Enginn skriflegur samningur heldur handsalað samkomulag Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júlí 2020 15:12 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Íslensk erfðagreining (ÍE) tilkynnti í gær að fyrirtækið myndi hætta allri aðkomu að skimunum eftir mánudaginn 13. júlí. Nú er því komin upp nokkur óvissa um framhaldið, enda annar veirufræðideild Landspítala aðeins um 500 sýnum á dag. Þó stendur til að halda óbreyttri skimun út júlí með ýmsum leiðum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis að það hefði verið óvænt að ÍE hætti aðkomu að skimunum svo snemma. Yfirvöld hafi búist við því að ÍE myndi halda áfram að skima út júlí. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Inntur eftir því hvort skriflegur samningur hafi verið gerður milli ÍE og stjórnvalda um skimun sagði Þórólfur að svo hefði ekki verið. Þetta hafi allt verið „handsalað“. Þá var Páll Þórhallsson verkefnastjóri hjá forsætisráðuneytinu, sem verið hefur í forsvari fyrir landamæraskimun síðustu vikna, inntur eftir því af hverju ekki hafi verið gerður skriflegur samningur um aðkomu ÍE að skimununum. Hann sagði að ákveðið hefði verið í maí að stefna að opnun landamæra og það hafi meðal annars hugmynd frá Kára Stefánssyni forstjóra ÍE að halda úti skimun á landamærum. Sóttvarnalæknir tók undir það. Kári hefði auk þess lagt áherslu á að stjórnvöld ættu að standa undir verkefninu en ljóst hefði verið að stjórnvöld væru ekki tilbúin til þess alveg strax. Til hafi staðið að bæta úr því. Páll Þórhallsson, verkefnisstjóri hjá forsætisráðuneytinu.Vísir/vilhelm Þá hefði það auðvitað verið óvenjulegt að ekki hefði verið gerður skriflegur samningur. Það megi hins vegar velta fyrir sér um hvað sá samningur hefði átt að vera. Í raun og veru gekk samkomulagið út á að allir hjálpuðust að. Páll var einnig inntur eftir því hvort það væri ásættanleg nálgun fyrir svo stórt verkefni að skrifa ekki undir samning. Hann sagði að það mætti spyrja sig að því en ekki hefði verið í boði að gera skriflegan samning. Á þessum tímapunkti hafi verið mikill þrýstingur á stjórnvöld að stíga skref í átt að opnun landamæra og ÍE hafi boðið fram aðstoð sína. Þá bætti Þórólfur við að í upphafi, þegar ÍE kom að skimunum allra fyrst, hafi fyrirtækið gert svokallaðan „skriflegan vinnslusamning“ við veirufræðideild Landspítala. Þannig hafi ÍE verið að vinna með sóttvarnalækni samkvæmt sóttvarnalögum. Það hefði staðist og gengið vel. Engin ástæða hefði þótt til að útbúa annan samning að þessu samstarfi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Sjö smit greindust við skimun á landamærum Einn greindist með virkt smit, fjórir með mótefni og er beðið eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu í tilviki tveggja. 7. júlí 2020 11:02 Björn Ingi segir Kára kominn í fýlu og einhver verði að kyngja ælunni Björn Ingi Hrafnsson Viljanum er kominn í startholurnar fyrir upplýsingafundinn á morgun. 6. júlí 2020 21:55 Segir möguleika á að kórónuveiran berist með lofti Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir að kórónuveiran geti mögulega borist með lofti, en þegar faraldurinn barst hingað til lands voru dæmi um að fólk smitaðist eftir að hafa verið á kóræfingu. 6. júlí 2020 14:19 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Íslensk erfðagreining (ÍE) tilkynnti í gær að fyrirtækið myndi hætta allri aðkomu að skimunum eftir mánudaginn 13. júlí. Nú er því komin upp nokkur óvissa um framhaldið, enda annar veirufræðideild Landspítala aðeins um 500 sýnum á dag. Þó stendur til að halda óbreyttri skimun út júlí með ýmsum leiðum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis að það hefði verið óvænt að ÍE hætti aðkomu að skimunum svo snemma. Yfirvöld hafi búist við því að ÍE myndi halda áfram að skima út júlí. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Inntur eftir því hvort skriflegur samningur hafi verið gerður milli ÍE og stjórnvalda um skimun sagði Þórólfur að svo hefði ekki verið. Þetta hafi allt verið „handsalað“. Þá var Páll Þórhallsson verkefnastjóri hjá forsætisráðuneytinu, sem verið hefur í forsvari fyrir landamæraskimun síðustu vikna, inntur eftir því af hverju ekki hafi verið gerður skriflegur samningur um aðkomu ÍE að skimununum. Hann sagði að ákveðið hefði verið í maí að stefna að opnun landamæra og það hafi meðal annars hugmynd frá Kára Stefánssyni forstjóra ÍE að halda úti skimun á landamærum. Sóttvarnalæknir tók undir það. Kári hefði auk þess lagt áherslu á að stjórnvöld ættu að standa undir verkefninu en ljóst hefði verið að stjórnvöld væru ekki tilbúin til þess alveg strax. Til hafi staðið að bæta úr því. Páll Þórhallsson, verkefnisstjóri hjá forsætisráðuneytinu.Vísir/vilhelm Þá hefði það auðvitað verið óvenjulegt að ekki hefði verið gerður skriflegur samningur. Það megi hins vegar velta fyrir sér um hvað sá samningur hefði átt að vera. Í raun og veru gekk samkomulagið út á að allir hjálpuðust að. Páll var einnig inntur eftir því hvort það væri ásættanleg nálgun fyrir svo stórt verkefni að skrifa ekki undir samning. Hann sagði að það mætti spyrja sig að því en ekki hefði verið í boði að gera skriflegan samning. Á þessum tímapunkti hafi verið mikill þrýstingur á stjórnvöld að stíga skref í átt að opnun landamæra og ÍE hafi boðið fram aðstoð sína. Þá bætti Þórólfur við að í upphafi, þegar ÍE kom að skimunum allra fyrst, hafi fyrirtækið gert svokallaðan „skriflegan vinnslusamning“ við veirufræðideild Landspítala. Þannig hafi ÍE verið að vinna með sóttvarnalækni samkvæmt sóttvarnalögum. Það hefði staðist og gengið vel. Engin ástæða hefði þótt til að útbúa annan samning að þessu samstarfi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Sjö smit greindust við skimun á landamærum Einn greindist með virkt smit, fjórir með mótefni og er beðið eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu í tilviki tveggja. 7. júlí 2020 11:02 Björn Ingi segir Kára kominn í fýlu og einhver verði að kyngja ælunni Björn Ingi Hrafnsson Viljanum er kominn í startholurnar fyrir upplýsingafundinn á morgun. 6. júlí 2020 21:55 Segir möguleika á að kórónuveiran berist með lofti Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir að kórónuveiran geti mögulega borist með lofti, en þegar faraldurinn barst hingað til lands voru dæmi um að fólk smitaðist eftir að hafa verið á kóræfingu. 6. júlí 2020 14:19 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Sjö smit greindust við skimun á landamærum Einn greindist með virkt smit, fjórir með mótefni og er beðið eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu í tilviki tveggja. 7. júlí 2020 11:02
Björn Ingi segir Kára kominn í fýlu og einhver verði að kyngja ælunni Björn Ingi Hrafnsson Viljanum er kominn í startholurnar fyrir upplýsingafundinn á morgun. 6. júlí 2020 21:55
Segir möguleika á að kórónuveiran berist með lofti Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir að kórónuveiran geti mögulega borist með lofti, en þegar faraldurinn barst hingað til lands voru dæmi um að fólk smitaðist eftir að hafa verið á kóræfingu. 6. júlí 2020 14:19