Fimm árum of lengi í fangelsi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júlí 2020 08:06 Fáni Samóaeyja. Fangelsismál þar hafa verið harðlega gagnrýnd. Vísir/Getty Sio Agafili, samóskur 45 ára karlmaður, var tæpum fimm árum lengur í fangelsi en hann átti að vera. Hvorki hann né fangelsismálayfirvöld virðast hafa áttað sig á því að hann átti að afplána tvo fimm ára dóma sem hann hafði hlotið samtímis. Guardian fjallar um málið. Þar segir að Agafili hafi verið dæmdur í fimm ára fangelsi í desember 2008, en hann hlaut tvo jafnlanga dóma fyrir innbrot annars vegar, og þjófnað hins vegar. Á Samóaeyjum er það venjan að fangelsisdómar séu afplánaðir samtímis, nema annað sé tekið fram. Agafili átti því að losna úr fangelsi í desember árið 2015. Í viðtali við Samoa Observer segir Agafili að honum hafi aldrei verið greint frá raunverulegri lengd þess tíma sem hann átti að afplána. „Enginn sagði mér hvenær fangelsisvistinni átti að ljúka. Ég týndi tölunni á dögunum. Ég man ekki mikið um hvenær ég átti að losna, ég veit bara að ég þurfti að ljúka afplánun minni. Enginn hafði komist á snoðir um þessa yfirsjón fyrr en í síðustu viku, þegar hæstaréttardómari áttaði sig á málinu. Þá átti Agafili að koma fyrir dómara vegna ákæru fyrir líkamsárás í uppþotum og fjöldaflótta úr Tanumalala-fangelsinu, þar sem Agafili var haldið. Fyrir dómi viðurkenndi lögregla að Agafili hefði verið haldið í fangelsinu án dóms og laga. Muriel Lui, lögmaður Agafili, segir að nú vinni hann að því að fara yfir næstu skref með skjólstæðingi sínum. Líklegt væri að hann myndi reyna að sækja einhverjar bætur vegna málsins og að í hans huga væri nokkuð skýrt að um brot á stjórnarskrárvörðum réttindum hans væri að ræða. Þá sagðist Lui hafa áhyggjur af því að fleiri fangar á Samóaeyjum væru í sömu stöðu, en fangelsiskerfi þar hefur verið harðlega gagnrýnt megna mannréttindabrota, spillingar og brotalama í stjórnsýslu þess. Í mars á þessu ári var ríkisstofnun sem fór með fangelsismál leyst upp, og lögreglan í landinu tók við stjórn fangelsanna. Samóa Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Sio Agafili, samóskur 45 ára karlmaður, var tæpum fimm árum lengur í fangelsi en hann átti að vera. Hvorki hann né fangelsismálayfirvöld virðast hafa áttað sig á því að hann átti að afplána tvo fimm ára dóma sem hann hafði hlotið samtímis. Guardian fjallar um málið. Þar segir að Agafili hafi verið dæmdur í fimm ára fangelsi í desember 2008, en hann hlaut tvo jafnlanga dóma fyrir innbrot annars vegar, og þjófnað hins vegar. Á Samóaeyjum er það venjan að fangelsisdómar séu afplánaðir samtímis, nema annað sé tekið fram. Agafili átti því að losna úr fangelsi í desember árið 2015. Í viðtali við Samoa Observer segir Agafili að honum hafi aldrei verið greint frá raunverulegri lengd þess tíma sem hann átti að afplána. „Enginn sagði mér hvenær fangelsisvistinni átti að ljúka. Ég týndi tölunni á dögunum. Ég man ekki mikið um hvenær ég átti að losna, ég veit bara að ég þurfti að ljúka afplánun minni. Enginn hafði komist á snoðir um þessa yfirsjón fyrr en í síðustu viku, þegar hæstaréttardómari áttaði sig á málinu. Þá átti Agafili að koma fyrir dómara vegna ákæru fyrir líkamsárás í uppþotum og fjöldaflótta úr Tanumalala-fangelsinu, þar sem Agafili var haldið. Fyrir dómi viðurkenndi lögregla að Agafili hefði verið haldið í fangelsinu án dóms og laga. Muriel Lui, lögmaður Agafili, segir að nú vinni hann að því að fara yfir næstu skref með skjólstæðingi sínum. Líklegt væri að hann myndi reyna að sækja einhverjar bætur vegna málsins og að í hans huga væri nokkuð skýrt að um brot á stjórnarskrárvörðum réttindum hans væri að ræða. Þá sagðist Lui hafa áhyggjur af því að fleiri fangar á Samóaeyjum væru í sömu stöðu, en fangelsiskerfi þar hefur verið harðlega gagnrýnt megna mannréttindabrota, spillingar og brotalama í stjórnsýslu þess. Í mars á þessu ári var ríkisstofnun sem fór með fangelsismál leyst upp, og lögreglan í landinu tók við stjórn fangelsanna.
Samóa Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira