Umfjöllun og viðtöl: ÍA 2-2 HK | Fjögurra marka jafntefli á Skaganum Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 8. júlí 2020 22:19 Viktor var magnaður í síðustu umferð. vísir/hag ÍA og HK gerðu í kvöld 2-2 jafntefli í fimmtu umferð Pepsi Max deildar karla. Skagamenn komust yfir í tvígang en bæði skiptin náðu HK að klóra sig tilbaka, án þess þó að gera sig líklega til að taka þrjú stig. Heimamenn byrjuðu leikinn töluvert betur, gestirnir áttu erfitt með að tengja saman sendingar og virkuðu almennt óöruggir fyrsta hálftímann. Skagamenn voru mikið meira með boltann og náðu að skapa sér einhver færi en það vantaði samt sköpunargleðina þegar þeir nálguðust teiginn. Viktor Jónsson var mjög nálægt því að koma heimamönnum yfir í upphafi fyrri hálfleiks eftir laglega fyrirgjöf frá Steinari Þorsteinssyni. Óttar Bjarni Guðmundsson náði hinsvegar að koma Skaganum yfir eftir rúmlega hálftíma af leiknum en náði að skalla boltann inn eftir aukaspyrnu frá Tryggva Hrafn Haraldssyni. HK unnu sig hægt og rólega inn í leikinn eftir ansi slaka byrjun. Fyrsta færið þeirra kom eftir tæplega hálftíma þegar Atli Arnarsson átti skot framhjá markinu. En það var einmitt Atli Arnarsson sem skoraði fyrsta mark HK. Undir lok fyrri hálfleiks var Atli mættur á nærstöngina þar sem Valgeir Valgeirsson hafði sett boltann eftir að hafa leikið á Aron Kristófer Lárusson vinstri bakvörð ÍA. Það var lítið um færi í seinni hálfleik en mikið um hörku. Bæði lið ætluðu sér að ná í þrjú stig og skilaði sér í baráttu og dómaratuði þar á eftir. Dómarar leiksins voru með ágætis tök á leikinn en það voru nokkur atriði sem bæði lið urðu brjáluð eftir. Skagamenn trylltust til dæmis eftir frábæra tæklingu sem Guðmundur Þór Júlíusson átti á Tryggva Hrafn Haraldsson á 52. mínútu. Gestirnir vildu síðan oft meina að Valgeir Valgeirsson hafi átt að fá meira fyrir sinn snúð en hann fór oft illa með Aron Kristófer Lárusson vinstri bakvörð Skagamanna. ÍA komust aftur yfir á 66. mínútu. Nú var það Óttar Bjarni sem lagði upp fyrir Tryggva Hrafn. Óttar fékk fyrirgjöf eftir aukaspyrnu frá Stefáni Teit sem hann skallaði yfir á Tryggva sem kláraði snyrtilega framhjá Sigurð Hrannari í marki gestanna. Það lýsir seinni hálfleiknum ágætlega að bæði mörkin eru umdeild hvað varðar reglurnar. Gestirnir eru handvissir um það að Óttar Bjarni og fleiri Skagamenn hafi verið rangstæðir en þeir voru þrír aleinir fyrir framan markið. Við vitum öll að hlutirnir eru fljótir að breytast í fótbolta en Skagamenn fengu ágætis áminningu um það áðan. Gísli Laxdal Unnarsson komst einn í gegn eftir skemmtileg tilþrif en klúðraði færinu sínu með því að skjóta beint í Sigurð Hrannar. Gestirnir voru síðan fljótir upp í sókn og fengu víti innan við hálfri mínútu seinna. Atli Arnarsson skoraði úr vítinu og jafnaði en Skagamenn voru virkilega óánægðir með vítaspyrnudóminn. Marcus Johansson miðvörður Skagamanna á að hafa handleikið knöttinn, það verður spennandi að sjá í Pepsi Max tilþrifunum hvort það reynist vera satt. Hvorugt liðið gerði mikið tilkall til að ná í stigin þrjú undir lokin en bæði voru að spila þéttan varnarleik. Úrslitin voru sanngjörn enda eru þessi lið nokkuð svipuð. Af hverju varð jafntefli? Þessi lið eru bara í sama gæðaflokki. Leikurinn var jafn hvað varðar færi líka, ÍA byrjaði báða hálfleikana betur en átti erfitt með að halda dampi eftir að þeir skoruðu mörkin sín. Hverjir stóðu upp úr? Óttar Bjarni Guðmundsson er maður leiksins en hann bæði skoraði og lagði upp mark sem miðvörður. Skagavörnin var líka heilt yfir nokkuð þétt og Óttar var þarna í hjarta varnarinnar. Stefán Teitur Þórðarson skilaði flottri frammistöðu á miðjunni og síðan er ekki hægt að kvarta yfir marki og stoðsendingu frá Tryggva Hrafn Haraldssyni. Atli Arnarson skoraði bæði mörk HK í leiknum og átti flottan leik á miðjunni. Valgeir Valgeirsson var geggjaður á kantinum í þessum leik en eiginlega alltaf þegar fékk boltann í lappir urðu meiri líkur á að HK myndu skora. Aron Kristófer átti í gríðarlegu brasi með hann og þurfti oftar en ekki að brjóta á honum þó að það hafi ekki alltaf verið dæmt. Hvað gekk illa? Bæði lið áttu erfitt með að skapa sér færi úr opnum leik. Það vantaði dálítið einhvern til að opna þessar þéttu varnir í kvöld en Valgeir var eini á vellinum í kvöld sem var með einhvern X-factor. Hvað gerist næst? Skagamenn fara á Seltjarnarnesið á sunnudaginn að spila við Gróttu sem unnu einmitt í fyrsta skipti í efstu deild í kvöld. HK taka á móti Víking sem fá tvo af sínum þremur miðvörðum aftur úr banni í þeim leik. Jóhannes Karl þjálfari ÍA.vísir/Daníel Þór Jóhannes Karl: Áttum skilið meira úr leiknum „Þeir náðu jafntefli hérna í dag en mér fannst við eiga skilið meira út úr þessum leik. Við spiluðum ekki okkar besta leik og hefðum getað gert betur í fullt af atriðum, ” sagði Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA um leik sinna minna í kvöld. HK jöfnuðu leikinn úr vítaspyrnu á 78. mínútu. Skagamenn voru vægast sagt óánægðir með dóminn en aðstoðardómarinn vildi meina að Marcus Johansson miðvörður ÍA hafi handleikið knöttinn. „Það er óþolandi að vera að koma hérna í viðtal og tala um eitthvað víti sem átti aldrei að vera víti. Aðstoðardómarinn sem er eiginlega lengst í burtu frá atvikinu ákveður að dæma víti. Sem er að mínu mati aldrei víti. Það er markið sem HKingarnir jafna uppúr.” Skagamenn áttu ekki sinn besta leik í kvöld. Þeir skoruðu bæði mörkin sín eftir föst leikatriði og náðu að skapa lítið af færum úr opnum leik. „Við vorum ekki uppá okkar besta. Það var eins og það væri smá stress í okkur. Við vorum að komast í ágætar stöður en við vorum ekki að skapa nógu mikið af opnum marktækifærum. Við náðum samt sem áður að skora tvö mörk og það er pínu pirrandi að það dugi ekki til sigurs.” Gestirnir voru ekki heldur of sáttir með dómgæsluna í kvöld. Þeir vilja meina að Óttar Bjarni Guðmundsson hafi verið rangstæður þegar hann lagði upp seinna mark ÍA. „Nei en það var að mínu mati ekki rangstaða. Ég stend náttúrulega langt frá þessu þannig að ég var ekki í bestu stöðunni til að meta það. Ég gat ekki séð það neitt.” Brynjar Björn Gunnarsson er þjálfari HK.mynd/s2s Brynjar Björn: Einn, tveir eða jafnvel þrír kolrangstæðir inni í teignum „Nei, mér fannst við vera betra liðið í dag. Við fáum á okkur tvö mörk uppúr föstum leikatriðum. Seinna markið að mér heyrist voru þeir, einn, tveir eða jafnvel þrír kolrangstæðir inni í teignum. Í fyrsta lagi Óttar Bjarni sem skallaði boltann áfram og síðan einn eða tveir þar á eftir. Mér fannst við spila vel, það voru fá færi á báða boga en mér fannst við spila vel. Við komum vel tvisvar tilbaka. Það var bara mikil bæting frá síðasta leik, ” sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK aðspurður hvort úrslitin hafi verið sanngjörn hérna í kvöld. „Jú, ég er ósáttur við dekkninguna og við vorum líka oft að brjóta af okkur á hættulegum stöðum. Við erum ekki vanir því að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum þannig að ég hef engar áhyggjur af því. Við höldum áfram að vinna í því og leysum það fyrir næsta leik.” „Við spiluðum vörnina ágætlega en þegar við fengum tækifæri til að gera eitthvað við boltann vorum við aðeins taugaóstyrkir og það vantaði kannski aðeins upp á sjálfstraustið. Það kom síðan með tímanum. Við sýndum í 50-60 mínútur að við getum vel spilað fótbolta. Við gerðum það mjög vel í dag fannst mér. ” Pepsi Max-deild karla ÍA HK
ÍA og HK gerðu í kvöld 2-2 jafntefli í fimmtu umferð Pepsi Max deildar karla. Skagamenn komust yfir í tvígang en bæði skiptin náðu HK að klóra sig tilbaka, án þess þó að gera sig líklega til að taka þrjú stig. Heimamenn byrjuðu leikinn töluvert betur, gestirnir áttu erfitt með að tengja saman sendingar og virkuðu almennt óöruggir fyrsta hálftímann. Skagamenn voru mikið meira með boltann og náðu að skapa sér einhver færi en það vantaði samt sköpunargleðina þegar þeir nálguðust teiginn. Viktor Jónsson var mjög nálægt því að koma heimamönnum yfir í upphafi fyrri hálfleiks eftir laglega fyrirgjöf frá Steinari Þorsteinssyni. Óttar Bjarni Guðmundsson náði hinsvegar að koma Skaganum yfir eftir rúmlega hálftíma af leiknum en náði að skalla boltann inn eftir aukaspyrnu frá Tryggva Hrafn Haraldssyni. HK unnu sig hægt og rólega inn í leikinn eftir ansi slaka byrjun. Fyrsta færið þeirra kom eftir tæplega hálftíma þegar Atli Arnarsson átti skot framhjá markinu. En það var einmitt Atli Arnarsson sem skoraði fyrsta mark HK. Undir lok fyrri hálfleiks var Atli mættur á nærstöngina þar sem Valgeir Valgeirsson hafði sett boltann eftir að hafa leikið á Aron Kristófer Lárusson vinstri bakvörð ÍA. Það var lítið um færi í seinni hálfleik en mikið um hörku. Bæði lið ætluðu sér að ná í þrjú stig og skilaði sér í baráttu og dómaratuði þar á eftir. Dómarar leiksins voru með ágætis tök á leikinn en það voru nokkur atriði sem bæði lið urðu brjáluð eftir. Skagamenn trylltust til dæmis eftir frábæra tæklingu sem Guðmundur Þór Júlíusson átti á Tryggva Hrafn Haraldsson á 52. mínútu. Gestirnir vildu síðan oft meina að Valgeir Valgeirsson hafi átt að fá meira fyrir sinn snúð en hann fór oft illa með Aron Kristófer Lárusson vinstri bakvörð Skagamanna. ÍA komust aftur yfir á 66. mínútu. Nú var það Óttar Bjarni sem lagði upp fyrir Tryggva Hrafn. Óttar fékk fyrirgjöf eftir aukaspyrnu frá Stefáni Teit sem hann skallaði yfir á Tryggva sem kláraði snyrtilega framhjá Sigurð Hrannari í marki gestanna. Það lýsir seinni hálfleiknum ágætlega að bæði mörkin eru umdeild hvað varðar reglurnar. Gestirnir eru handvissir um það að Óttar Bjarni og fleiri Skagamenn hafi verið rangstæðir en þeir voru þrír aleinir fyrir framan markið. Við vitum öll að hlutirnir eru fljótir að breytast í fótbolta en Skagamenn fengu ágætis áminningu um það áðan. Gísli Laxdal Unnarsson komst einn í gegn eftir skemmtileg tilþrif en klúðraði færinu sínu með því að skjóta beint í Sigurð Hrannar. Gestirnir voru síðan fljótir upp í sókn og fengu víti innan við hálfri mínútu seinna. Atli Arnarsson skoraði úr vítinu og jafnaði en Skagamenn voru virkilega óánægðir með vítaspyrnudóminn. Marcus Johansson miðvörður Skagamanna á að hafa handleikið knöttinn, það verður spennandi að sjá í Pepsi Max tilþrifunum hvort það reynist vera satt. Hvorugt liðið gerði mikið tilkall til að ná í stigin þrjú undir lokin en bæði voru að spila þéttan varnarleik. Úrslitin voru sanngjörn enda eru þessi lið nokkuð svipuð. Af hverju varð jafntefli? Þessi lið eru bara í sama gæðaflokki. Leikurinn var jafn hvað varðar færi líka, ÍA byrjaði báða hálfleikana betur en átti erfitt með að halda dampi eftir að þeir skoruðu mörkin sín. Hverjir stóðu upp úr? Óttar Bjarni Guðmundsson er maður leiksins en hann bæði skoraði og lagði upp mark sem miðvörður. Skagavörnin var líka heilt yfir nokkuð þétt og Óttar var þarna í hjarta varnarinnar. Stefán Teitur Þórðarson skilaði flottri frammistöðu á miðjunni og síðan er ekki hægt að kvarta yfir marki og stoðsendingu frá Tryggva Hrafn Haraldssyni. Atli Arnarson skoraði bæði