Hafa árangurslaust reynt að rifta leigusamningi við HD verk en ná ekki í leigusala Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. júlí 2020 19:00 vísir/sunna Ungt par sem leigir herbergi í ólöglegu atvinnuhúsnæði á Dalvegi 26 hefur árangurslaust reynt að ná tali af eiganda hússins til að fá leigusamningnum rift. Húsið er í eigu sama félags og á Bræðraborgarstíg 1 sem brann í síðasta mánuði. Efling hefur áhyggjur af aðbúnaði félagsmanna sem búa í húsnæði HD verks. Parið gerði tímabundinn leigusamning á herbergi á Dalvegi 26 í Kópavogi til nokkurra mánaða í byrjun maí, sem er skráð sem atvinnuhúsnæði í eigu Fasteignafélagsins HD verk. Í leigusamningi segir hins vegar að herbergið sé á Bræðraborgarstíg 3 í eigu sömu aðila. Þar eru 134 skráðir með lögheimili. Parið greiðir 130 þúsund krónur á mánuði fyrir 10 til 16 fermetra herbergi. Eftir að hús í eigu HD verks í næsta nágrenni, við Bræðraborgarstíg 1 brann í síðasta mánuði og fjallað var um að brunavörnum hefði verið ábótavant vildi unga parið komast í annað húsnæði. Móðir konunnar segist ítrekað hafa reynt að ná í eiganda HD verks í meira en viku til að fá samningnum rift en það hafi ekki tekist. Hún hefur meðal annars áhyggjur af því að engir opnanlegir gluggar séu á herberginu við Dalveg. Ekkert símanúmer eða netfang er að finna í leigusamningnum. Efling hefur haft HD verk til skoðunar um tíma og hefur áhyggjur af félagsmönnum sem búa í húsum HD verks sem flest eru atvinnuhúsnæði. Margir þeirra hafi komið til landsins í gegn um starfsmannaleigur. „Það eru fimm húsnæði sem HD verk á. Það við Dalveg 24-26, Bræðraborgarstígur 1 og 3 , Hjallabrekka 1 og svo Kársnesbraut 96a og í öllum þessum húsum höfum við vitneskjum um að fólk hafi búið þegar það er á Íslandi og við höfum líka þurft að hafa afskiptum af málum í þessum húsum,“ segir Benjamin Julian, samskiptafulltrúi Eflingar. Efling hafi átt erfitt með að ná tali af félagsmönnum sem búa í húsunum. Félagið eigi að geta rætt við félagsmenn á vinnustöðum en vinnustaðaskráning starfsmannaleiga sé ábótavant. „Vinnumálastofnun hefur ekki haft burðina í það að afla gagnanna sem við þurfum til að leita að fólki á vinnustöðum og þess vegna grípum við í tómt þegar við reynum að hafa eftirlit með þeim áður en eitthvað vandamál kemur upp,“ segir Benjamín og bætir við að þúsundir manna búi í óleyfilegu húsnæði hér á landi. Borgaryfirvöld hafi haft vitneskju um þetta í hálfan áratug. „Þá veltir maður fyrir eru líf verkafólks á Íslandi minna virði en líf annara,“ segir Benjamin. Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Bruninn á Bræðraborgarstíg: Grunur um að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn áður en kveikt Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. 13. júlí 2020 20:02 var í Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. 13. júlí 2020 20:02 Hafði sent viðvörun á byggingarfulltrúa: „Við höfum enn áhyggjur af hinu húsinu“ Arkitekt sem býr beint á móti húsinu við Bræðraborgarstíg eitt, sem brann fyrir tíu dögum, hefur áhyggjur af húsi við Bræðraborgarstíg númer þrjú sem er skráð á sama eiganda. 5. júlí 2020 20:00 Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg 12. júlí 2020 18:40 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Umferð beint um Þrengslin í dag Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Sjá meira
