Grindverk Kalla í Pelsinum ekki lengur í vegi fyrir vegfarendum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júlí 2020 12:23 Búið er að opna fyrir gangandi umferð á svæðinu. Vísir/Helga/Baldur Búið er að opna fyrir gangandi umferð um tröppur sem liggja frá Vesturgötu að Grófinni í Tryggvagötu í miðbæ Reykjavíkur.Karl J. Steingrímsson, iðulega kenndur við Pelsinn, lokaði með grindverki fyrir svæðið síðastliðið sumar. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir í samtali við Vísi að þrátt fyrir að kveðið hafi verið á um gangandi umferð um svæðið í deiliskipulagi borgarinnar á sínum tíma hafi það ekki haft lögformlegt gildi, þar sem láðist að þinglýsa skipulaginu. Því hafi lóðarhafi verið í fullum rétti til þess að loka fyrir umferð. Nú sé hins vegar búið að ganga frá breytingu á deiliskipulaginu, þar sem lóðarhafi hafi óskað eftir því að fá að bæta við svölum á byggingu sína við svæðið. Í leiðinni hafi verið ákveðið að setja inn kvöð um gangandi umferð. „Að því loknu er þetta klárað og þinglýst. Þá gátum við þinglýst kvöðinni í leiðinni. Þá erum við sem sveitarfélag komin með hald í að tryggja þessa leið. Sem ég held að sé bara bót í máli fyrir alla aðila.“ Hún segir um sameiginlega lendingu í málinu að ræða, og að aðilar séu sáttir. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík.Vísir/Vilhelm „Stundum þarf bara aðeins að setjast niður, tala saman og sjá einhverja sameiginlega leið. Við viljum að sjálfsögðu hafa blómlega starfsemi í þessum húsum og þau séu nýtt og fá gangandi umferð. Við teljum að það sé til hagsbóta fyrir fólk í borginni en líka fyrir þessa starfsemi. Það þýðir bara meiri verslun og betra svæði, þannig þegar þetta náðist, þetta samtal og þessi sameiginlega niðurstaða þá var þetta ekkert mál,“ segir Sigurborg. Hún segir borgaryfirvöld hafa lagt áherslu á að halda í göngutenginguna á svæðinu, sem eins og áður segir tengir saman Vesturgötu og Tryggvagötu. Hún segir tenginguna skipta miklu máli fyrir gangandi umferð. Samgöngur Reykjavík Skipulag Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Búið er að opna fyrir gangandi umferð um tröppur sem liggja frá Vesturgötu að Grófinni í Tryggvagötu í miðbæ Reykjavíkur.Karl J. Steingrímsson, iðulega kenndur við Pelsinn, lokaði með grindverki fyrir svæðið síðastliðið sumar. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir í samtali við Vísi að þrátt fyrir að kveðið hafi verið á um gangandi umferð um svæðið í deiliskipulagi borgarinnar á sínum tíma hafi það ekki haft lögformlegt gildi, þar sem láðist að þinglýsa skipulaginu. Því hafi lóðarhafi verið í fullum rétti til þess að loka fyrir umferð. Nú sé hins vegar búið að ganga frá breytingu á deiliskipulaginu, þar sem lóðarhafi hafi óskað eftir því að fá að bæta við svölum á byggingu sína við svæðið. Í leiðinni hafi verið ákveðið að setja inn kvöð um gangandi umferð. „Að því loknu er þetta klárað og þinglýst. Þá gátum við þinglýst kvöðinni í leiðinni. Þá erum við sem sveitarfélag komin með hald í að tryggja þessa leið. Sem ég held að sé bara bót í máli fyrir alla aðila.“ Hún segir um sameiginlega lendingu í málinu að ræða, og að aðilar séu sáttir. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík.Vísir/Vilhelm „Stundum þarf bara aðeins að setjast niður, tala saman og sjá einhverja sameiginlega leið. Við viljum að sjálfsögðu hafa blómlega starfsemi í þessum húsum og þau séu nýtt og fá gangandi umferð. Við teljum að það sé til hagsbóta fyrir fólk í borginni en líka fyrir þessa starfsemi. Það þýðir bara meiri verslun og betra svæði, þannig þegar þetta náðist, þetta samtal og þessi sameiginlega niðurstaða þá var þetta ekkert mál,“ segir Sigurborg. Hún segir borgaryfirvöld hafa lagt áherslu á að halda í göngutenginguna á svæðinu, sem eins og áður segir tengir saman Vesturgötu og Tryggvagötu. Hún segir tenginguna skipta miklu máli fyrir gangandi umferð.
Samgöngur Reykjavík Skipulag Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira