Hugsaði „Ég er dauð, ég er dauð“ þegar kletturinn hrundi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2020 11:00 Margrét Rósa Kristjánsdóttir forðaði sér naumlega undan grjóthruni í Esjunni um helgina. Vísir/Gulli Göngugarpurinn Margrét Rósa Kristjánsdóttir hrósar happi að vera á lífi eftir að kletturinn sem féll úr Esjunni um helgina þeyttist naumlega framhjá henni. Hún segist hafa haldið að hún væri að upplifa sín síðustu augnablik og biðlar til þeirra sem ganga á Esjuna að vera vakandi fyrir möguleikanum á því að grjót getur hrunið úr hlíðum fjallsins, yfir gönguleiðir, án mikils fyrirvara. Um helgina var greint frá því að tvær konur sem voru á göngu í Esjunni hafi forðað sér naumlega undan grjóthruni úr klettabeltinu austan við Þverfellshornið. Önnur þeirra hlaut smávægileg meiðsli. Sú kona er Margrét sem ræddi lífsreynsluna í viðtali í Bítinu í morgun, en hlusta má á viðtalið hér að neðan. Klippa: Bítið - Hélt hún myndi deyja þegar kletturinn stefndi á hana Skriðan féll á gönguleiðina sem er hægra megin, eða austar í Esjunni, austan við Þverfellshornið, frekar ofarlega ofan við Mógilsá. „Ég var að labba hana og er að byrja að fara upp hlíðina þar þegar maður heyrir drunur og sér bara klett. Upplifun mín er að þetta sé 1,50 sinnum 1,50 og þú hugsar bara guð minn góður,“ sagði Margrét Rósa. Það sem flækti stöðuna var að kletturinn kastaðist til hægri og vinstri og því erfitt að átta sig á því hvernig best væri að forðast klettinn. Margrét var því ekki viss um í hvaða átt hún ætti að fara, á meðan kletturinn stefndi í átt að henni. Þannig að hann stefnir beint á þig? „Já og ég hugsa alltaf „ég er dauð, ég er dauð“ og hvernig er að deyja við að fá svona stóran klett á sig.“ Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var árið 2018 þegar stjórum björgum var rúllað niður af Esjunni. Svo hljóp hún af stað í von um að komast undan klettinum. „Svo hleyp ég og hleyp og svo dett ég og þá hugsa ég bara „Já, nú dey ég“. Og svo bara rétt á eftir fer kletturinn sirka tveimur metrum frá mér, framhjá mér. Mér finnst ég liggja niðri í nokkrar mínútur áður en ég reisti mig við,“ sagði Margrét. Margrét slapp þokkalega frá þessu öllu saman, nokkuð marin og krambúleruð. Hún segir að það hafi verið erfitt að labba til baka eftir þessa lífsreynslu horfandi á aðra göngugarpa vera á leiðinni upp. Þannig hafi hún stoppað alla sem komi á móti henni á niðurleiðinni til þess að vara þá við hættunni á grjóthruni. Margrét segist margsinnis hafa gengið á Esjuna en aldrei velt fyrir sér möguleikanum á grjóthruni og þeirri hættu sem getur fylgt. Biðlar hún til göngugarpa að vera með alla athygli á göngunni, þegar farið er upp á Esjuna. „Það sem ég myndi vilja er að fólk myndi velta fyrir sér að vera ekki með í eyrunum. Það eru svo margir sem eru einir á ferð með svona „headphona“. Umhverfishljóðin fara bara og ef þú þarft að vera með, vertu þá bara með í öðru eyrunu.“ Mikilvægt sé að vera vakandi fyrir umhverfishljóðum enda hafi drunurnar undan klettinum varað hana við að eitthvað væri á seyði. Þrátt fyrir þessa lífsreynslu og meiðslin virðist Margrét bera sig vel. „Það er náttúrulega eitthvað að minna mann á að vera þakklátur fyrir lífið.“ Reykjavík Fjallamennska Esjan Bítið Tengdar fréttir Komust naumlega undan grjóthruni í Esjunni Tvær konur sem voru á göngu í Esjunni forðuðu sér naumlega undan grjóthruni úr klettabeltinu austan við Þverfellshornið. Önnur þeirra hlaut smávægileg meiðsli. 5. júlí 2020 14:28 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Göngugarpurinn Margrét Rósa Kristjánsdóttir hrósar happi að vera á lífi eftir að kletturinn sem féll úr Esjunni um helgina þeyttist naumlega framhjá henni. Hún segist hafa haldið að hún væri að upplifa sín síðustu augnablik og biðlar til þeirra sem ganga á Esjuna að vera vakandi fyrir möguleikanum á því að grjót getur hrunið úr hlíðum fjallsins, yfir gönguleiðir, án mikils fyrirvara. Um helgina var greint frá því að tvær konur sem voru á göngu í Esjunni hafi forðað sér naumlega undan grjóthruni úr klettabeltinu austan við Þverfellshornið. Önnur þeirra hlaut smávægileg meiðsli. Sú kona er Margrét sem ræddi lífsreynsluna í viðtali í Bítinu í morgun, en hlusta má á viðtalið hér að neðan. Klippa: Bítið - Hélt hún myndi deyja þegar kletturinn stefndi á hana Skriðan féll á gönguleiðina sem er hægra megin, eða austar í Esjunni, austan við Þverfellshornið, frekar ofarlega ofan við Mógilsá. „Ég var að labba hana og er að byrja að fara upp hlíðina þar þegar maður heyrir drunur og sér bara klett. Upplifun mín er að þetta sé 1,50 sinnum 1,50 og þú hugsar bara guð minn góður,“ sagði Margrét Rósa. Það sem flækti stöðuna var að kletturinn kastaðist til hægri og vinstri og því erfitt að átta sig á því hvernig best væri að forðast klettinn. Margrét var því ekki viss um í hvaða átt hún ætti að fara, á meðan kletturinn stefndi í átt að henni. Þannig að hann stefnir beint á þig? „Já og ég hugsa alltaf „ég er dauð, ég er dauð“ og hvernig er að deyja við að fá svona stóran klett á sig.“ Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var árið 2018 þegar stjórum björgum var rúllað niður af Esjunni. Svo hljóp hún af stað í von um að komast undan klettinum. „Svo hleyp ég og hleyp og svo dett ég og þá hugsa ég bara „Já, nú dey ég“. Og svo bara rétt á eftir fer kletturinn sirka tveimur metrum frá mér, framhjá mér. Mér finnst ég liggja niðri í nokkrar mínútur áður en ég reisti mig við,“ sagði Margrét. Margrét slapp þokkalega frá þessu öllu saman, nokkuð marin og krambúleruð. Hún segir að það hafi verið erfitt að labba til baka eftir þessa lífsreynslu horfandi á aðra göngugarpa vera á leiðinni upp. Þannig hafi hún stoppað alla sem komi á móti henni á niðurleiðinni til þess að vara þá við hættunni á grjóthruni. Margrét segist margsinnis hafa gengið á Esjuna en aldrei velt fyrir sér möguleikanum á grjóthruni og þeirri hættu sem getur fylgt. Biðlar hún til göngugarpa að vera með alla athygli á göngunni, þegar farið er upp á Esjuna. „Það sem ég myndi vilja er að fólk myndi velta fyrir sér að vera ekki með í eyrunum. Það eru svo margir sem eru einir á ferð með svona „headphona“. Umhverfishljóðin fara bara og ef þú þarft að vera með, vertu þá bara með í öðru eyrunu.“ Mikilvægt sé að vera vakandi fyrir umhverfishljóðum enda hafi drunurnar undan klettinum varað hana við að eitthvað væri á seyði. Þrátt fyrir þessa lífsreynslu og meiðslin virðist Margrét bera sig vel. „Það er náttúrulega eitthvað að minna mann á að vera þakklátur fyrir lífið.“
Reykjavík Fjallamennska Esjan Bítið Tengdar fréttir Komust naumlega undan grjóthruni í Esjunni Tvær konur sem voru á göngu í Esjunni forðuðu sér naumlega undan grjóthruni úr klettabeltinu austan við Þverfellshornið. Önnur þeirra hlaut smávægileg meiðsli. 5. júlí 2020 14:28 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Komust naumlega undan grjóthruni í Esjunni Tvær konur sem voru á göngu í Esjunni forðuðu sér naumlega undan grjóthruni úr klettabeltinu austan við Þverfellshornið. Önnur þeirra hlaut smávægileg meiðsli. 5. júlí 2020 14:28