Íslendingar þyrftu að fimmfalda neysluna til að fylla upp í túristaskarðið Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júlí 2020 14:25 Erlendur ferðamaður í Fellsfjöru. Vísir/Vilhelm Þó að íslenskir ferðamenn myndu „skila sér 100%“ í ferðalögum innanlands í ár mun ekki nást að brúa bilið sem varð til með brotthvarfi erlendra ferðamanna vegna kórónuveirufaraldursins. Þá þyrftu íslenskir ferðamenn að fimmfalda neyslu sína á ferðalögum um landið til að jafna það sem var í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ferðamálastofu. Hátt í 60 prósent Íslendinga sem ferðast um landið velja að gista á tjaldstæðum, um tvöfalt fleiri en velja hótel eða gistiheimili. Umtalsverður hópur Íslendinga gistir einnig óskráð, þ.e. í heima- og sumarhúsum. Þar sem Íslendingar á ferð innanlands hafa verið mun færri en erlendir ferðamenn skila ofangreind hlutföll sér í aðeins um 16% hlut Íslendinga í heildargistinóttum, óháð tegund gistingar, og kringum 10% gistinátta á hótelum og gistiheimilum „Nú er talsvert rætt um að Íslendingar sem farið hafi í ferðalög erlendis á sumrin muni ferðast innanlands í ár og þannig hlaupa undir bagga með ferðaþjónustunni,“ segir í samantekt Ferðamálastofu. Tvennt dragi úr áhrifamætti þessa; mismunurinn á fjöldanum sem um ræðir og ólíkur ferðamáti. Í meðfylgjandi töflu má sjá samanburð á fjölda erlendra ferðamanna í júlí og ágúst síðastliðin þrjú ár, fjölda Íslendinga á ferð erlendis á sama tíma og hlutfall þessara tveggja hópa. „Ljóst má vera að þótt Íslendingarnir skiluðu sér 100% í auknum ferðalögum innanlands í ár vantar enn mikið upp á að bæta fyrir missi erlendra ferðamanna. Og Íslendingur á ferð innanlands með gistinguna í eftirdragi og grillið og matinn í skottinu er ekki að fara leigja sér bílaleigubíl, kaupa gistingu á hóteli eða snæða á veitingastöðum svo miklu nemi.“ Þá er sama uppi á teningnum í neyslu ferðamanna. Tölur um neyslu erlendra ferðamanna á Íslandi eru aðeins birtar fyrir heil ár og því erfitt að áætla neyslu þeirra í júlí og ágúst. Tölur yfir neyslu innlendra og erlendra ferðamanna eftir árum sýna hins vegar mikinn mun þar á. „Frá árinu 2009 hefur neysla innlendra ferðamanna ríflega tvöfaldast á meðan erlend neysla hefur fjórfaldast. Til að ná sömu neyslu í ferðaþjónustu og í fyrra án erlendra ferðamanna þyrfti neysla innlendra ferðamanna að fimmfaldast. Þá er rétt að halda því til haga að innlend neysla á ferðalögum inniheldur útgjöld Íslendinga sem fara um landið vegna vinnu, s.s. gistingu og mat, en þau eru ærin yfir árið.“ Ferðamennska á Íslandi Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Þó að íslenskir ferðamenn myndu „skila sér 100%“ í ferðalögum innanlands í ár mun ekki nást að brúa bilið sem varð til með brotthvarfi erlendra ferðamanna vegna kórónuveirufaraldursins. Þá þyrftu íslenskir ferðamenn að fimmfalda neyslu sína á ferðalögum um landið til að jafna það sem var í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ferðamálastofu. Hátt í 60 prósent Íslendinga sem ferðast um landið velja að gista á tjaldstæðum, um tvöfalt fleiri en velja hótel eða gistiheimili. Umtalsverður hópur Íslendinga gistir einnig óskráð, þ.e. í heima- og sumarhúsum. Þar sem Íslendingar á ferð innanlands hafa verið mun færri en erlendir ferðamenn skila ofangreind hlutföll sér í aðeins um 16% hlut Íslendinga í heildargistinóttum, óháð tegund gistingar, og kringum 10% gistinátta á hótelum og gistiheimilum „Nú er talsvert rætt um að Íslendingar sem farið hafi í ferðalög erlendis á sumrin muni ferðast innanlands í ár og þannig hlaupa undir bagga með ferðaþjónustunni,“ segir í samantekt Ferðamálastofu. Tvennt dragi úr áhrifamætti þessa; mismunurinn á fjöldanum sem um ræðir og ólíkur ferðamáti. Í meðfylgjandi töflu má sjá samanburð á fjölda erlendra ferðamanna í júlí og ágúst síðastliðin þrjú ár, fjölda Íslendinga á ferð erlendis á sama tíma og hlutfall þessara tveggja hópa. „Ljóst má vera að þótt Íslendingarnir skiluðu sér 100% í auknum ferðalögum innanlands í ár vantar enn mikið upp á að bæta fyrir missi erlendra ferðamanna. Og Íslendingur á ferð innanlands með gistinguna í eftirdragi og grillið og matinn í skottinu er ekki að fara leigja sér bílaleigubíl, kaupa gistingu á hóteli eða snæða á veitingastöðum svo miklu nemi.“ Þá er sama uppi á teningnum í neyslu ferðamanna. Tölur um neyslu erlendra ferðamanna á Íslandi eru aðeins birtar fyrir heil ár og því erfitt að áætla neyslu þeirra í júlí og ágúst. Tölur yfir neyslu innlendra og erlendra ferðamanna eftir árum sýna hins vegar mikinn mun þar á. „Frá árinu 2009 hefur neysla innlendra ferðamanna ríflega tvöfaldast á meðan erlend neysla hefur fjórfaldast. Til að ná sömu neyslu í ferðaþjónustu og í fyrra án erlendra ferðamanna þyrfti neysla innlendra ferðamanna að fimmfaldast. Þá er rétt að halda því til haga að innlend neysla á ferðalögum inniheldur útgjöld Íslendinga sem fara um landið vegna vinnu, s.s. gistingu og mat, en þau eru ærin yfir árið.“
Ferðamennska á Íslandi Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira