Enn á gjörgæslu eftir brunann Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júlí 2020 15:41 Borgarbúar skildu eftir blóm, kerti og aðra muni eftir fyrir utan húsið til að minnast hinna látnu. vísir/einar Kennslanefnd Ríkislögreglustjóra telur sig hafa borið kennsl á einstaklingana þrjá sem létu lífið í brunanum á Bræðraborgarstíg í lok júní. Í skeyti frá lögreglu kemur fram að hin látnu hafi öll verið pólskir ríkisborgarar sem störfuðu hér á landi, en Efling hafði áður greint frá því að tvö þeirra hafi verið félagsmenn stéttarfélagsins. Ræðismaður Póllands hér á landi sagði í samtali við fréttastofu að pólska samfélagið á Íslandi væri í sárum vegna málsins. Gengið væri út frá því að hin látnu væru Pólverjar á þrítugs- og fertugsaldri. Í orðsendingu lögreglunnar segir jafnframt að einn sem slasaðist í brunanum sé á gjörgæslu en þjóðerni hans er ekki tilgreint. Lögreglan segist ekki ætla að gefa upp nöfn hinna látnu, að ósk aðstandenda, og að hún muni ekki tjá sig frekar um framvindu rannsóknarinnar að svo stöddu. Málið er rannsakað sem sakamál og er áætlað að hún muni taka um tvo til þrjá mánuði. Slökkviliðið telur sig hafa rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum. Hinn grunaði var handtekinn og sætir nú gæsluvarðhaldi. Vinir og aðstandendur tveggja þeirra sem létust í brunanum hófu hópfjármögnun svo að hægt væri að flytja þau til Póllands. Á upplýsingasíðu söfnunarinnar eru hin látnu sögð hafa heitið Szczepan og Justyna. Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Tengdar fréttir Hafði sent viðvörun á byggingarfulltrúa: „Við höfum enn áhyggjur af hinu húsinu“ Arkitekt sem býr beint á móti húsinu við Bræðraborgarstíg eitt, sem brann fyrir tíu dögum, hefur áhyggjur af húsi við Bræðraborgarstíg númer þrjú sem er skráð á sama eiganda. 5. júlí 2020 20:00 Hafa fengið fjölmargar ábendingar um lélegar brunavarnir Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur borist fjöldi ábendinga um húsnæði þar sem óttast er að brunavörnum og aðbúnaði sé ábótavant í framhaldi af brunanum á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir ærið tilefni til að endurskoða lög. 2. júlí 2020 20:00 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Kennslanefnd Ríkislögreglustjóra telur sig hafa borið kennsl á einstaklingana þrjá sem létu lífið í brunanum á Bræðraborgarstíg í lok júní. Í skeyti frá lögreglu kemur fram að hin látnu hafi öll verið pólskir ríkisborgarar sem störfuðu hér á landi, en Efling hafði áður greint frá því að tvö þeirra hafi verið félagsmenn stéttarfélagsins. Ræðismaður Póllands hér á landi sagði í samtali við fréttastofu að pólska samfélagið á Íslandi væri í sárum vegna málsins. Gengið væri út frá því að hin látnu væru Pólverjar á þrítugs- og fertugsaldri. Í orðsendingu lögreglunnar segir jafnframt að einn sem slasaðist í brunanum sé á gjörgæslu en þjóðerni hans er ekki tilgreint. Lögreglan segist ekki ætla að gefa upp nöfn hinna látnu, að ósk aðstandenda, og að hún muni ekki tjá sig frekar um framvindu rannsóknarinnar að svo stöddu. Málið er rannsakað sem sakamál og er áætlað að hún muni taka um tvo til þrjá mánuði. Slökkviliðið telur sig hafa rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum. Hinn grunaði var handtekinn og sætir nú gæsluvarðhaldi. Vinir og aðstandendur tveggja þeirra sem létust í brunanum hófu hópfjármögnun svo að hægt væri að flytja þau til Póllands. Á upplýsingasíðu söfnunarinnar eru hin látnu sögð hafa heitið Szczepan og Justyna.
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Tengdar fréttir Hafði sent viðvörun á byggingarfulltrúa: „Við höfum enn áhyggjur af hinu húsinu“ Arkitekt sem býr beint á móti húsinu við Bræðraborgarstíg eitt, sem brann fyrir tíu dögum, hefur áhyggjur af húsi við Bræðraborgarstíg númer þrjú sem er skráð á sama eiganda. 5. júlí 2020 20:00 Hafa fengið fjölmargar ábendingar um lélegar brunavarnir Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur borist fjöldi ábendinga um húsnæði þar sem óttast er að brunavörnum og aðbúnaði sé ábótavant í framhaldi af brunanum á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir ærið tilefni til að endurskoða lög. 2. júlí 2020 20:00 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Hafði sent viðvörun á byggingarfulltrúa: „Við höfum enn áhyggjur af hinu húsinu“ Arkitekt sem býr beint á móti húsinu við Bræðraborgarstíg eitt, sem brann fyrir tíu dögum, hefur áhyggjur af húsi við Bræðraborgarstíg númer þrjú sem er skráð á sama eiganda. 5. júlí 2020 20:00
Hafa fengið fjölmargar ábendingar um lélegar brunavarnir Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur borist fjöldi ábendinga um húsnæði þar sem óttast er að brunavörnum og aðbúnaði sé ábótavant í framhaldi af brunanum á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir ærið tilefni til að endurskoða lög. 2. júlí 2020 20:00