Hafþór Júlíus Björnsson vill prófa það að glíma við Gunnar Nelson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2020 08:00 Hafþór Júlíus Björnsson og Gunnar Nelson. Samsett/Skjámynd og Getty Gunnar Nelson ætlar að hjálpa Fjallinu við undirbúninginn fyrir komandi boxbardaga við Eddie Hall. Þeir ætla jafnvel að glíma sem margir vildu örugglega fá að fylgjast með. Hafþór Júlíus Björnsson ætlar að fá að sækja í reynslubanka bardagamannsins Gunnars Nelson nú þegar hann vinnur markvisst af því að verða bardagamaður sjálfur. Gunnar Nelson er farsælasti bardagamaður Íslendinga og er þekktari fyrir snilli sína í gólfinu en hefur örugglega mörg góð ráð þegar kemur að því að láta hnefana tala í búrinu. Kraftamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið úr Game of Thrones ætlar í hnefaleikahringinn á móti Eddie Hall á næsta ári og það fer ekkert á milli mála að íslenski kraftajötuninn og fyrrum sterkasti maður heims setur mikinn metnað í undirbúning sinn. Hafþór hefur fengið að æfa með íslenskum íþróttastjörnum að undanförnu eins og Anníe Mist Þórisdóttur og Björgvini Páli Gústavssyni. Hafþór boðaði fleiri slíkar æfingar á næstunni og ætlar að halda áfram að kynna sér þjálfunaraðferðir og hugarfar íslenskra íþróttastjarna. Hafþór Júlíus gaf það út á Youtube síðu sinni að hann væri búinn að fá vilyrði frá Gunnari Nelson um að fá að hitta hann á æfingu. Hvort þeir mætist í búrinu verður að koma í ljós en það er auðvitað gríðarlegur hæðar- og þyngdarmunur á þeim félögum. „Ég talaði við Gunnar Nelson og hann er til í það að hitta mig. Fyrir þá sem þekkja hann ekki þá er hann UFC goðsögn og einn af þeim bestu hér á Íslandi,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í nýjasta Youtube myndbandinu sínu en það má sjá það hér fyrir neðan. watch on YouTube Hafþór sýnir frá lyftingaæfingu sinni í myndbandinu en ræðir einnig það sem er fram undan á æfingunni með Gunnari Nelson. „Hann er mjög öflugur. Það er gott fyrir mig að fá að hitta hann og æfa með honum. Ég vil læra af honum því hann hefur verið bardagamaður í mjög langan tíma,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ég prófa jafnvel að glíma við hann, svona til gamans. Hann er eins og snákur og með svarta beltið í jiu-jitsu. Það verðu mjög áhugavert að sjá hvort minn styrkur eigi einhvern möguleika. Hann þekkir tæknina svo vel og kann að nota líkmann sinn svo vel. Hann er einn sá besti í heimi í gólfinu og það verður því mjög áhugavert að sjá hvort kraftur geti gert eitthvað á móti manni eins og honum,“ sagði Hafþór Júlíus. Hafþór Júlíus ræddi það líka í myndbandinu af hverju hann sýnir ekki mikið af hnefaleikaæfingunum sínum á Youtube. „Hnefaleikaæfingar eru nýjar fyrir mér og ég þarf fulla einbeitingu við þær. Þess vegna vil ég að myndavélarnar séu ekki að trufla mig þar. Það er í fínu lagi að þær séu á lyftingaræfingunum enda er ég hef stundað þær í tíu ár og þekki allt út og inn,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson. Box MMA Kraftlyftingar Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Sjá meira
Gunnar Nelson ætlar að hjálpa Fjallinu við undirbúninginn fyrir komandi boxbardaga við Eddie Hall. Þeir ætla jafnvel að glíma sem margir vildu örugglega fá að fylgjast með. Hafþór Júlíus Björnsson ætlar að fá að sækja í reynslubanka bardagamannsins Gunnars Nelson nú þegar hann vinnur markvisst af því að verða bardagamaður sjálfur. Gunnar Nelson er farsælasti bardagamaður Íslendinga og er þekktari fyrir snilli sína í gólfinu en hefur örugglega mörg góð ráð þegar kemur að því að láta hnefana tala í búrinu. Kraftamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið úr Game of Thrones ætlar í hnefaleikahringinn á móti Eddie Hall á næsta ári og það fer ekkert á milli mála að íslenski kraftajötuninn og fyrrum sterkasti maður heims setur mikinn metnað í undirbúning sinn. Hafþór hefur fengið að æfa með íslenskum íþróttastjörnum að undanförnu eins og Anníe Mist Þórisdóttur og Björgvini Páli Gústavssyni. Hafþór boðaði fleiri slíkar æfingar á næstunni og ætlar að halda áfram að kynna sér þjálfunaraðferðir og hugarfar íslenskra íþróttastjarna. Hafþór Júlíus gaf það út á Youtube síðu sinni að hann væri búinn að fá vilyrði frá Gunnari Nelson um að fá að hitta hann á æfingu. Hvort þeir mætist í búrinu verður að koma í ljós en það er auðvitað gríðarlegur hæðar- og þyngdarmunur á þeim félögum. „Ég talaði við Gunnar Nelson og hann er til í það að hitta mig. Fyrir þá sem þekkja hann ekki þá er hann UFC goðsögn og einn af þeim bestu hér á Íslandi,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í nýjasta Youtube myndbandinu sínu en það má sjá það hér fyrir neðan. watch on YouTube Hafþór sýnir frá lyftingaæfingu sinni í myndbandinu en ræðir einnig það sem er fram undan á æfingunni með Gunnari Nelson. „Hann er mjög öflugur. Það er gott fyrir mig að fá að hitta hann og æfa með honum. Ég vil læra af honum því hann hefur verið bardagamaður í mjög langan tíma,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ég prófa jafnvel að glíma við hann, svona til gamans. Hann er eins og snákur og með svarta beltið í jiu-jitsu. Það verðu mjög áhugavert að sjá hvort minn styrkur eigi einhvern möguleika. Hann þekkir tæknina svo vel og kann að nota líkmann sinn svo vel. Hann er einn sá besti í heimi í gólfinu og það verður því mjög áhugavert að sjá hvort kraftur geti gert eitthvað á móti manni eins og honum,“ sagði Hafþór Júlíus. Hafþór Júlíus ræddi það líka í myndbandinu af hverju hann sýnir ekki mikið af hnefaleikaæfingunum sínum á Youtube. „Hnefaleikaæfingar eru nýjar fyrir mér og ég þarf fulla einbeitingu við þær. Þess vegna vil ég að myndavélarnar séu ekki að trufla mig þar. Það er í fínu lagi að þær séu á lyftingaræfingunum enda er ég hef stundað þær í tíu ár og þekki allt út og inn,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson.
Box MMA Kraftlyftingar Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Sjá meira