Tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn alvarlega fötluðum skjólstæðingi Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2020 11:59 Maðurinn viðurkenndi að hafa fróað skjólstæðingi sínum þrisvar á um þriggja mánaða tímabili. Síðasta skiptið hefði verið í göngutúr í Heiðmörk. Vísir/vilhelm Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok júní dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn skjólstæðingi sínum, ungum manni sem er með alvarlega andlega og líkamlega fötlun. Manninum var gefið að sök að hafa fróað skjólstæðingi sínum í þrígang á mismunandi stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Hann bar því við að þolandi sinn hefði sjálfur haft frumkvæði að athæfinu. Dómurinn féll 30. júní en er nýbirtur á vef dómstólanna. Maðurinn var ákærður í desember síðastliðnum fyrir kynferðisbrot með því að hafa þrisvar vorið eða sumarið 2016 fróað skjólstæðingi sínum og notfært sér til þess andlega og líkamlega fötlun hans. Í ákæru segir að þolandinn sé með djúpa þroskahömlun, ódæmigerða einhverfu, heilalömun og flogaveiki og því hvorki getað spornað við háttsemi mannsins né skilið þýðingu hennar. Að sögn foreldra hans er hann með andlegan þroska á við þriggja til fjögurra ára barn og hafi aldrei sýnt af sér nokkra kynlífslöngun. Þá var manninum gefið að sök að hafa notfært sér freklega þá aðstöðu sína að þolandinn var honum háður sem skjólstæðingur í trúnaðarsambandi. Fylgdi þolanda í uppvextinum Í dómi kemur fram að móðir þolanda hafi lagt fram kæru vegna ætlaðs kynferðisbrot mannsins gegn syni hennar. Hún sagði að maðurinn hefði fyrst kynnst syninum árið 2008 eða 2009 og verið kennari hans í um átta ár, auk þess sem hann hefði sinnt honum á frístundaheimili eftir skóla. Þau faðir drengsins hefðu alla tíð treyst honum. Loks fengu foreldrarnir manninn til að vera aðstoðarmaður sonarins í gegnum Reykjavíkurborg. Starfið fól í sér að þeir hittust tvisvar til þrisvar í viku og gerðu eitthvað saman. Móðirin kvaðst hafa fyrst áttað sig á því að ekki væri allt með felldu er hún fann sæði í nærbuxum sonar síns. Í annað skiptið hafi það verið eftir að hann fór í bíó með manninum en hitt eftir að maðurinn fór með fjölskyldunni í Heiðmörk í „picnic“ og þeir tveir hefðu farið saman í gönguferð um svæðið. Bað um „annað tækifæri“ Í kjölfar þess ræddu foreldrarnir við réttindagæslumann fatlaðra og lögreglu – og loks ákærða, sem hafi þá viðurkennt að hafa tvisvar hjálpað syni þeirra að fróa sér. Í dómi segir að maðurinn hafi gefið þá skýringu að hann hefði lesið það á netinu að þetta væri gott fyrir fólk með flogaveiki til að losa um tilfinningar. Hann hefði beðið þau að fara ekki með málið til lögreglu og bað þau jafnframt um að gefa sér „annað tækifæri“. Um ári síðar, þegar ekki hafði tekist að finna nýjan aðstoðarmann fyrir þolanda, var ákveðið að veita manninum umrætt „annað tækifæri“. Þeir hafi þá byrjað að hittast vikulega, það hefði gengið vel og nýr samningur gerður við manninn. Málið var þó að endingu kært til lögreglu. Haft er eftir manninum í dómnum að verknaðurinn hefði verið að frumkvæði þolandans, sem hafi beinlínis stýrt hönd mannsins að klofinu á sér. Þetta hefði gerst þrisvar sinnum á um þriggja mánaða tímabili. Síðasta skiptið hefði verið í göngutúr í Heiðmörk, einu sinni hefði þetta gerst á salerni á Þjóðminjasafninu og einu sinni á salerni í Egilshöll. Þá kvaðst maðurinn ekki hafa gefið foreldrum þolanda þær skýringar á atvikum að hann hefði lesið að sjálfsfróun væri góð fyrir flogaveika til að losa um spennu. Ósennilegt að þolandi gæti tjáð vilja sinn Í niðurstöðu dómsins eru þau gögn sem liggja fyrir í málinu og framburður vitna og ákærða sögð sýna svo ekki verður um villst að brotaþoli á við mjög alvarlega fötlun að stríða, bæði líkamlega og vegna þroskaskerðingar. „Þau vitni sem komu fyrir dóminn lýstu öll mjög takmarkaðri getu brotaþola til að tjá sig um vilja sinn og er sá framburður í samræmi við niðurstöður bæði rannsóknar Greiningarstöðvar á árinu 2008 og dómkvadds matsmanns í máli þessu,“ segir í dómi. Dómurinn telur sannað að maðurinn hafi brotið á skjólstæðingi sínum og notfært sér ástand hans og stöðu sína gagnvart honum líkt og lýst er í ákæru. Hæfileg refsing þótti tveggja ára fangelsi, að fullu óskilorðsbundin. Fyrir hönd þolanda var krafist 2,5 milljóna króna í miskabætur. Dómurinn ákvað að maðurinn skyldi greiða þolanda 1,2 milljónir, auk alls sakarkostnaðar, alls um 3,3 milljónir króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok júní dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn skjólstæðingi sínum, ungum manni sem er með alvarlega andlega og líkamlega fötlun. Manninum var gefið að sök að hafa fróað skjólstæðingi sínum í þrígang á mismunandi stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Hann bar því við að þolandi sinn hefði sjálfur haft frumkvæði að athæfinu. Dómurinn féll 30. júní en er nýbirtur á vef dómstólanna. Maðurinn var ákærður í desember síðastliðnum fyrir kynferðisbrot með því að hafa þrisvar vorið eða sumarið 2016 fróað skjólstæðingi sínum og notfært sér til þess andlega og líkamlega fötlun hans. Í ákæru segir að þolandinn sé með djúpa þroskahömlun, ódæmigerða einhverfu, heilalömun og flogaveiki og því hvorki getað spornað við háttsemi mannsins né skilið þýðingu hennar. Að sögn foreldra hans er hann með andlegan þroska á við þriggja til fjögurra ára barn og hafi aldrei sýnt af sér nokkra kynlífslöngun. Þá var manninum gefið að sök að hafa notfært sér freklega þá aðstöðu sína að þolandinn var honum háður sem skjólstæðingur í trúnaðarsambandi. Fylgdi þolanda í uppvextinum Í dómi kemur fram að móðir þolanda hafi lagt fram kæru vegna ætlaðs kynferðisbrot mannsins gegn syni hennar. Hún sagði að maðurinn hefði fyrst kynnst syninum árið 2008 eða 2009 og verið kennari hans í um átta ár, auk þess sem hann hefði sinnt honum á frístundaheimili eftir skóla. Þau faðir drengsins hefðu alla tíð treyst honum. Loks fengu foreldrarnir manninn til að vera aðstoðarmaður sonarins í gegnum Reykjavíkurborg. Starfið fól í sér að þeir hittust tvisvar til þrisvar í viku og gerðu eitthvað saman. Móðirin kvaðst hafa fyrst áttað sig á því að ekki væri allt með felldu er hún fann sæði í nærbuxum sonar síns. Í annað skiptið hafi það verið eftir að hann fór í bíó með manninum en hitt eftir að maðurinn fór með fjölskyldunni í Heiðmörk í „picnic“ og þeir tveir hefðu farið saman í gönguferð um svæðið. Bað um „annað tækifæri“ Í kjölfar þess ræddu foreldrarnir við réttindagæslumann fatlaðra og lögreglu – og loks ákærða, sem hafi þá viðurkennt að hafa tvisvar hjálpað syni þeirra að fróa sér. Í dómi segir að maðurinn hafi gefið þá skýringu að hann hefði lesið það á netinu að þetta væri gott fyrir fólk með flogaveiki til að losa um tilfinningar. Hann hefði beðið þau að fara ekki með málið til lögreglu og bað þau jafnframt um að gefa sér „annað tækifæri“. Um ári síðar, þegar ekki hafði tekist að finna nýjan aðstoðarmann fyrir þolanda, var ákveðið að veita manninum umrætt „annað tækifæri“. Þeir hafi þá byrjað að hittast vikulega, það hefði gengið vel og nýr samningur gerður við manninn. Málið var þó að endingu kært til lögreglu. Haft er eftir manninum í dómnum að verknaðurinn hefði verið að frumkvæði þolandans, sem hafi beinlínis stýrt hönd mannsins að klofinu á sér. Þetta hefði gerst þrisvar sinnum á um þriggja mánaða tímabili. Síðasta skiptið hefði verið í göngutúr í Heiðmörk, einu sinni hefði þetta gerst á salerni á Þjóðminjasafninu og einu sinni á salerni í Egilshöll. Þá kvaðst maðurinn ekki hafa gefið foreldrum þolanda þær skýringar á atvikum að hann hefði lesið að sjálfsfróun væri góð fyrir flogaveika til að losa um spennu. Ósennilegt að þolandi gæti tjáð vilja sinn Í niðurstöðu dómsins eru þau gögn sem liggja fyrir í málinu og framburður vitna og ákærða sögð sýna svo ekki verður um villst að brotaþoli á við mjög alvarlega fötlun að stríða, bæði líkamlega og vegna þroskaskerðingar. „Þau vitni sem komu fyrir dóminn lýstu öll mjög takmarkaðri getu brotaþola til að tjá sig um vilja sinn og er sá framburður í samræmi við niðurstöður bæði rannsóknar Greiningarstöðvar á árinu 2008 og dómkvadds matsmanns í máli þessu,“ segir í dómi. Dómurinn telur sannað að maðurinn hafi brotið á skjólstæðingi sínum og notfært sér ástand hans og stöðu sína gagnvart honum líkt og lýst er í ákæru. Hæfileg refsing þótti tveggja ára fangelsi, að fullu óskilorðsbundin. Fyrir hönd þolanda var krafist 2,5 milljóna króna í miskabætur. Dómurinn ákvað að maðurinn skyldi greiða þolanda 1,2 milljónir, auk alls sakarkostnaðar, alls um 3,3 milljónir króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira