Fækkun landa á áhættulista til skoðunar Telma Tómasson skrifar 13. júlí 2020 13:20 Þórólfur Guðnason Vísirl/Baldur Hugsanlegt verður hægt að taka lönd af áhættulista vegna kórónuveirunnar fyrr en áætlað var, segir sóttvarnalæknir. Heimkomusmitgát kemur til framkvæmda í dag. Frá og með deginum í dag skulu þeir sem eru búsettir hér á landi, eru íslenskir ríkisborgarar eða hafa mikið tengslanet hérlendis og hafa valið að fara í sýnatöku við komuna til landsins, viðhafa svokallaða heimkomusmitgát í 4 til 5 daga. Eftir það fer viðkomandi í aðra sýnatöku og reynist hún neikvæð er óhætt að hætta smitgátinni. „Þetta er gert til þess að reyna að koma í veg fyrir að einstaklingar sem eru með neikvæð sýni geti þróað með sér smit á fyrstu dögunum eftir það,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Við höfum séð það núna og sáum fyrr í vetur að mesta áhættan á smiti hér innanlands er frá Íslendingum sem eru að koma inn erlendis frá. Við sáum það fyrir tveimur til þremur vikum síðan að þeir sem eru með mikið tengslanet hér geta leitt til mikils smits og víðtækt og það er það sem verið er að reyna að koma í veg fyrir.“ Búum að verðmætum upplýsingum Engin smit hafa til þessa komið frá erlendum ferðamönnum, mikilvægar upplýsingar liggja fyrir og stöðugt er unnið að því að gera vinnuna markvissari. „Þetta eru upplýsingar sem aðrar þjóðir hafa ekki. Ef við hefðum ekki gert þetta svona þá hefðum við rennt algjörlega blint í sjóinn og ekki vitað neitt um það hvað við erum að gera í grófum dráttum,“ segir Þórólfur. „Það sem við getum líka gert núna er að taka lönd af þessum áhættulista og sleppt því að skima einstaklinga sem hafa verið í ákveðnum löndum þar sem útbreiðslan hefur ekki verið mikil.“ Í því samhengi nefnir Þórólfur að hann hafi horft til næstu mánaðamóta í þessum efnum - „en hugsanlega verður hægt að hrinda því í framkvæmd fyrr.“ Unnt er að kynna sér uppýsingar um heimasmitgát á heimasíðu Landlæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Sjá meira
Hugsanlegt verður hægt að taka lönd af áhættulista vegna kórónuveirunnar fyrr en áætlað var, segir sóttvarnalæknir. Heimkomusmitgát kemur til framkvæmda í dag. Frá og með deginum í dag skulu þeir sem eru búsettir hér á landi, eru íslenskir ríkisborgarar eða hafa mikið tengslanet hérlendis og hafa valið að fara í sýnatöku við komuna til landsins, viðhafa svokallaða heimkomusmitgát í 4 til 5 daga. Eftir það fer viðkomandi í aðra sýnatöku og reynist hún neikvæð er óhætt að hætta smitgátinni. „Þetta er gert til þess að reyna að koma í veg fyrir að einstaklingar sem eru með neikvæð sýni geti þróað með sér smit á fyrstu dögunum eftir það,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Við höfum séð það núna og sáum fyrr í vetur að mesta áhættan á smiti hér innanlands er frá Íslendingum sem eru að koma inn erlendis frá. Við sáum það fyrir tveimur til þremur vikum síðan að þeir sem eru með mikið tengslanet hér geta leitt til mikils smits og víðtækt og það er það sem verið er að reyna að koma í veg fyrir.“ Búum að verðmætum upplýsingum Engin smit hafa til þessa komið frá erlendum ferðamönnum, mikilvægar upplýsingar liggja fyrir og stöðugt er unnið að því að gera vinnuna markvissari. „Þetta eru upplýsingar sem aðrar þjóðir hafa ekki. Ef við hefðum ekki gert þetta svona þá hefðum við rennt algjörlega blint í sjóinn og ekki vitað neitt um það hvað við erum að gera í grófum dráttum,“ segir Þórólfur. „Það sem við getum líka gert núna er að taka lönd af þessum áhættulista og sleppt því að skima einstaklinga sem hafa verið í ákveðnum löndum þar sem útbreiðslan hefur ekki verið mikil.“ Í því samhengi nefnir Þórólfur að hann hafi horft til næstu mánaðamóta í þessum efnum - „en hugsanlega verður hægt að hrinda því í framkvæmd fyrr.“ Unnt er að kynna sér uppýsingar um heimasmitgát á heimasíðu Landlæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Sjá meira