Ungt par sem leigir herbergi í ólöglegu atvinnuhúsnæði á Dalvegi 26 hefur árangurslaust reynt að ná tali af eiganda hússins til að fá leigusamningnum rift. Húsið er í eigu sama félags og á Bræðraborgarstíg 1 sem brann í síðasta mánuði. Efling hefur áhyggjur af aðbúnaði félagsmanna sem búa í húsnæði HD verks. Parið gerði tímabundinn leigusamning á herbergi á Dalvegi 26 í Kópavogi til nokkurra mánaða í byrjun maí, sem er skráð sem atvinnuhúsnæði í eigu Fasteignafélagsins HD verk. Í leigusamningi segir hins vegar að herbergið sé á Bræðraborgarstíg 3 í eigu sömu aðila. Þar eru 134 skráðir með lögheimili. Parið greiðir 130 þúsund krónur á mánuði fyrir 10 til 16 fermetra herbergi. Eftir að hús í eigu HD verks í næsta nágrenni, við Bræðraborgarstíg 1 brann í síðasta mánuði og fjallað var um að brunavörnum hefði verið ábótavant vildi unga parið komast í annað húsnæði. Móðir konunnar segist ítrekað hafa reynt að ná í eiganda HD verks í meira en viku til að fá samningnum rift en það hafi ekki tekist. Hún hefur meðal annars áhyggjur af því að engir opnanlegir gluggar séu á herberginu við Dalveg. Ekkert símanúmer eða netfang er að finna í leigusamningnum. Efling hefur haft HD verk til skoðunar um tíma og hefur áhyggjur af félagsmönnum sem búa í húsum HD verks sem flest eru atvinnuhúsnæði. Margir þeirra hafi komið til landsins í gegn um starfsmannaleigur. „Það eru fimm húsnæði sem HD verk á. Það við Dalveg 24-26, Bræðraborgarstígur 1 og 3 , Hjallabrekka 1 og svo Kársnesbraut 96a og í öllum þessum húsum höfum við vitneskjum um að fólk hafi búið þegar það er á Íslandi og við höfum líka þurft að hafa afskiptum af málum í þessum húsum,“ segir Benjamin Julian, samskiptafulltrúi Eflingar. Efling hafi átt erfitt með að ná tali af félagsmönnum sem búa í húsunum. Félagið eigi að geta rætt við félagsmenn á vinnustöðum en vinnustaðaskráning starfsmannaleiga sé ábótavant. „Vinnumálastofnun hefur ekki haft burðina í það að afla gagnanna sem við þurfum til að leita að fólki á vinnustöðum og þess vegna grípum við í tómt þegar við reynum að hafa eftirlit með þeim áður en eitthvað vandamál kemur upp,“ segir Benjamín og bætir við að þúsundir manna búi í óleyfilegu húsnæði hér á landi. Borgaryfirvöld hafi haft vitneskju um þetta í hálfan áratug. „Þá veltir maður fyrir eru líf verkafólks á Íslandi minna virði en líf annara,“ segir Benjamin.
Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Bruninn á Bræðraborgarstíg: Grunur um að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn áður en kveikt Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. 13. júlí 2020 20:02 var í Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. 13. júlí 2020 20:02 Hafði sent viðvörun á byggingarfulltrúa: „Við höfum enn áhyggjur af hinu húsinu“ Arkitekt sem býr beint á móti húsinu við Bræðraborgarstíg eitt, sem brann fyrir tíu dögum, hefur áhyggjur af húsi við Bræðraborgarstíg númer þrjú sem er skráð á sama eiganda. 5. júlí 2020 20:00 Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg 12. júlí 2020 18:40 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Umferð beint um Þrengslin í dag Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Sjá meira
Bruninn á Bræðraborgarstíg: Grunur um að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn áður en kveikt Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. 13. júlí 2020 20:02
var í Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. 13. júlí 2020 20:02
Hafði sent viðvörun á byggingarfulltrúa: „Við höfum enn áhyggjur af hinu húsinu“ Arkitekt sem býr beint á móti húsinu við Bræðraborgarstíg eitt, sem brann fyrir tíu dögum, hefur áhyggjur af húsi við Bræðraborgarstíg númer þrjú sem er skráð á sama eiganda. 5. júlí 2020 20:00
Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg 12. júlí 2020 18:40