Fimm árum of lengi í fangelsi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júlí 2020 08:06 Fáni Samóaeyja. Fangelsismál þar hafa verið harðlega gagnrýnd. Vísir/Getty Sio Agafili, samóskur 45 ára karlmaður, var tæpum fimm árum lengur í fangelsi en hann átti að vera. Hvorki hann né fangelsismálayfirvöld virðast hafa áttað sig á því að hann átti að afplána tvo fimm ára dóma sem hann hafði hlotið samtímis. Guardian fjallar um málið. Þar segir að Agafili hafi verið dæmdur í fimm ára fangelsi í desember 2008, en hann hlaut tvo jafnlanga dóma fyrir innbrot annars vegar, og þjófnað hins vegar. Á Samóaeyjum er það venjan að fangelsisdómar séu afplánaðir samtímis, nema annað sé tekið fram. Agafili átti því að losna úr fangelsi í desember árið 2015. Í viðtali við Samoa Observer segir Agafili að honum hafi aldrei verið greint frá raunverulegri lengd þess tíma sem hann átti að afplána. „Enginn sagði mér hvenær fangelsisvistinni átti að ljúka. Ég týndi tölunni á dögunum. Ég man ekki mikið um hvenær ég átti að losna, ég veit bara að ég þurfti að ljúka afplánun minni. Enginn hafði komist á snoðir um þessa yfirsjón fyrr en í síðustu viku, þegar hæstaréttardómari áttaði sig á málinu. Þá átti Agafili að koma fyrir dómara vegna ákæru fyrir líkamsárás í uppþotum og fjöldaflótta úr Tanumalala-fangelsinu, þar sem Agafili var haldið. Fyrir dómi viðurkenndi lögregla að Agafili hefði verið haldið í fangelsinu án dóms og laga. Muriel Lui, lögmaður Agafili, segir að nú vinni hann að því að fara yfir næstu skref með skjólstæðingi sínum. Líklegt væri að hann myndi reyna að sækja einhverjar bætur vegna málsins og að í hans huga væri nokkuð skýrt að um brot á stjórnarskrárvörðum réttindum hans væri að ræða. Þá sagðist Lui hafa áhyggjur af því að fleiri fangar á Samóaeyjum væru í sömu stöðu, en fangelsiskerfi þar hefur verið harðlega gagnrýnt megna mannréttindabrota, spillingar og brotalama í stjórnsýslu þess. Í mars á þessu ári var ríkisstofnun sem fór með fangelsismál leyst upp, og lögreglan í landinu tók við stjórn fangelsanna. Samóa Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Sio Agafili, samóskur 45 ára karlmaður, var tæpum fimm árum lengur í fangelsi en hann átti að vera. Hvorki hann né fangelsismálayfirvöld virðast hafa áttað sig á því að hann átti að afplána tvo fimm ára dóma sem hann hafði hlotið samtímis. Guardian fjallar um málið. Þar segir að Agafili hafi verið dæmdur í fimm ára fangelsi í desember 2008, en hann hlaut tvo jafnlanga dóma fyrir innbrot annars vegar, og þjófnað hins vegar. Á Samóaeyjum er það venjan að fangelsisdómar séu afplánaðir samtímis, nema annað sé tekið fram. Agafili átti því að losna úr fangelsi í desember árið 2015. Í viðtali við Samoa Observer segir Agafili að honum hafi aldrei verið greint frá raunverulegri lengd þess tíma sem hann átti að afplána. „Enginn sagði mér hvenær fangelsisvistinni átti að ljúka. Ég týndi tölunni á dögunum. Ég man ekki mikið um hvenær ég átti að losna, ég veit bara að ég þurfti að ljúka afplánun minni. Enginn hafði komist á snoðir um þessa yfirsjón fyrr en í síðustu viku, þegar hæstaréttardómari áttaði sig á málinu. Þá átti Agafili að koma fyrir dómara vegna ákæru fyrir líkamsárás í uppþotum og fjöldaflótta úr Tanumalala-fangelsinu, þar sem Agafili var haldið. Fyrir dómi viðurkenndi lögregla að Agafili hefði verið haldið í fangelsinu án dóms og laga. Muriel Lui, lögmaður Agafili, segir að nú vinni hann að því að fara yfir næstu skref með skjólstæðingi sínum. Líklegt væri að hann myndi reyna að sækja einhverjar bætur vegna málsins og að í hans huga væri nokkuð skýrt að um brot á stjórnarskrárvörðum réttindum hans væri að ræða. Þá sagðist Lui hafa áhyggjur af því að fleiri fangar á Samóaeyjum væru í sömu stöðu, en fangelsiskerfi þar hefur verið harðlega gagnrýnt megna mannréttindabrota, spillingar og brotalama í stjórnsýslu þess. Í mars á þessu ári var ríkisstofnun sem fór með fangelsismál leyst upp, og lögreglan í landinu tók við stjórn fangelsanna.
Samóa Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira