Sú besta fagnar 25 ára afmæli sínu í dag | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júlí 2020 23:00 Ætli Ada hafi spilað lagið „Afmæli“ með Á Móti Sól í tilefni dagsins? Daniela Porcelli/Getty Images Hin norska Ada Hegerberg – eða Ada Martine Stolsmo Hegerberg – fagnar 25 ára afmæli sínu í dag. Þrátt fyrir ungan aldur er hægt að færa ágætis rök fyrir því að hún sé einn allra besti leikmaður allra tíma. Ada Hegerberg turns 25 today. She has already: Scored over 300 career goals Won the Champions League 4 times Lifted 9 domestic trophies with Lyon Won the first-ever Ballon d'Or in women's football pic.twitter.com/58UyZRLa13— B/R Football (@brfootball) July 10, 2020 Hegerberg spilar fyrir stórlið Lyon í Frakklandi og verður því samherji Söru Björk Gunnarsdóttir næstu tvö árin allavega. Hegerberg hefur skorað yfir 300 mörk á ferli sínum, unnið Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum og unnið níu titla með Lyon. Þá var hún fyrst kvenna til að hljóta Ballon d‘Or verðlaunin árið 2018, verðlaun sem Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa einokað karla megin undanfarin ár. Hegeberg var valin besti leikmaður Evrópu bæði 2016 og 2017. Þá valdi BBC hana sem besta kvenkyns leikmann í heimi á síðasta ári. Hegerberg var í norska landsliðinu sem nældi í silfur á Evrópumótinu 2013 og liðinu sem datt út fyrir Englandi í 16-liða úrslitum HM 2015. Hegeberg var aðeins 15 ára gömul þegar hún spilaði sinn fyrsta leik fyrir Kolbotn í norsku úrvalsdeildinni. Þaðan lá leiðin til Stabæk og svo Turbine Potsdam í Þýskalandi. Það var svo sumarið 2014 sem hún gekk í raðir Lyon og hefur ekki litið um öxl síðan. Joyeux anniversaire à @AdaStolsmo qui fête ses 25 ans ! On se fait un petit plaisir en regardant les 49 buts inscrits par notre championne en @uwcl ! pic.twitter.com/R580F4hlb3— OL Féminin (@OLfeminin) July 10, 2020 Hún er því miður á meiðslalistanum sem stendur eftir að hafa slitið krossbönd í hné í upphafi árs. Það gæti því verið að við þurfum að bíða aðeins eftir að sjá samvinnu hennar og Söru Bjarkar á vellinum. Það er þó ljóst að ef Sara Björk vill leggja upp sem flest mörk þá er um að gera að koma boltanum á markamaskínuna frá Noregi. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
Hin norska Ada Hegerberg – eða Ada Martine Stolsmo Hegerberg – fagnar 25 ára afmæli sínu í dag. Þrátt fyrir ungan aldur er hægt að færa ágætis rök fyrir því að hún sé einn allra besti leikmaður allra tíma. Ada Hegerberg turns 25 today. She has already: Scored over 300 career goals Won the Champions League 4 times Lifted 9 domestic trophies with Lyon Won the first-ever Ballon d'Or in women's football pic.twitter.com/58UyZRLa13— B/R Football (@brfootball) July 10, 2020 Hegerberg spilar fyrir stórlið Lyon í Frakklandi og verður því samherji Söru Björk Gunnarsdóttir næstu tvö árin allavega. Hegerberg hefur skorað yfir 300 mörk á ferli sínum, unnið Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum og unnið níu titla með Lyon. Þá var hún fyrst kvenna til að hljóta Ballon d‘Or verðlaunin árið 2018, verðlaun sem Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa einokað karla megin undanfarin ár. Hegeberg var valin besti leikmaður Evrópu bæði 2016 og 2017. Þá valdi BBC hana sem besta kvenkyns leikmann í heimi á síðasta ári. Hegerberg var í norska landsliðinu sem nældi í silfur á Evrópumótinu 2013 og liðinu sem datt út fyrir Englandi í 16-liða úrslitum HM 2015. Hegeberg var aðeins 15 ára gömul þegar hún spilaði sinn fyrsta leik fyrir Kolbotn í norsku úrvalsdeildinni. Þaðan lá leiðin til Stabæk og svo Turbine Potsdam í Þýskalandi. Það var svo sumarið 2014 sem hún gekk í raðir Lyon og hefur ekki litið um öxl síðan. Joyeux anniversaire à @AdaStolsmo qui fête ses 25 ans ! On se fait un petit plaisir en regardant les 49 buts inscrits par notre championne en @uwcl ! pic.twitter.com/R580F4hlb3— OL Féminin (@OLfeminin) July 10, 2020 Hún er því miður á meiðslalistanum sem stendur eftir að hafa slitið krossbönd í hné í upphafi árs. Það gæti því verið að við þurfum að bíða aðeins eftir að sjá samvinnu hennar og Söru Bjarkar á vellinum. Það er þó ljóst að ef Sara Björk vill leggja upp sem flest mörk þá er um að gera að koma boltanum á markamaskínuna frá Noregi.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira