Svona verður Vesturlandsvegur eftir breikkun Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júlí 2020 10:27 Skjáskot úr myndbandi Verkís, þar sem umræddur vegkafli er teiknaður upp. Skjáskot/youtube Fyrsti áfangi breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes verður boðinn út í vikunni. Um er að ræða um 9 kílómetra kafla milli Varmhóla og Hvalfjarðarvegar. Vegurinn verður 2+1 vegur, að því er segir í tilkynningu Vegagerðarinnar, og á honum verða þrjú hringtorg; við Móa, Grundarhverfi og Hvalfjarðarveg. Vegagerðin birti í gær myndband á vef sínum, unnið af verkfræðistofunni Verkís, sem sýnir hvernig breikkaður Vesturlandsvegur á umræddum vegkafla mun líta út. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Samhliða breikkuninni verður vegtengingum fækkað og í staðinn gerðir hliðarvegir ásamt reiðstígum og stígum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Fyrsti áfangi nær frá Varmá að Vallá. Tilboð fyrir þann áfanga verða opnuð 11. ágúst en verklok eru áætluð 2023. Næsti áfangi verður boðinn út í haust en verklok hans eru einnig áætluð 2023. Skipulagsstofnun hefur jafnframt lokið álitsgerð á matsskýrslu vegna framkvæmdarinnar. Þó framkvæmdasvæðið nái yfir níu kílómetra er ekki talið að það geti talist viðkvæmt. Helstu neikvæðu þættir framkvæmdarinnar felast í áhrifum á landslag og ásýnd en fyrirhugaðar framkvæmdir fela í sér mun umfangsmeiri vegamannvirki en fyrir eru í dag. Áhrifin á umferðaröryggi eru þó ótvíræð að mati Skipulagsstofnunar en í matsskýrslunni segir: „Á þeim kafla Vesturlandsvegar sem hér er til skoðunar eru tæplega 30 vegamót, tengingar og þveranir auk þess sem umferðin er öll á 1+1 vegi án aðskilnaðar milli akstursstefna. Að meðaltali fara rúmlega 9 þúsund ökutæki um veginn á degi hverjum. Aðskilnaður akstursstefna, fjölgun akreina í sömu átt, fækkun vegtenginga og bygging hringtorga eru allt aðgerðir sem draga úr líkum á umferðarslysum. Sama gildir um uppbyggingu hliðarvega og undirganga undir Vesturlandsveg fyrir innansveitarumferð og aðra en akandi vegfarendur. Áhrif á umferðaröryggi eru metin verulega jákvæð.“ Samgöngur Reykjavík Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Fyrsti áfangi breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes verður boðinn út í vikunni. Um er að ræða um 9 kílómetra kafla milli Varmhóla og Hvalfjarðarvegar. Vegurinn verður 2+1 vegur, að því er segir í tilkynningu Vegagerðarinnar, og á honum verða þrjú hringtorg; við Móa, Grundarhverfi og Hvalfjarðarveg. Vegagerðin birti í gær myndband á vef sínum, unnið af verkfræðistofunni Verkís, sem sýnir hvernig breikkaður Vesturlandsvegur á umræddum vegkafla mun líta út. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Samhliða breikkuninni verður vegtengingum fækkað og í staðinn gerðir hliðarvegir ásamt reiðstígum og stígum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Fyrsti áfangi nær frá Varmá að Vallá. Tilboð fyrir þann áfanga verða opnuð 11. ágúst en verklok eru áætluð 2023. Næsti áfangi verður boðinn út í haust en verklok hans eru einnig áætluð 2023. Skipulagsstofnun hefur jafnframt lokið álitsgerð á matsskýrslu vegna framkvæmdarinnar. Þó framkvæmdasvæðið nái yfir níu kílómetra er ekki talið að það geti talist viðkvæmt. Helstu neikvæðu þættir framkvæmdarinnar felast í áhrifum á landslag og ásýnd en fyrirhugaðar framkvæmdir fela í sér mun umfangsmeiri vegamannvirki en fyrir eru í dag. Áhrifin á umferðaröryggi eru þó ótvíræð að mati Skipulagsstofnunar en í matsskýrslunni segir: „Á þeim kafla Vesturlandsvegar sem hér er til skoðunar eru tæplega 30 vegamót, tengingar og þveranir auk þess sem umferðin er öll á 1+1 vegi án aðskilnaðar milli akstursstefna. Að meðaltali fara rúmlega 9 þúsund ökutæki um veginn á degi hverjum. Aðskilnaður akstursstefna, fjölgun akreina í sömu átt, fækkun vegtenginga og bygging hringtorga eru allt aðgerðir sem draga úr líkum á umferðarslysum. Sama gildir um uppbyggingu hliðarvega og undirganga undir Vesturlandsveg fyrir innansveitarumferð og aðra en akandi vegfarendur. Áhrif á umferðaröryggi eru metin verulega jákvæð.“
Samgöngur Reykjavík Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira