Endaði ferillinn á þrennu og byrjaði aftur með þrennu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2020 13:00 Gunnar Heiðar Þorvaldsson með boltann í leik á móti FH á síðasta tímabili sínu í efstu deild sumarið 2018. Vísir Gunnar Heiðar Þorvaldsson er einn mesti markaskorari í sögu Vestmannaeyja og á að baki flottan feril bæði á Íslandi sem og úti í atvinnumennsku. Flestir héldu nú að ferill Gunnars Heiðars Þorvaldssonar væri á enda en hann ákvað að taka skóna ofan hillunni eftir tæplega tuttugu og tveggja mánaða hvíld frá opinberum fótbolta. Gunnar Heiðar varð 38 ára gamall í apríl síðastliðnum en hann sýndi gamla takta í leik með Knattspyrnufélaginu Framherjum-Smástund á Týsvellinum á laugardaginn. Hann er þjálfari liðsins og ákvað að setja sjálfan sig í byrjunarliðið að þessu sinni. Gunnar Heiðar skoraði þrjú af fjórum fyrstu mörkum leiksins þegar Knattspyrnufélagið Framherjar-Smástund vann 8-0 á Létti. Gunnar Heiðar fór af velli á 53. mínútu leiksins en Léttismenn voru manni færri frá 20. mínútu. Það má sjá leikskýrsluna hér. Þó að þetta hafi verið fyrsti leikur Gunnars Heiðars með liðinu í sumar þá var þetta fimmti leik KFS liðsins sem er með 12 stig á toppi A-riðils í 4. deildinni. Gunnar Heiðar Þorvaldsson lagði skóna á hilluna eftir 2018 tímabilið með ÍBV en hann náði þá að skora þrennu í síðasta leiknum sínum sem var á móti Grindavík í lokaumferðinni. Gunnar Heiðar „endaði“ ferillinn því á þrennu og byrjaði hann svo aftur á ný með því að skora þrennu. Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði 61 mark í 127 leikjum fyrir ÍBV í efstu deild en hann er þriðji markahæsti leikmaður ÍBV frá upphafi í efstu deild á eftir þeim Tryggva Guðmundssyni og Steingrími Jóhannessyni. Gunnar Heiðar skoraði einnig 63 deildarmörk í atvinnumennsku erlendis frá 2005 til 2015 en hann varð markahæstur í sænsku deildinni á sínum tíma með liði Halmstads BK. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Gunnar Heiðar Þorvaldsson er einn mesti markaskorari í sögu Vestmannaeyja og á að baki flottan feril bæði á Íslandi sem og úti í atvinnumennsku. Flestir héldu nú að ferill Gunnars Heiðars Þorvaldssonar væri á enda en hann ákvað að taka skóna ofan hillunni eftir tæplega tuttugu og tveggja mánaða hvíld frá opinberum fótbolta. Gunnar Heiðar varð 38 ára gamall í apríl síðastliðnum en hann sýndi gamla takta í leik með Knattspyrnufélaginu Framherjum-Smástund á Týsvellinum á laugardaginn. Hann er þjálfari liðsins og ákvað að setja sjálfan sig í byrjunarliðið að þessu sinni. Gunnar Heiðar skoraði þrjú af fjórum fyrstu mörkum leiksins þegar Knattspyrnufélagið Framherjar-Smástund vann 8-0 á Létti. Gunnar Heiðar fór af velli á 53. mínútu leiksins en Léttismenn voru manni færri frá 20. mínútu. Það má sjá leikskýrsluna hér. Þó að þetta hafi verið fyrsti leikur Gunnars Heiðars með liðinu í sumar þá var þetta fimmti leik KFS liðsins sem er með 12 stig á toppi A-riðils í 4. deildinni. Gunnar Heiðar Þorvaldsson lagði skóna á hilluna eftir 2018 tímabilið með ÍBV en hann náði þá að skora þrennu í síðasta leiknum sínum sem var á móti Grindavík í lokaumferðinni. Gunnar Heiðar „endaði“ ferillinn því á þrennu og byrjaði hann svo aftur á ný með því að skora þrennu. Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði 61 mark í 127 leikjum fyrir ÍBV í efstu deild en hann er þriðji markahæsti leikmaður ÍBV frá upphafi í efstu deild á eftir þeim Tryggva Guðmundssyni og Steingrími Jóhannessyni. Gunnar Heiðar skoraði einnig 63 deildarmörk í atvinnumennsku erlendis frá 2005 til 2015 en hann varð markahæstur í sænsku deildinni á sínum tíma með liði Halmstads BK.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira