Grindverk Kalla í Pelsinum ekki lengur í vegi fyrir vegfarendum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júlí 2020 12:23 Búið er að opna fyrir gangandi umferð á svæðinu. Vísir/Helga/Baldur Búið er að opna fyrir gangandi umferð um tröppur sem liggja frá Vesturgötu að Grófinni í Tryggvagötu í miðbæ Reykjavíkur.Karl J. Steingrímsson, iðulega kenndur við Pelsinn, lokaði með grindverki fyrir svæðið síðastliðið sumar. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir í samtali við Vísi að þrátt fyrir að kveðið hafi verið á um gangandi umferð um svæðið í deiliskipulagi borgarinnar á sínum tíma hafi það ekki haft lögformlegt gildi, þar sem láðist að þinglýsa skipulaginu. Því hafi lóðarhafi verið í fullum rétti til þess að loka fyrir umferð. Nú sé hins vegar búið að ganga frá breytingu á deiliskipulaginu, þar sem lóðarhafi hafi óskað eftir því að fá að bæta við svölum á byggingu sína við svæðið. Í leiðinni hafi verið ákveðið að setja inn kvöð um gangandi umferð. „Að því loknu er þetta klárað og þinglýst. Þá gátum við þinglýst kvöðinni í leiðinni. Þá erum við sem sveitarfélag komin með hald í að tryggja þessa leið. Sem ég held að sé bara bót í máli fyrir alla aðila.“ Hún segir um sameiginlega lendingu í málinu að ræða, og að aðilar séu sáttir. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík.Vísir/Vilhelm „Stundum þarf bara aðeins að setjast niður, tala saman og sjá einhverja sameiginlega leið. Við viljum að sjálfsögðu hafa blómlega starfsemi í þessum húsum og þau séu nýtt og fá gangandi umferð. Við teljum að það sé til hagsbóta fyrir fólk í borginni en líka fyrir þessa starfsemi. Það þýðir bara meiri verslun og betra svæði, þannig þegar þetta náðist, þetta samtal og þessi sameiginlega niðurstaða þá var þetta ekkert mál,“ segir Sigurborg. Hún segir borgaryfirvöld hafa lagt áherslu á að halda í göngutenginguna á svæðinu, sem eins og áður segir tengir saman Vesturgötu og Tryggvagötu. Hún segir tenginguna skipta miklu máli fyrir gangandi umferð. Samgöngur Reykjavík Skipulag Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Búið er að opna fyrir gangandi umferð um tröppur sem liggja frá Vesturgötu að Grófinni í Tryggvagötu í miðbæ Reykjavíkur.Karl J. Steingrímsson, iðulega kenndur við Pelsinn, lokaði með grindverki fyrir svæðið síðastliðið sumar. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir í samtali við Vísi að þrátt fyrir að kveðið hafi verið á um gangandi umferð um svæðið í deiliskipulagi borgarinnar á sínum tíma hafi það ekki haft lögformlegt gildi, þar sem láðist að þinglýsa skipulaginu. Því hafi lóðarhafi verið í fullum rétti til þess að loka fyrir umferð. Nú sé hins vegar búið að ganga frá breytingu á deiliskipulaginu, þar sem lóðarhafi hafi óskað eftir því að fá að bæta við svölum á byggingu sína við svæðið. Í leiðinni hafi verið ákveðið að setja inn kvöð um gangandi umferð. „Að því loknu er þetta klárað og þinglýst. Þá gátum við þinglýst kvöðinni í leiðinni. Þá erum við sem sveitarfélag komin með hald í að tryggja þessa leið. Sem ég held að sé bara bót í máli fyrir alla aðila.“ Hún segir um sameiginlega lendingu í málinu að ræða, og að aðilar séu sáttir. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík.Vísir/Vilhelm „Stundum þarf bara aðeins að setjast niður, tala saman og sjá einhverja sameiginlega leið. Við viljum að sjálfsögðu hafa blómlega starfsemi í þessum húsum og þau séu nýtt og fá gangandi umferð. Við teljum að það sé til hagsbóta fyrir fólk í borginni en líka fyrir þessa starfsemi. Það þýðir bara meiri verslun og betra svæði, þannig þegar þetta náðist, þetta samtal og þessi sameiginlega niðurstaða þá var þetta ekkert mál,“ segir Sigurborg. Hún segir borgaryfirvöld hafa lagt áherslu á að halda í göngutenginguna á svæðinu, sem eins og áður segir tengir saman Vesturgötu og Tryggvagötu. Hún segir tenginguna skipta miklu máli fyrir gangandi umferð.
Samgöngur Reykjavík Skipulag Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira