Telur drápið á íranska hershöfðingjanum brot á alþjóðalögum Kjartan Kjartansson skrifar 9. júlí 2020 22:47 Auglýsingaskilti með mynd af Qasem Soleimani í Bagdad. Hershöfðinginn var drepinn í drónaárás Bandaríkjanna í Írak í janúar. Vísir/EPA Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í aftökum utan dóms og laga telur að dráp Bandaríkjastjórnar á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, hafi verið brot á alþjóðalögum. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sakar hann á móti um að bera blak af hryðjuverkamönnum. Níu manns féllu í drónaárás Bandaríkjahers á bílalest Soleimani á flugvelli við Bagdad í Írak í janúar. Bandarísk stjórnvöld héldu í fyrstu fram að þau hefðu látið til skarar skríða gegn Soleimani vegna aðsteðjandi hættu á hryðjuverkum. Þau hafa hins vegar aldrei rökstutt frekar hver þau voru. Í nýrri skýrslu Agnesar Callamard, sérfræðings Sameinuðu þjóðanna í aftökum utan dóms og laga, til mannréttindaráðs þeirra segir að Bandaríkjastjórn hafi ekki lagt fram fullnægjandi sannanir fyrir því Soleimani hafi lagt á ráðin um yfirvofandi árás á Bandaríkjamenn, séstaklega í Írak, sem réttlætti tafarlausa árás á hann. „Soleimani hershöfðingi var yfir hernaðaráætlunum og aðgerðum Írans í Sýrlandi og Írak. Án raunverulegrar aðsteðjandi ógnar við líf voru aðgerðirnar sem Bandaríkin gripu til ólöglegar,“ segir Callamard í skýrslunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Telur hún Bandaríkjastjórn hafa brotið alþjóðleg mannréttindalög en einnig að hefndarárásir Írana hafi verið lögbrot. Talskona bandaríska utanríkisráðuneytisins sakaði Callamard um „vitsmunalegan óheiðarleika“ og fullyrti að Bandaríkin hefðu gripið til aðgerða í sjálfsvörn. Skýrslan grafi undan mannréttindum með því að bera blak af hryðjuverkamönnum. Hún sýni að Bandaríkjastjórn hafi gert rétt með því að segja skilið við mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fyrir tveimur árum. Stjórnvöld í Teheran gáfu út handtökuskipun á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta og embættismönnum sem þau telja hafa staðið að árásinni á Soleimani á dögunum. Kröfðust þau þess að alþjóðalögreglan Interpol aðstoðaði við að framfylgja skipuninni. Íran Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Gefa lítið fyrir handtökuskipunina Hvorki Interpol né Bandaríkjastjórn gefa mikið fyrir handtökutilskipun sem írönsk stjórnvöld gáfu út á hendur Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og 35 öðrum vegna dauða hershöfðingjans Qasem Soleimani í byrjun árs. 29. júní 2020 23:38 Íranir gefa út handtökuskipan á hendur Trump Stjórnvöld í Teheran gáfu út handtökuskipun á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta og óskuðu eftir að stoð alþjóðalögreglunnar Interpol til að handsama hann í dag. Auk Trump vilja Íranir handtaka þrjátíu aðra Bandaríkjamenn sem þeir telja hafa staðið að drónaárás sem felldi íranskan herforingja í Bagdad í janúar. 29. júní 2020 12:41 34 bandarískir hermenn hlutu heilaáverka eftir árás Írana Umrædd árás var gerð í hefndarskyni fyrir dráp Bandaríkjamanna á háttsetta íranska hershöfðingjanum Qasem Soleimani. 25. janúar 2020 10:01 Segjast hafa drepið Soleimani til að stöðva yfirvofandi árás Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir morðið á hátt settum Írana hafa verið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir árás. Trump forseti segir að hann hefði átt að drepa fyrir löngu. 3. janúar 2020 15:45 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í aftökum utan dóms og laga telur að dráp Bandaríkjastjórnar á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, hafi verið brot á alþjóðalögum. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sakar hann á móti um að bera blak af hryðjuverkamönnum. Níu manns féllu í drónaárás Bandaríkjahers á bílalest Soleimani á flugvelli við Bagdad í Írak í janúar. Bandarísk stjórnvöld héldu í fyrstu fram að þau hefðu látið til skarar skríða gegn Soleimani vegna aðsteðjandi hættu á hryðjuverkum. Þau hafa hins vegar aldrei rökstutt frekar hver þau voru. Í nýrri skýrslu Agnesar Callamard, sérfræðings Sameinuðu þjóðanna í aftökum utan dóms og laga, til mannréttindaráðs þeirra segir að Bandaríkjastjórn hafi ekki lagt fram fullnægjandi sannanir fyrir því Soleimani hafi lagt á ráðin um yfirvofandi árás á Bandaríkjamenn, séstaklega í Írak, sem réttlætti tafarlausa árás á hann. „Soleimani hershöfðingi var yfir hernaðaráætlunum og aðgerðum Írans í Sýrlandi og Írak. Án raunverulegrar aðsteðjandi ógnar við líf voru aðgerðirnar sem Bandaríkin gripu til ólöglegar,“ segir Callamard í skýrslunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Telur hún Bandaríkjastjórn hafa brotið alþjóðleg mannréttindalög en einnig að hefndarárásir Írana hafi verið lögbrot. Talskona bandaríska utanríkisráðuneytisins sakaði Callamard um „vitsmunalegan óheiðarleika“ og fullyrti að Bandaríkin hefðu gripið til aðgerða í sjálfsvörn. Skýrslan grafi undan mannréttindum með því að bera blak af hryðjuverkamönnum. Hún sýni að Bandaríkjastjórn hafi gert rétt með því að segja skilið við mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fyrir tveimur árum. Stjórnvöld í Teheran gáfu út handtökuskipun á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta og embættismönnum sem þau telja hafa staðið að árásinni á Soleimani á dögunum. Kröfðust þau þess að alþjóðalögreglan Interpol aðstoðaði við að framfylgja skipuninni.
Íran Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Gefa lítið fyrir handtökuskipunina Hvorki Interpol né Bandaríkjastjórn gefa mikið fyrir handtökutilskipun sem írönsk stjórnvöld gáfu út á hendur Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og 35 öðrum vegna dauða hershöfðingjans Qasem Soleimani í byrjun árs. 29. júní 2020 23:38 Íranir gefa út handtökuskipan á hendur Trump Stjórnvöld í Teheran gáfu út handtökuskipun á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta og óskuðu eftir að stoð alþjóðalögreglunnar Interpol til að handsama hann í dag. Auk Trump vilja Íranir handtaka þrjátíu aðra Bandaríkjamenn sem þeir telja hafa staðið að drónaárás sem felldi íranskan herforingja í Bagdad í janúar. 29. júní 2020 12:41 34 bandarískir hermenn hlutu heilaáverka eftir árás Írana Umrædd árás var gerð í hefndarskyni fyrir dráp Bandaríkjamanna á háttsetta íranska hershöfðingjanum Qasem Soleimani. 25. janúar 2020 10:01 Segjast hafa drepið Soleimani til að stöðva yfirvofandi árás Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir morðið á hátt settum Írana hafa verið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir árás. Trump forseti segir að hann hefði átt að drepa fyrir löngu. 3. janúar 2020 15:45 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Gefa lítið fyrir handtökuskipunina Hvorki Interpol né Bandaríkjastjórn gefa mikið fyrir handtökutilskipun sem írönsk stjórnvöld gáfu út á hendur Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og 35 öðrum vegna dauða hershöfðingjans Qasem Soleimani í byrjun árs. 29. júní 2020 23:38
Íranir gefa út handtökuskipan á hendur Trump Stjórnvöld í Teheran gáfu út handtökuskipun á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta og óskuðu eftir að stoð alþjóðalögreglunnar Interpol til að handsama hann í dag. Auk Trump vilja Íranir handtaka þrjátíu aðra Bandaríkjamenn sem þeir telja hafa staðið að drónaárás sem felldi íranskan herforingja í Bagdad í janúar. 29. júní 2020 12:41
34 bandarískir hermenn hlutu heilaáverka eftir árás Írana Umrædd árás var gerð í hefndarskyni fyrir dráp Bandaríkjamanna á háttsetta íranska hershöfðingjanum Qasem Soleimani. 25. janúar 2020 10:01
Segjast hafa drepið Soleimani til að stöðva yfirvofandi árás Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir morðið á hátt settum Írana hafa verið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir árás. Trump forseti segir að hann hefði átt að drepa fyrir löngu. 3. janúar 2020 15:45
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent