Hafa engar áhyggjur af frekari útbreiðslu í Færeyjum Sylvía Hall skrifar 6. júlí 2020 10:43 Frá Þórshöfn í Færeyjum Vísir/EPA Bjarni á Steig, yfirlæknir og ráðgjafi hjá heilbrigðisráðuneyti Færeyja, hefur engar áhyggjur af stöðunni þar í landi eftir að fyrsta smitið í rúmlega tvo mánuði greindist við sýnatöku á landamærunum um helgina. Landlæknirinn Lars Fodgaard Møller segist einnig vera rólegur en minnir þó á að stríðið gegn veirunni sé ekki búið. Þetta kemur fram í viðtali Kringvarpsins við Bjarna og Lars um smitið sem greindist um helgina. Um var að ræða fyrsta jákvæða sýnið í Færeyjum frá 22. apríl en viðkomandi fékk jákvæða niðurstöðu eftir skimun á flugvellinum í Vágum. Líkt og greint var frá í færeyskum miðlum í gær er gengið út frá því að um gamalt smit sé að ræða. Niðurstöður úr mótefnamælingu ættu að liggja fyrir í dag en þangað til það er ljóst verður ekki ráðist í frekari smitrakningu. Bjarni á Steig segir ólíklegt að smitið sé nýtt, og þó að svo væri sé ólíklegt að ferðalangurinn hafi smitað aðra um borð í flugvélinni eða á flugvellinum. Alls hafa 188 greinst með kórónuveiruna í Færeyjum frá því að faraldurinn hófst en greint var frá fyrsta smitinu þann 4. mars. Um var að ræða Þórshafnarbúa sem smitaðist að öllum líkindum í Frakklandi, en sá ákvað að fara í sýnatöku eftir að einstaklingar sem hann fundaði með í París greindust með veiruna. Nokkuð vel hefur gengið að ná tökum á útbreiðslunni á eyjunum og er til að mynda enginn í sóttkví eins og er. Enginn liggur á sjúkrahúsi og aðeins einn er í einangrun. 16.336 sýni hafa verið tekin í Færeyjum hafa því 31,1 prósent íbúa farið í sýnatöku. Þá hafa allir náð bata sem hafa greinst með veiruna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Færeyjar Tengdar fréttir Ekkert staðfest smit í Færeyjum síðan í apríl 54 dagar eru liðnir síðan síðasta tilfelli kórónuveirunnar var staðfest í Færeyjum. 15. júní 2020 15:03 Landlæknir í neyðarlegri stöðu eftir feluleik með kórónusmit Færeyingar spyrja sig nú hvort landlæknir og heilbrigðisyfirvöld hafi reynt að breiða yfir eða jafnvel sagt ósatt um það að kórónusmit væri ástæða þriggja vikna veikindaleyfis landlæknis. 30. apríl 2020 08:04 Færeyingar byrja að æfa í dag og ætla að spila leiki frá 9. maí Baráttan við kórónuveiruna hefur gengið það vel í Færeyjum að þeir ætla að byrja að spila fótboltaleiki í landinu í byrjun næsta mánaðar. 20. apríl 2020 11:00 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Sjá meira
Bjarni á Steig, yfirlæknir og ráðgjafi hjá heilbrigðisráðuneyti Færeyja, hefur engar áhyggjur af stöðunni þar í landi eftir að fyrsta smitið í rúmlega tvo mánuði greindist við sýnatöku á landamærunum um helgina. Landlæknirinn Lars Fodgaard Møller segist einnig vera rólegur en minnir þó á að stríðið gegn veirunni sé ekki búið. Þetta kemur fram í viðtali Kringvarpsins við Bjarna og Lars um smitið sem greindist um helgina. Um var að ræða fyrsta jákvæða sýnið í Færeyjum frá 22. apríl en viðkomandi fékk jákvæða niðurstöðu eftir skimun á flugvellinum í Vágum. Líkt og greint var frá í færeyskum miðlum í gær er gengið út frá því að um gamalt smit sé að ræða. Niðurstöður úr mótefnamælingu ættu að liggja fyrir í dag en þangað til það er ljóst verður ekki ráðist í frekari smitrakningu. Bjarni á Steig segir ólíklegt að smitið sé nýtt, og þó að svo væri sé ólíklegt að ferðalangurinn hafi smitað aðra um borð í flugvélinni eða á flugvellinum. Alls hafa 188 greinst með kórónuveiruna í Færeyjum frá því að faraldurinn hófst en greint var frá fyrsta smitinu þann 4. mars. Um var að ræða Þórshafnarbúa sem smitaðist að öllum líkindum í Frakklandi, en sá ákvað að fara í sýnatöku eftir að einstaklingar sem hann fundaði með í París greindust með veiruna. Nokkuð vel hefur gengið að ná tökum á útbreiðslunni á eyjunum og er til að mynda enginn í sóttkví eins og er. Enginn liggur á sjúkrahúsi og aðeins einn er í einangrun. 16.336 sýni hafa verið tekin í Færeyjum hafa því 31,1 prósent íbúa farið í sýnatöku. Þá hafa allir náð bata sem hafa greinst með veiruna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Færeyjar Tengdar fréttir Ekkert staðfest smit í Færeyjum síðan í apríl 54 dagar eru liðnir síðan síðasta tilfelli kórónuveirunnar var staðfest í Færeyjum. 15. júní 2020 15:03 Landlæknir í neyðarlegri stöðu eftir feluleik með kórónusmit Færeyingar spyrja sig nú hvort landlæknir og heilbrigðisyfirvöld hafi reynt að breiða yfir eða jafnvel sagt ósatt um það að kórónusmit væri ástæða þriggja vikna veikindaleyfis landlæknis. 30. apríl 2020 08:04 Færeyingar byrja að æfa í dag og ætla að spila leiki frá 9. maí Baráttan við kórónuveiruna hefur gengið það vel í Færeyjum að þeir ætla að byrja að spila fótboltaleiki í landinu í byrjun næsta mánaðar. 20. apríl 2020 11:00 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Sjá meira
Ekkert staðfest smit í Færeyjum síðan í apríl 54 dagar eru liðnir síðan síðasta tilfelli kórónuveirunnar var staðfest í Færeyjum. 15. júní 2020 15:03
Landlæknir í neyðarlegri stöðu eftir feluleik með kórónusmit Færeyingar spyrja sig nú hvort landlæknir og heilbrigðisyfirvöld hafi reynt að breiða yfir eða jafnvel sagt ósatt um það að kórónusmit væri ástæða þriggja vikna veikindaleyfis landlæknis. 30. apríl 2020 08:04
Færeyingar byrja að æfa í dag og ætla að spila leiki frá 9. maí Baráttan við kórónuveiruna hefur gengið það vel í Færeyjum að þeir ætla að byrja að spila fótboltaleiki í landinu í byrjun næsta mánaðar. 20. apríl 2020 11:00