Stefnt að því að draga úr losun frá sjávarútvegi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. júlí 2020 19:39 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra skrifuðu fyrir hönd stjórnvalda undir samstarfsyfirlýsingu. Fyrir hönd Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi skrifuðu undir Ólafur Marteinsson, formaður SFS og Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri samtakanna. ELÍSABET INGA Stefnt er að því að draga úr losun frá sjávarútvegi og auka eftirspurn eftir heilnæmum íslenskum fiski með samstarfi stjórnvalda og atvinnugreinarinnar. Markmiðið er að samdráttur í losun verði um 50-60 prósent árið 2030 miðað við árið 2005. Yfirlýsing um hvata til að draga úr kolefnisspori íslensk sjávarútvegs var undirrituð af sex ráðherrum og samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi við ráðherrabústaðinn í hádeginu. Með yfirlýsingunni er lagður grundvöllur að formlegu samstarfi stjórnvalda og sjávarútvegsins til að tryggja að markmiðum Íslands í loftslagsmálum verði náð. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað starfshóp til að ná þessu fram. Hópurinn mun vinna með fulltrúun greinarinnar að tillögun til að draga úr losun og auka kolefnisbindingu. „Við setjum á dagskrá að ræða um fjárhagslega hvata til að ná þeim árangri. Leiðir til að auka notkun endurnýjanlegra orkugjafa og eftir atvikum að skoða íblöndunarmöguleika ef að þeir þykja vera vænlegur kostur,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Losun innlendra og erlendra fiskiskipa er um fimmtungur af losun á ábyrgð Íslands. „98 prósent af sjávarafurðum er flutt út. Augljóslega mun það hafa áhrif á okkur sem seljendur sjávarafurða ef við getum sagt á erlendum vettvangi að við séum fyrsta þjóðin í heiminum sem sé að fullu kolefnisjöfnuð,“ sagði Ólafur Marteinsson, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda er stefnt að því að samdráttur í losun verði um 50-60% árið 2030 miðað við árið 2005. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Loftslagsmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Stefnt er að því að draga úr losun frá sjávarútvegi og auka eftirspurn eftir heilnæmum íslenskum fiski með samstarfi stjórnvalda og atvinnugreinarinnar. Markmiðið er að samdráttur í losun verði um 50-60 prósent árið 2030 miðað við árið 2005. Yfirlýsing um hvata til að draga úr kolefnisspori íslensk sjávarútvegs var undirrituð af sex ráðherrum og samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi við ráðherrabústaðinn í hádeginu. Með yfirlýsingunni er lagður grundvöllur að formlegu samstarfi stjórnvalda og sjávarútvegsins til að tryggja að markmiðum Íslands í loftslagsmálum verði náð. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað starfshóp til að ná þessu fram. Hópurinn mun vinna með fulltrúun greinarinnar að tillögun til að draga úr losun og auka kolefnisbindingu. „Við setjum á dagskrá að ræða um fjárhagslega hvata til að ná þeim árangri. Leiðir til að auka notkun endurnýjanlegra orkugjafa og eftir atvikum að skoða íblöndunarmöguleika ef að þeir þykja vera vænlegur kostur,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Losun innlendra og erlendra fiskiskipa er um fimmtungur af losun á ábyrgð Íslands. „98 prósent af sjávarafurðum er flutt út. Augljóslega mun það hafa áhrif á okkur sem seljendur sjávarafurða ef við getum sagt á erlendum vettvangi að við séum fyrsta þjóðin í heiminum sem sé að fullu kolefnisjöfnuð,“ sagði Ólafur Marteinsson, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda er stefnt að því að samdráttur í losun verði um 50-60% árið 2030 miðað við árið 2005.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Loftslagsmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira