Holland stefnir Rússlandi vegna hraps MH17 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kjartan Kjartansson skrifa 10. júlí 2020 17:57 Vél Malaysia Airlines hrapaði yfir austurhluta Úkraínu eftir að skotið var á hana. Allir 298 farþegar um borð létu lífið. EPA-EFE/KOEN VAN WEEL Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 árið 2014. Stef Blok, utanríkisráðherra Hollands, segir mestu máli skipta að fá réttlæti fyrir fórnarlömbin 298 sem fórust í vélinni sem var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu. Rússnesk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um málið. Vélin var skotin niður eftir að uppreisnarmenn sem njóta stuðnings Rússa tóku stjórn á svæðinu árið 2014. Samkvæmt upplýsingum frá hollenskum rannsakendum benda sönnunargögn til þess að Buk-eldflaugakerfið sem notað var til að skjóta vélina niður hafi verið flutt inn frá Rússlandi. Rússland hefur ítrekað neitað aðild að hrapi þotunnar. Um borð í vélinni voru ríkisborgarar tíu landa og létust allir um borð í vélinni. Vélin var á leið frá Amsterdam í Hollandi til Kúala Lúmpur í Malasíu en meira en tveir þriðju farþeganna voru hollenskir ríkisborgarar. Réttarhöld, sem hófust í mars, standa enn yfir í Hollandi þar sem þrír Rússar og einn Úkraínumaður eru sakaðir um morðin á farþegunum 298. Mennirnir tengjast allir hópi aðskilnaðarsinna sem styðja rússnesk yfirvöld. Talið er að réttarhöldin muni standa yfir í marga mánuði í viðbót. Nú hefur hollenska ríkisstjórnin ákveðið að fara með málið fyrir Mannréttindadómstólinn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Stjórnvöld í Kreml hafa enn ekki brugðist formlega við en þau hafa orðið margsaga um hvað varð til þess að farþegaþotan hrapaði. Þrátt fyrir að Rússar haldi því fram að þeir hafi boðist til að aðstoða við réttarhöldin í Hollandi segja þarlendir embættismenn að þær upplýsingar sem rússnesk stjórnvöld hafi sent hafi verið „efnislega rangar“ í mörgum tilfellum. Þegar hollenskir saksóknarar báðu rússnesk stjórnvöld um að handtaka Úkraínumanna sem er talinn hafa stýrt loftvörnum yfir svæðinu þar sem þotan hrapaði leyfðu þau honum viljandi að komast undan til Úkraínu. Holland Rússland Úkraína Malasía Fréttir af flugi MH17 Tengdar fréttir Réttað vegna flugvélarinnar sem var skotin niður yfir Úkraínu Enginn þeirra fjögurra manna sem taldir eru bera ábyrgð á því flugvél malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines var skotin niður árið 2014 verður viðstaddur réttarhöld sem hófust í Hollandi í dag. 9. mars 2020 12:23 Kanna þrjár aðrar mögulegar skýringar á hrapi þotunnar Írönsk yfirvöld hafa boðið Boeing flugvélaframleiðandanum að vera þátttakandi í rannsókninni á flugslysinu í Teherean fyrr í þessari viku. 10. janúar 2020 06:45 Flugvélin var á leið aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði Úkraínska farþegaþotan sem hrapaði skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Teheran aðfararnótt miðvikudags hafði verið að reyna að snúa aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði að sögn íranskra flugmálayfirvalda. 9. janúar 2020 12:13 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 árið 2014. Stef Blok, utanríkisráðherra Hollands, segir mestu máli skipta að fá réttlæti fyrir fórnarlömbin 298 sem fórust í vélinni sem var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu. Rússnesk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um málið. Vélin var skotin niður eftir að uppreisnarmenn sem njóta stuðnings Rússa tóku stjórn á svæðinu árið 2014. Samkvæmt upplýsingum frá hollenskum rannsakendum benda sönnunargögn til þess að Buk-eldflaugakerfið sem notað var til að skjóta vélina niður hafi verið flutt inn frá Rússlandi. Rússland hefur ítrekað neitað aðild að hrapi þotunnar. Um borð í vélinni voru ríkisborgarar tíu landa og létust allir um borð í vélinni. Vélin var á leið frá Amsterdam í Hollandi til Kúala Lúmpur í Malasíu en meira en tveir þriðju farþeganna voru hollenskir ríkisborgarar. Réttarhöld, sem hófust í mars, standa enn yfir í Hollandi þar sem þrír Rússar og einn Úkraínumaður eru sakaðir um morðin á farþegunum 298. Mennirnir tengjast allir hópi aðskilnaðarsinna sem styðja rússnesk yfirvöld. Talið er að réttarhöldin muni standa yfir í marga mánuði í viðbót. Nú hefur hollenska ríkisstjórnin ákveðið að fara með málið fyrir Mannréttindadómstólinn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Stjórnvöld í Kreml hafa enn ekki brugðist formlega við en þau hafa orðið margsaga um hvað varð til þess að farþegaþotan hrapaði. Þrátt fyrir að Rússar haldi því fram að þeir hafi boðist til að aðstoða við réttarhöldin í Hollandi segja þarlendir embættismenn að þær upplýsingar sem rússnesk stjórnvöld hafi sent hafi verið „efnislega rangar“ í mörgum tilfellum. Þegar hollenskir saksóknarar báðu rússnesk stjórnvöld um að handtaka Úkraínumanna sem er talinn hafa stýrt loftvörnum yfir svæðinu þar sem þotan hrapaði leyfðu þau honum viljandi að komast undan til Úkraínu.
Holland Rússland Úkraína Malasía Fréttir af flugi MH17 Tengdar fréttir Réttað vegna flugvélarinnar sem var skotin niður yfir Úkraínu Enginn þeirra fjögurra manna sem taldir eru bera ábyrgð á því flugvél malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines var skotin niður árið 2014 verður viðstaddur réttarhöld sem hófust í Hollandi í dag. 9. mars 2020 12:23 Kanna þrjár aðrar mögulegar skýringar á hrapi þotunnar Írönsk yfirvöld hafa boðið Boeing flugvélaframleiðandanum að vera þátttakandi í rannsókninni á flugslysinu í Teherean fyrr í þessari viku. 10. janúar 2020 06:45 Flugvélin var á leið aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði Úkraínska farþegaþotan sem hrapaði skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Teheran aðfararnótt miðvikudags hafði verið að reyna að snúa aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði að sögn íranskra flugmálayfirvalda. 9. janúar 2020 12:13 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Réttað vegna flugvélarinnar sem var skotin niður yfir Úkraínu Enginn þeirra fjögurra manna sem taldir eru bera ábyrgð á því flugvél malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines var skotin niður árið 2014 verður viðstaddur réttarhöld sem hófust í Hollandi í dag. 9. mars 2020 12:23
Kanna þrjár aðrar mögulegar skýringar á hrapi þotunnar Írönsk yfirvöld hafa boðið Boeing flugvélaframleiðandanum að vera þátttakandi í rannsókninni á flugslysinu í Teherean fyrr í þessari viku. 10. janúar 2020 06:45
Flugvélin var á leið aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði Úkraínska farþegaþotan sem hrapaði skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Teheran aðfararnótt miðvikudags hafði verið að reyna að snúa aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði að sögn íranskra flugmálayfirvalda. 9. janúar 2020 12:13