Undirbúa rannsókn á upptökum faraldursins í Kína Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2020 23:44 Skimun fyrir kórónuveirunni í Wuhan í Kína þar sem faraldurinn hófst seint í fyrra. Sérfræðingar WHO ætla að kanna hvernig veiran stökk úr dýrum yfir í menn og undirbúa nánari rannsókn á upptökum faraldursins. Vísir/EPA Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sent tvo sérfræðinga til Kína til að leggja drög að rannsókn á upptökum heimsfaraldurs nýs afbrigðis kórónuveiru sem hefur orðið meira en hálfri milljón manna að bana. Faraldurinn er enn í vexti víða í Bandaríkjunum, miðpunkti faraldursins. Talið er að veiran hafi fyrst borist í menn úr dýrum á markaði í borginni Wuhan seint á síðasta ári. Starfsmenn WHO sem eru farnir til Kína eru sérfræðingar í faraldsfræði og dýraheilsu. Þeir eiga að vinna með kínverskum vísindamönnum að því að rannsaka hvernig veiran tók stökkið yfir í menn til að fá betri mynd af umfangi rannsóknar á upptökum faraldursins. „Við vitum að hún er mjög lík veiru í leðurblökum en fór hún í gegnum aðrar tegundir í millitíðinni? Þetta er spurning sem við verðum öll að fá svar við,“ sagði Margaret Harris, talskona WHO, í dag. Fleiri en tólf milljónir manna hafa smitast af kórónuveirunni, sem veldur Covid-19 öndunarfærasjúkdómnum, á heimsvísu. Af þeim hafa hátt í 560.000 manns látið lífið. Flest dauðsföllin hafa orðið í Bandaríkjunum, rúmlega 130.000, til þessa. Sex ríki tilkynntu um metfjölda nýrra smita í dag og í Flórída, sem er orðið að miðpunkti faraldursins vestanhafs, fjölgaði smitum mikið annan daginn í röð, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Útlit er fyrir að fjölgun smita í Georgíu, Lúisíana, Montana, Ohio, Utah og Wisconsin þýði að enn verði sett met yfir fjölda nýrra daglegra smita í Bandaríkjunum í dag. Þrátt fyrir fjölgun smita í Flórida ætlar afþreyingarrisinn Walt Disney að halda sig við áform um að opna Disney World-skemmtigarðinn aftur fyrir gestum. Bandaríkjastjórn staðfesti í vikunni að hún ætli sér að segja skilið við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina vegna óánægju Donalds Trump forseta með viðbrögð hennar við faraldrinum. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Bandaríkin tilkynna WHO um úrsögn sína Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur tilkynnt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) formlega um úrsögn sína. 7. júlí 2020 20:31 WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. 7. júlí 2020 18:11 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sent tvo sérfræðinga til Kína til að leggja drög að rannsókn á upptökum heimsfaraldurs nýs afbrigðis kórónuveiru sem hefur orðið meira en hálfri milljón manna að bana. Faraldurinn er enn í vexti víða í Bandaríkjunum, miðpunkti faraldursins. Talið er að veiran hafi fyrst borist í menn úr dýrum á markaði í borginni Wuhan seint á síðasta ári. Starfsmenn WHO sem eru farnir til Kína eru sérfræðingar í faraldsfræði og dýraheilsu. Þeir eiga að vinna með kínverskum vísindamönnum að því að rannsaka hvernig veiran tók stökkið yfir í menn til að fá betri mynd af umfangi rannsóknar á upptökum faraldursins. „Við vitum að hún er mjög lík veiru í leðurblökum en fór hún í gegnum aðrar tegundir í millitíðinni? Þetta er spurning sem við verðum öll að fá svar við,“ sagði Margaret Harris, talskona WHO, í dag. Fleiri en tólf milljónir manna hafa smitast af kórónuveirunni, sem veldur Covid-19 öndunarfærasjúkdómnum, á heimsvísu. Af þeim hafa hátt í 560.000 manns látið lífið. Flest dauðsföllin hafa orðið í Bandaríkjunum, rúmlega 130.000, til þessa. Sex ríki tilkynntu um metfjölda nýrra smita í dag og í Flórída, sem er orðið að miðpunkti faraldursins vestanhafs, fjölgaði smitum mikið annan daginn í röð, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Útlit er fyrir að fjölgun smita í Georgíu, Lúisíana, Montana, Ohio, Utah og Wisconsin þýði að enn verði sett met yfir fjölda nýrra daglegra smita í Bandaríkjunum í dag. Þrátt fyrir fjölgun smita í Flórida ætlar afþreyingarrisinn Walt Disney að halda sig við áform um að opna Disney World-skemmtigarðinn aftur fyrir gestum. Bandaríkjastjórn staðfesti í vikunni að hún ætli sér að segja skilið við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina vegna óánægju Donalds Trump forseta með viðbrögð hennar við faraldrinum.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Bandaríkin tilkynna WHO um úrsögn sína Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur tilkynnt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) formlega um úrsögn sína. 7. júlí 2020 20:31 WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. 7. júlí 2020 18:11 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Bandaríkin tilkynna WHO um úrsögn sína Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur tilkynnt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) formlega um úrsögn sína. 7. júlí 2020 20:31
WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. 7. júlí 2020 18:11