Fjórum apótekum gert að greiða 50 þúsund króna sekt Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júlí 2020 14:37 Samkvæmt reglum verða fyrirtæki að verðmerkja vöru með réttu söluverði þar sem hún er höfð til sýnis neytendum. Vísir/Egill Fjögur apótek á höfuðborgarsvæðinu voru sektuð í upphafi árs fyrir ófullnægjandi verðmerkingar. Úttekt Neytendastofu leiddi í ljós að verðmerkingar voru í ólestri í alls 44 apótekum af þeim 49 skoðuð voru, en fyrrnefndu apótekin fjögur voru þau einu sem réðust ekki í fullnægjandi úrbætur. Starfsmenn Neytendastofu litu fyrst við í apótekunum í desember í fyrra. Ætlunin var að ganga úr skugga um að verðmerkingar þeirra væru í lagi, en fyrirtækjum ber að verðmerkja vöru með réttu söluverði þar sem hún er höfð til sýnis neytendum. Skoðun starfsmanna Neytendastofu leiddi í ljós að ástand verðmerkinga var ábótavant í nær öllum apótekum sem skoðuð voru. Forsvarsmönnum þeirra var gert viðvart í byrjun febrúar og þeim tjáð að fyrirtækið mætti búast við sektum ef verðmerkingum væri ekki komið í rétt horf. Fjörutíu apótek af þeim 44 sem fengu viðvörun réðust í fullnægjandi úrbætur að mati Neytendastofu. Fjögur apótek; Rima Apótek, Farmasía, Íslandsapótek og Lyfja á Smáratorgi, gerðu það hins vegar ekki. Þeim var gefin fjórtán daga frestur í lok apríl til að gera hreint fyrir sínum dyrum - en engin svör bárust Neytendastofu. Stofnunin tók því ákvörðun um að leggja stjórnvaldssekt á apótekin. Hverju og einu þeirra var gert að greiða 50 þúsund krónur í ríkissjóð og hafa þau tæpa þrjá mánuði til að standa skil á greiðslunni. Neytendur Lyf Stjórnsýsla Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Fjögur apótek á höfuðborgarsvæðinu voru sektuð í upphafi árs fyrir ófullnægjandi verðmerkingar. Úttekt Neytendastofu leiddi í ljós að verðmerkingar voru í ólestri í alls 44 apótekum af þeim 49 skoðuð voru, en fyrrnefndu apótekin fjögur voru þau einu sem réðust ekki í fullnægjandi úrbætur. Starfsmenn Neytendastofu litu fyrst við í apótekunum í desember í fyrra. Ætlunin var að ganga úr skugga um að verðmerkingar þeirra væru í lagi, en fyrirtækjum ber að verðmerkja vöru með réttu söluverði þar sem hún er höfð til sýnis neytendum. Skoðun starfsmanna Neytendastofu leiddi í ljós að ástand verðmerkinga var ábótavant í nær öllum apótekum sem skoðuð voru. Forsvarsmönnum þeirra var gert viðvart í byrjun febrúar og þeim tjáð að fyrirtækið mætti búast við sektum ef verðmerkingum væri ekki komið í rétt horf. Fjörutíu apótek af þeim 44 sem fengu viðvörun réðust í fullnægjandi úrbætur að mati Neytendastofu. Fjögur apótek; Rima Apótek, Farmasía, Íslandsapótek og Lyfja á Smáratorgi, gerðu það hins vegar ekki. Þeim var gefin fjórtán daga frestur í lok apríl til að gera hreint fyrir sínum dyrum - en engin svör bárust Neytendastofu. Stofnunin tók því ákvörðun um að leggja stjórnvaldssekt á apótekin. Hverju og einu þeirra var gert að greiða 50 þúsund krónur í ríkissjóð og hafa þau tæpa þrjá mánuði til að standa skil á greiðslunni.
Neytendur Lyf Stjórnsýsla Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira