Álftarparið á Árbæjarlóni virðist hafa misst annan ungann sinn Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júlí 2020 23:31 Álftarparið var aðeins með einn unga á Árbæjarlóni í kvöld. Breiðholtshvarf í baksýn. Vísir/KMU. Álftarparið sem heldur til á Árbæjarlóni virðist hafa misst annan ungann sinn. Hræ, sem virðist vera af álftarunga, má sjá liggja hálfmarandi í kafi í árkvísl við Árbæjarstíflu. Álftin verpir árlega í Blásteinshólma neðan Breiðholtshvarfs en hreiðrið er jafnan á sama stað skammt ofan stíflunnar. Í vor komust aðeins tveir ungar úr hreiðrinu en algengt er að þeir séu fjórir til fimm talsins og raunar komust sex ungar á legg sumarið 2016. Hræið sem marar í hálfu kafi við Árbæjarstíflu virðist vera af álftarunga.Vísir/KMU. Þar til fyrir fáum dögum voru ungarnir tveir með foreldrum sínum. Núna sést álftarparið synda um með aðeins annan ungann á lóninu. Virðist sem hinn unginn hafi drepist af einhverjum orsökum. Ekki virðist í fljóti bragði hægt að álykta út frá aðstæðum hvað hafi orðið honum að aldurtila. Nærtækast er því að álykta að dauða hans megi rekja til náttúrulegra orsaka. Sumarið 2018 gerðist það einnig að það fækkaði um einn í ungahópnum þegar leið á sumarið. Foreldrarnir með eina ungann á milli sín á Árbæjarlóni í kvöld.Vísir/KMU. Álftafjölskyldan hefur jafnan verið mikill gleðigjafi þeirra sem ganga reglulega um Elliðaárdal, eins og sjá mátti í þessari frétt Stöðvar 2 í fyrra: Hér má sjá þegar ungarnir voru sex talsins sumarið 2016: Dýr Umhverfismál Reykjavík Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna „ómannúðlegrar meðferðar“ Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Sjá meira
Álftarparið sem heldur til á Árbæjarlóni virðist hafa misst annan ungann sinn. Hræ, sem virðist vera af álftarunga, má sjá liggja hálfmarandi í kafi í árkvísl við Árbæjarstíflu. Álftin verpir árlega í Blásteinshólma neðan Breiðholtshvarfs en hreiðrið er jafnan á sama stað skammt ofan stíflunnar. Í vor komust aðeins tveir ungar úr hreiðrinu en algengt er að þeir séu fjórir til fimm talsins og raunar komust sex ungar á legg sumarið 2016. Hræið sem marar í hálfu kafi við Árbæjarstíflu virðist vera af álftarunga.Vísir/KMU. Þar til fyrir fáum dögum voru ungarnir tveir með foreldrum sínum. Núna sést álftarparið synda um með aðeins annan ungann á lóninu. Virðist sem hinn unginn hafi drepist af einhverjum orsökum. Ekki virðist í fljóti bragði hægt að álykta út frá aðstæðum hvað hafi orðið honum að aldurtila. Nærtækast er því að álykta að dauða hans megi rekja til náttúrulegra orsaka. Sumarið 2018 gerðist það einnig að það fækkaði um einn í ungahópnum þegar leið á sumarið. Foreldrarnir með eina ungann á milli sín á Árbæjarlóni í kvöld.Vísir/KMU. Álftafjölskyldan hefur jafnan verið mikill gleðigjafi þeirra sem ganga reglulega um Elliðaárdal, eins og sjá mátti í þessari frétt Stöðvar 2 í fyrra: Hér má sjá þegar ungarnir voru sex talsins sumarið 2016:
Dýr Umhverfismál Reykjavík Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna „ómannúðlegrar meðferðar“ Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Sjá meira