Fótbolti

Gott gengi CSKA Moskvu á enda

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hörður Björgvin í leik dagsins.
Hörður Björgvin í leik dagsins. Gavriil Grigorov/Getty Images

Eftir þrjá sigurleiki í röð og fjóara leiki án þess að fá á sig mark gerði CSKA Moskvu 1-1 jafntefli við Rubin Kazan. Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon voru á sínum stað í byrjunarliði liðsins.

Hörður Björgvin lék allan tímann vinstra megin í þriggja manna vörn heimamanna. Arnór var tekinn af velli á 66. mínútu leiksins. Aðeins fjórum mínútum áður hafði Fedor Chalov komið heimamönnum yfir en Evgeni Markov jafnaði þegar tvær mínútur voru til leiksloka.

Fleiri urðu mörkin ekki en Hörður Björgvin nældi sér í gult spjald í uppbótartíma.

CSKA er sem fyrr í 3. sæti með 47 stig en Krasnodar e rmeð tveimur stigum minna í 4. sætinu en á tvo leiki til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×