi, meistaraframmistaða,“ hóf Guðmundur Benediktsson umræðuna um KR-liðið sem vann topplið Breiðabliks 3-1. „Uppstilling KR-liðsins kom á óvart því Óskar Örn (Hauksson) var settur á bekkinn. Fyrstu 30 til 40 mínúturnar þá var bara eitt lið á vellinum og það hefði ekki verið ósanngjarnt að staðan hefði verið orðið þrjú til fjögur núll,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Menn eru oft að nota einhverjar skáksamlíkingar á þetta og þetta var eiginlega heimaskítsmát. Það eru bara fjórir leikir og ballið er búið. Þetta var svoleiðis því þetta var ótrúlega vel uppsettur leikur hjá þjálfarateymi KR,“ sagði Máni en það fór mesti tími þeirra í að gagnrýna lið Breiðabliks í leiknum. „Blikarnir eru eitt mest spennandi liðið og af hverju spiluðu þeir ekki eins og þeir hafa verið að gera, spurði Sigurvin Ólafsson. „Áttu Blikar ekki að fara inn í leikinn eins og liðið sem KR-ingar þyrftu að leikgreina og spá í? Í stað þess voru Blikarnir að eyða tímanum sínum í það að spá og spekúlera í því hvernig KR-ingarnir spiluðu,“ sagði Máni. „Ég var rosalega spenntur fyrir þessum leik þegar hann byrjaði og var fyrir mér mest spennandi leikur umferðarinnar. Ég verð að segja það að Blikarnir ollu mér alveg gríðarlegum vonbrigðum,“ sagði Máni og hélt áfram: „Ég velti því fyrir mér af þetta Blikalið hefur ekki unnið neinn skapaðan hlut. Þeir hafa alltaf verið nálægt því og þetta er alltaf alveg að fara að koma en það kemur ekki neitt. Maður spyr sig hvort að karakterinn í þessum strákum sé nógu sterkur því þeir koðna bara,“ sagði Máni. „Gæinn sem mér fannst sýna smá dólg og að hann væri tilbúinn í þetta var Brynjólfur Andersen Willumsson. Mér fannst hann vera tilbúinn í þetta en mér fannst hinir vera það ekki. Miðjan hjá Blikum, sem er mikið talað um og þetta er mjög góð miðja, hún átti ekki breik,“ sagði Máni en það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Þetta var heimaskítsmát Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Íslandsmeistarar KR fóru á kostum í toppslagnum á móti Breiðabliki og þeir fengu líka mikið hrós í Pepsi Max Stúkunni. Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Pepsi Max Stúkunnar, fór þá yfir leiki sjöttu umferðar Pepsi Max deildar karla með þeim Þorkatli Mána Péturssyni og Sigurvin Ólafssyni. KR-liðið heillaði þá í sigrinum á Blikum. „Eins og við sögðu hérna í upphafi, meistaraframmistaða,“ hóf Guðmundur Benediktsson umræðuna um KR-liðið sem vann topplið Breiðabliks 3-1. „Uppstilling KR-liðsins kom á óvart því Óskar Örn (Hauksson) var settur á bekkinn. Fyrstu 30 til 40 mínúturnar þá var bara eitt lið á vellinum og það hefði ekki verið ósanngjarnt að staðan hefði verið orðið þrjú til fjögur núll,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Menn eru oft að nota einhverjar skáksamlíkingar á þetta og þetta var eiginlega heimaskítsmát. Það eru bara fjórir leikir og ballið er búið. Þetta var svoleiðis því þetta var ótrúlega vel uppsettur leikur hjá þjálfarateymi KR,“ sagði Máni en það fór mesti tími þeirra í að gagnrýna lið Breiðabliks í leiknum. „Blikarnir eru eitt mest spennandi liðið og af hverju spiluðu þeir ekki eins og þeir hafa verið að gera, spurði Sigurvin Ólafsson. „Áttu Blikar ekki að fara inn í leikinn eins og liðið sem KR-ingar þyrftu að leikgreina og spá í? Í stað þess voru Blikarnir að eyða tímanum sínum í það að spá og spekúlera í því hvernig KR-ingarnir spiluðu,“ sagði Máni. „Ég var rosalega spenntur fyrir þessum leik þegar hann byrjaði og var fyrir mér mest spennandi leikur umferðarinnar. Ég verð að segja það að Blikarnir ollu mér alveg gríðarlegum vonbrigðum,“ sagði Máni og hélt áfram: „Ég velti því fyrir mér af þetta Blikalið hefur ekki unnið neinn skapaðan hlut. Þeir hafa alltaf verið nálægt því og þetta er alltaf alveg að fara að koma en það kemur ekki neitt. Maður spyr sig hvort að karakterinn í þessum strákum sé nógu sterkur því þeir koðna bara,“ sagði Máni. „Gæinn sem mér fannst sýna smá dólg og að hann væri tilbúinn í þetta var Brynjólfur Andersen Willumsson. Mér fannst hann vera tilbúinn í þetta en mér fannst hinir vera það ekki. Miðjan hjá Blikum, sem er mikið talað um og þetta er mjög góð miðja, hún átti ekki breik,“ sagði Máni en það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Þetta var heimaskítsmát
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira