Dagskráin í dag: Víkingur fær Val í heimsókn, Óli Kristjáns mætir á gamla heimavöllinn, Barcelona og Pepsi Max tilþrifin Ísak Hallmundarson skrifar 8. júlí 2020 06:00 Arnar Gunnlaugsson og lærisveinar í Víkingi mæta Valsmönnum í dag en bein útsending hefst kl. 17:45. vísir/bára Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Tvær beinar útsendingar úr Pepsi Max deildinni, spænski boltinn, enska b-deildin og loks Pepsi Max tilþrifin. Við hefjum leik kl. 15:55 á Stöð 2 Sport 2 en þá verður sýnt frá leik West Bromwich Albion og Derby County í næstefstu deild á Englandi í beinni útsendingu. West Brom eru að berjast um að komast beint upp í ensku úrvalsdeildina en Derby sem hafa verið í hörkuformi undanfarið eru að berjast um að ná umspilssæti. Klukkan 17:45 hefst bein útsending frá leik Víkings R. og Vals í Pepsi Max deild karla. Víkingar verða án nokkurra mikilvægra leikmanna í vörninni, þeirra Sölva Geirs Ottesen, Kára Árnasonar og Halldórs Smára Sigurðssonar. Valur þarf að rétta úr kútnum eftir 1-4 skell á heimavelli gegn ÍA í síðustu umferð. Nágrannaslagur Barcelona og Espanyol verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 kl. 19:50. Messi og félagar þurfa að halda pressu á Real Madrid en þeir eru fjórum stigum á eftir þeim þegar fjórar umferðir eru eftir. Klukkan 20:00 hefst síðan bein útsending frá lokaleik kvöldsins í Pepsi Max deildinni, þar sem taplausir Blikar mæta FH-ingum. Ólafur Kristjánsson sem skilaði eina Íslandsmeistaratitli Breiðabliks í hús er þjálfari FH og mun því mæta á sinn gamla heimavöll. Það má búast við hörkuleik tveggja liða sem ætla sér að vera í toppbaráttunni í sumar, en leikurinn er ekki síst mikilvægur fyrir FH sem tapaði síðasta leik í deildinni 4-1 gegn Víkingi. Strax eftir leik Blika og FH verða Pepsi Max tilþrifin í beinni útsendingu þar sem Kjartan Atli Kjartansson fer yfir leiki dagsins ásamt sérfræðingi. Öll mörkin og atvikin úr leikjunum auk þess sem rætt er við þjálfara og leikmenn. Alla dagskránna má nálgast hér. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Sjá meira
Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Tvær beinar útsendingar úr Pepsi Max deildinni, spænski boltinn, enska b-deildin og loks Pepsi Max tilþrifin. Við hefjum leik kl. 15:55 á Stöð 2 Sport 2 en þá verður sýnt frá leik West Bromwich Albion og Derby County í næstefstu deild á Englandi í beinni útsendingu. West Brom eru að berjast um að komast beint upp í ensku úrvalsdeildina en Derby sem hafa verið í hörkuformi undanfarið eru að berjast um að ná umspilssæti. Klukkan 17:45 hefst bein útsending frá leik Víkings R. og Vals í Pepsi Max deild karla. Víkingar verða án nokkurra mikilvægra leikmanna í vörninni, þeirra Sölva Geirs Ottesen, Kára Árnasonar og Halldórs Smára Sigurðssonar. Valur þarf að rétta úr kútnum eftir 1-4 skell á heimavelli gegn ÍA í síðustu umferð. Nágrannaslagur Barcelona og Espanyol verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 kl. 19:50. Messi og félagar þurfa að halda pressu á Real Madrid en þeir eru fjórum stigum á eftir þeim þegar fjórar umferðir eru eftir. Klukkan 20:00 hefst síðan bein útsending frá lokaleik kvöldsins í Pepsi Max deildinni, þar sem taplausir Blikar mæta FH-ingum. Ólafur Kristjánsson sem skilaði eina Íslandsmeistaratitli Breiðabliks í hús er þjálfari FH og mun því mæta á sinn gamla heimavöll. Það má búast við hörkuleik tveggja liða sem ætla sér að vera í toppbaráttunni í sumar, en leikurinn er ekki síst mikilvægur fyrir FH sem tapaði síðasta leik í deildinni 4-1 gegn Víkingi. Strax eftir leik Blika og FH verða Pepsi Max tilþrifin í beinni útsendingu þar sem Kjartan Atli Kjartansson fer yfir leiki dagsins ásamt sérfræðingi. Öll mörkin og atvikin úr leikjunum auk þess sem rætt er við þjálfara og leikmenn. Alla dagskránna má nálgast hér.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Sjá meira