Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi frestað um ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júlí 2020 15:15 Ekkert unglingalandsmót verður í ár. Vísir/UMFÍ Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi hefur verið frestað um ár. Þetta kom fram á vef UMFÍ í dag. Ástæðan er einfaldlega sú að UMFÍ getur ekki tryggt öryggi allra sem koma að mótinu. „Fjöldi fólks hefur lagt mikið á sig og hlakkað til Unglingalandsmóts UMFÍ á Selfossi. En við verðum að sýna ábyrgð og tryggja heilsu og öryggi allra þátttakenda og gesta mótsins. Þess vegna höfum við ákveðið að fresta mótinu um ár,“ segir Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi og framkvæmdastjóri móta UMFÍ. Því hefur framkvæmdanefnd Unglingalandsmóts UMFÍ - í samráði við sóttvarnarlækni og Almannavarnir - ákveðið að fresta mótinu um ár. Á þessu ári hefði mótið átta fara fram á Selfossi um verslunarmannahelgina. Ómar Bragi segir mótshaldara harma þessa niðurstöðu. Ákvörðunin hafi verið vel ígrunduð og með almannahagsmuni í huga. Minnisblað yfirvalda um Unglingalandsmót UMFÍAlmannavarnir Ríkislögreglustjóra, sóttvarnarlæknir, umdæmislæknir sóttvarna á Suðurlandi og lögreglustjórinn á Suðurlandi hafa sent frá sér minnisblað vegna Unglingalandsmótsins segir að farið hafi verið yfir mögulegar útfærslur mótsins á Selfossi og með hvaða hætti hægt sé að uppfylla leiðbeiningar sóttvarnarlæknis um fjöldatakmarkanir á samkomum. Í minnisblaðinu segir orðrétt: „Á síðast liðnum vikum hafa verið haldin íþróttamót og samkomur sem voru fjölmennari en 500 manns og lagt upp með að uppfylla sóttvarnir með hólfaskiptingu. Í kjölfarið hefur komið upp að verulegur misbrestur var á, þrátt fyrir góðan hug og mikla skipulagningu. Ljóst er að ef komi upp hópsmit í kjölfar slíkra hátíða verður ómögulegt að rekja smitið. Þá væri öll vinna, góður árangur smitrakningar og heftun útbreiðslu veirunnar farin fyrir bý. Það er sameiginlegt mat almannavarna- og sóttvarnaryfirvalda að ekki sé ráðlegt að halda Unglingalandsmót UMFÍ þar sem ómögulegt sé að uppfylla allar gildandi kröfur um sóttvarnir vegna COVID-19.“ Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi hefur verið frestað um ár. Þetta kom fram á vef UMFÍ í dag. Ástæðan er einfaldlega sú að UMFÍ getur ekki tryggt öryggi allra sem koma að mótinu. „Fjöldi fólks hefur lagt mikið á sig og hlakkað til Unglingalandsmóts UMFÍ á Selfossi. En við verðum að sýna ábyrgð og tryggja heilsu og öryggi allra þátttakenda og gesta mótsins. Þess vegna höfum við ákveðið að fresta mótinu um ár,“ segir Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi og framkvæmdastjóri móta UMFÍ. Því hefur framkvæmdanefnd Unglingalandsmóts UMFÍ - í samráði við sóttvarnarlækni og Almannavarnir - ákveðið að fresta mótinu um ár. Á þessu ári hefði mótið átta fara fram á Selfossi um verslunarmannahelgina. Ómar Bragi segir mótshaldara harma þessa niðurstöðu. Ákvörðunin hafi verið vel ígrunduð og með almannahagsmuni í huga. Minnisblað yfirvalda um Unglingalandsmót UMFÍAlmannavarnir Ríkislögreglustjóra, sóttvarnarlæknir, umdæmislæknir sóttvarna á Suðurlandi og lögreglustjórinn á Suðurlandi hafa sent frá sér minnisblað vegna Unglingalandsmótsins segir að farið hafi verið yfir mögulegar útfærslur mótsins á Selfossi og með hvaða hætti hægt sé að uppfylla leiðbeiningar sóttvarnarlæknis um fjöldatakmarkanir á samkomum. Í minnisblaðinu segir orðrétt: „Á síðast liðnum vikum hafa verið haldin íþróttamót og samkomur sem voru fjölmennari en 500 manns og lagt upp með að uppfylla sóttvarnir með hólfaskiptingu. Í kjölfarið hefur komið upp að verulegur misbrestur var á, þrátt fyrir góðan hug og mikla skipulagningu. Ljóst er að ef komi upp hópsmit í kjölfar slíkra hátíða verður ómögulegt að rekja smitið. Þá væri öll vinna, góður árangur smitrakningar og heftun útbreiðslu veirunnar farin fyrir bý. Það er sameiginlegt mat almannavarna- og sóttvarnaryfirvalda að ekki sé ráðlegt að halda Unglingalandsmót UMFÍ þar sem ómögulegt sé að uppfylla allar gildandi kröfur um sóttvarnir vegna COVID-19.“
Minnisblað yfirvalda um Unglingalandsmót UMFÍAlmannavarnir Ríkislögreglustjóra, sóttvarnarlæknir, umdæmislæknir sóttvarna á Suðurlandi og lögreglustjórinn á Suðurlandi hafa sent frá sér minnisblað vegna Unglingalandsmótsins segir að farið hafi verið yfir mögulegar útfærslur mótsins á Selfossi og með hvaða hætti hægt sé að uppfylla leiðbeiningar sóttvarnarlæknis um fjöldatakmarkanir á samkomum. Í minnisblaðinu segir orðrétt: „Á síðast liðnum vikum hafa verið haldin íþróttamót og samkomur sem voru fjölmennari en 500 manns og lagt upp með að uppfylla sóttvarnir með hólfaskiptingu. Í kjölfarið hefur komið upp að verulegur misbrestur var á, þrátt fyrir góðan hug og mikla skipulagningu. Ljóst er að ef komi upp hópsmit í kjölfar slíkra hátíða verður ómögulegt að rekja smitið. Þá væri öll vinna, góður árangur smitrakningar og heftun útbreiðslu veirunnar farin fyrir bý. Það er sameiginlegt mat almannavarna- og sóttvarnaryfirvalda að ekki sé ráðlegt að halda Unglingalandsmót UMFÍ þar sem ómögulegt sé að uppfylla allar gildandi kröfur um sóttvarnir vegna COVID-19.“
Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira