Holland stefnir Rússlandi vegna hraps MH17 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kjartan Kjartansson skrifa 10. júlí 2020 17:57 Vél Malaysia Airlines hrapaði yfir austurhluta Úkraínu eftir að skotið var á hana. Allir 298 farþegar um borð létu lífið. EPA-EFE/KOEN VAN WEEL Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 árið 2014. Stef Blok, utanríkisráðherra Hollands, segir mestu máli skipta að fá réttlæti fyrir fórnarlömbin 298 sem fórust í vélinni sem var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu. Rússnesk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um málið. Vélin var skotin niður eftir að uppreisnarmenn sem njóta stuðnings Rússa tóku stjórn á svæðinu árið 2014. Samkvæmt upplýsingum frá hollenskum rannsakendum benda sönnunargögn til þess að Buk-eldflaugakerfið sem notað var til að skjóta vélina niður hafi verið flutt inn frá Rússlandi. Rússland hefur ítrekað neitað aðild að hrapi þotunnar. Um borð í vélinni voru ríkisborgarar tíu landa og létust allir um borð í vélinni. Vélin var á leið frá Amsterdam í Hollandi til Kúala Lúmpur í Malasíu en meira en tveir þriðju farþeganna voru hollenskir ríkisborgarar. Réttarhöld, sem hófust í mars, standa enn yfir í Hollandi þar sem þrír Rússar og einn Úkraínumaður eru sakaðir um morðin á farþegunum 298. Mennirnir tengjast allir hópi aðskilnaðarsinna sem styðja rússnesk yfirvöld. Talið er að réttarhöldin muni standa yfir í marga mánuði í viðbót. Nú hefur hollenska ríkisstjórnin ákveðið að fara með málið fyrir Mannréttindadómstólinn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Stjórnvöld í Kreml hafa enn ekki brugðist formlega við en þau hafa orðið margsaga um hvað varð til þess að farþegaþotan hrapaði. Þrátt fyrir að Rússar haldi því fram að þeir hafi boðist til að aðstoða við réttarhöldin í Hollandi segja þarlendir embættismenn að þær upplýsingar sem rússnesk stjórnvöld hafi sent hafi verið „efnislega rangar“ í mörgum tilfellum. Þegar hollenskir saksóknarar báðu rússnesk stjórnvöld um að handtaka Úkraínumanna sem er talinn hafa stýrt loftvörnum yfir svæðinu þar sem þotan hrapaði leyfðu þau honum viljandi að komast undan til Úkraínu. Holland Rússland Úkraína Malasía Fréttir af flugi MH17 Tengdar fréttir Réttað vegna flugvélarinnar sem var skotin niður yfir Úkraínu Enginn þeirra fjögurra manna sem taldir eru bera ábyrgð á því flugvél malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines var skotin niður árið 2014 verður viðstaddur réttarhöld sem hófust í Hollandi í dag. 9. mars 2020 12:23 Kanna þrjár aðrar mögulegar skýringar á hrapi þotunnar Írönsk yfirvöld hafa boðið Boeing flugvélaframleiðandanum að vera þátttakandi í rannsókninni á flugslysinu í Teherean fyrr í þessari viku. 10. janúar 2020 06:45 Flugvélin var á leið aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði Úkraínska farþegaþotan sem hrapaði skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Teheran aðfararnótt miðvikudags hafði verið að reyna að snúa aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði að sögn íranskra flugmálayfirvalda. 9. janúar 2020 12:13 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 árið 2014. Stef Blok, utanríkisráðherra Hollands, segir mestu máli skipta að fá réttlæti fyrir fórnarlömbin 298 sem fórust í vélinni sem var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu. Rússnesk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um málið. Vélin var skotin niður eftir að uppreisnarmenn sem njóta stuðnings Rússa tóku stjórn á svæðinu árið 2014. Samkvæmt upplýsingum frá hollenskum rannsakendum benda sönnunargögn til þess að Buk-eldflaugakerfið sem notað var til að skjóta vélina niður hafi verið flutt inn frá Rússlandi. Rússland hefur ítrekað neitað aðild að hrapi þotunnar. Um borð í vélinni voru ríkisborgarar tíu landa og létust allir um borð í vélinni. Vélin var á leið frá Amsterdam í Hollandi til Kúala Lúmpur í Malasíu en meira en tveir þriðju farþeganna voru hollenskir ríkisborgarar. Réttarhöld, sem hófust í mars, standa enn yfir í Hollandi þar sem þrír Rússar og einn Úkraínumaður eru sakaðir um morðin á farþegunum 298. Mennirnir tengjast allir hópi aðskilnaðarsinna sem styðja rússnesk yfirvöld. Talið er að réttarhöldin muni standa yfir í marga mánuði í viðbót. Nú hefur hollenska ríkisstjórnin ákveðið að fara með málið fyrir Mannréttindadómstólinn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Stjórnvöld í Kreml hafa enn ekki brugðist formlega við en þau hafa orðið margsaga um hvað varð til þess að farþegaþotan hrapaði. Þrátt fyrir að Rússar haldi því fram að þeir hafi boðist til að aðstoða við réttarhöldin í Hollandi segja þarlendir embættismenn að þær upplýsingar sem rússnesk stjórnvöld hafi sent hafi verið „efnislega rangar“ í mörgum tilfellum. Þegar hollenskir saksóknarar báðu rússnesk stjórnvöld um að handtaka Úkraínumanna sem er talinn hafa stýrt loftvörnum yfir svæðinu þar sem þotan hrapaði leyfðu þau honum viljandi að komast undan til Úkraínu.
Holland Rússland Úkraína Malasía Fréttir af flugi MH17 Tengdar fréttir Réttað vegna flugvélarinnar sem var skotin niður yfir Úkraínu Enginn þeirra fjögurra manna sem taldir eru bera ábyrgð á því flugvél malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines var skotin niður árið 2014 verður viðstaddur réttarhöld sem hófust í Hollandi í dag. 9. mars 2020 12:23 Kanna þrjár aðrar mögulegar skýringar á hrapi þotunnar Írönsk yfirvöld hafa boðið Boeing flugvélaframleiðandanum að vera þátttakandi í rannsókninni á flugslysinu í Teherean fyrr í þessari viku. 10. janúar 2020 06:45 Flugvélin var á leið aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði Úkraínska farþegaþotan sem hrapaði skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Teheran aðfararnótt miðvikudags hafði verið að reyna að snúa aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði að sögn íranskra flugmálayfirvalda. 9. janúar 2020 12:13 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Réttað vegna flugvélarinnar sem var skotin niður yfir Úkraínu Enginn þeirra fjögurra manna sem taldir eru bera ábyrgð á því flugvél malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines var skotin niður árið 2014 verður viðstaddur réttarhöld sem hófust í Hollandi í dag. 9. mars 2020 12:23
Kanna þrjár aðrar mögulegar skýringar á hrapi þotunnar Írönsk yfirvöld hafa boðið Boeing flugvélaframleiðandanum að vera þátttakandi í rannsókninni á flugslysinu í Teherean fyrr í þessari viku. 10. janúar 2020 06:45
Flugvélin var á leið aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði Úkraínska farþegaþotan sem hrapaði skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Teheran aðfararnótt miðvikudags hafði verið að reyna að snúa aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði að sögn íranskra flugmálayfirvalda. 9. janúar 2020 12:13