mörk HK í leiknum og átti flottan leik á miðjunni. Valgeir Valgeirsson var geggjaður á kantinum í þessum leik en eiginlega alltaf þegar fékk boltann í lappir urðu meiri líkur á að HK myndu skora. Aron Kristófer átti í gríðarlegu brasi með hann og þurfti oftar en ekki að brjóta á honum þó að það hafi ekki alltaf verið dæmt. Hvað gekk illa? Bæði lið áttu erfitt með að skapa sér færi úr opnum leik. Það vantaði dálítið einhvern til að opna þessar þéttu varnir í kvöld en Valgeir var eini á vellinum í kvöld sem var með einhvern X-factor. Hvað gerist næst? Skagamenn fara á Seltjarnarnesið á sunnudaginn að spila við Gróttu sem unnu einmitt í fyrsta skipti í efstu deild í kvöld. HK taka á móti Víking sem fá tvo af sínum þremur miðvörðum aftur úr banni í þeim leik. Jóhannes Karl þjálfari ÍA.vísir/Daníel Þór Jóhannes Karl: Áttum skilið meira úr leiknum „Þeir náðu jafntefli hérna í dag en mér fannst við eiga skilið meira út úr þessum leik. Við spiluðum ekki okkar besta leik og hefðum getað gert betur í fullt af atriðum, ” sagði Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA um leik sinna minna í kvöld. HK jöfnuðu leikinn úr vítaspyrnu á 78. mínútu. Skagamenn voru vægast sagt óánægðir með dóminn en aðstoðardómarinn vildi meina að Marcus Johansson miðvörður ÍA hafi handleikið knöttinn. „Það er óþolandi að vera að koma hérna í viðtal og tala um eitthvað víti sem átti aldrei að vera víti. Aðstoðardómarinn sem er eiginlega lengst í burtu frá atvikinu ákveður að dæma víti. Sem er að mínu mati aldrei víti. Það er markið sem HKingarnir jafna uppúr.” Skagamenn áttu ekki sinn besta leik í kvöld. Þeir skoruðu bæði mörkin sín eftir föst leikatriði og náðu að skapa lítið af færum úr opnum leik. „Við vorum ekki uppá okkar besta. Það var eins og það væri smá stress í okkur. Við vorum að komast í ágætar stöður en við vorum ekki að skapa nógu mikið af opnum marktækifærum. Við náðum samt sem áður að skora tvö mörk og það er pínu pirrandi að það dugi ekki til sigurs.” Gestirnir voru ekki heldur of sáttir með dómgæsluna í kvöld. Þeir vilja meina að Óttar Bjarni Guðmundsson hafi verið rangstæður þegar hann lagði upp seinna mark ÍA. „Nei en það var að mínu mati ekki rangstaða. Ég stend náttúrulega langt frá þessu þannig að ég var ekki í bestu stöðunni til að meta það. Ég gat ekki séð það neitt.” Brynjar Björn Gunnarsson er þjálfari HK.mynd/s2s Brynjar Björn: Einn, tveir eða jafnvel þrír kolrangstæðir inni í teignum „Nei, mér fannst við vera betra liðið í dag. Við fáum á okkur tvö mörk uppúr föstum leikatriðum. Seinna markið að mér heyrist voru þeir, einn, tveir eða jafnvel þrír kolrangstæðir inni í teignum. Í fyrsta lagi Óttar Bjarni sem skallaði boltann áfram og síðan einn eða tveir þar á eftir. Mér fannst við spila vel, það voru fá færi á báða boga en mér fannst við spila vel. Við komum vel tvisvar tilbaka. Það var bara mikil bæting frá síðasta leik, ” sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK aðspurður hvort úrslitin hafi verið sanngjörn hérna í kvöld. „Jú, ég er ósáttur við dekkninguna og við vorum líka oft að brjóta af okkur á hættulegum stöðum. Við erum ekki vanir því að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum þannig að ég hef engar áhyggjur af því. Við höldum áfram að vinna í því og leysum það fyrir næsta leik.” „Við spiluðum vörnina ágætlega en þegar við fengum tækifæri til að gera eitthvað við boltann vorum við aðeins taugaóstyrkir og það vantaði kannski aðeins upp á sjálfstraustið. Það kom síðan með tímanum. Við sýndum í 50-60 mínútur að við getum vel spilað fótbolta. Við gerðum það mjög vel í dag fannst mér. ”
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti