Umfjöllun og viðtöl: Grótta - HK 4-4 | Fyrstu stig og mörk Gróttu í ótrúlegum leik Anton Ingi Leifsson skrifar 4. júlí 2020 16:45 Grótta skoraði fjögur mörk í dag og náði sér í fyrsta stigið. vísir/daníel Grótta skoraði sín fyrstu og náði í sitt fyrsta stig í efstu deild er þeir gerðu 4-4 jafntefli við HK í stórfjörugum leik á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi í dag. Einnig fór eitt rautt spjald á loft. Það voru skörð höggvin í HK-liðið. Arnar Freyr Ólafsson var enn á meiðslalistanum, Leifur Andri Leifsson var í leikbanni og Jón Arnar Barðdal er enn í sóttkví. Gróttumenn stilltu upp sama liði og tapaði gegn Fylki í síðasta leik. Það voru ekki liðnar nema um tvær mínútur er Grótta skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild. Axel Sigurðarson komst bak við Hörð Árnason, ekki í síðasta skiptið í leiknum, og gaf hárfína sendingu á Pétur Theódór Árnason sem skilaði boltanum í netið. Stundarfjórðungi síðar skilaði svipuð uppskrift marki nema nú var það bara Axel sjálfur sem hljóp frá Herði og skoraði fram hjá varnarlausum Sigurði Hrannari í markinu. Axel var HK-ingum afar erfiður, sér í lagi í fyrri hálfleik, og Grótta á fljúgandi siglingu. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks fengu HK vítaspyrnu eftir að boltinn fór í höndina á Patriki Orra Péturssyni. Hann fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Atli Arnarson skoraði úr vítinu og ljóst að erfiður síðari hálfleikur beið Gróttu. Það var mikið högg fyrir þá að ná ekki að halda lengur inn í síðari hálfleikinn því strax á fjórðu mínútu síðari hálfleiks jafnaði Arnþór Ari Atlason metin með laglegu skoti. Flestir héldu að nú myndi HK grípa tækifærið og ganga frá nýliðunum en svo var ekki. Ástbjörn Þórðarson kom Gróttu yfir á 62. mínútu eftir hornspyrnu og þremur mínútum síðar höfðu þeir náð tveggja marka forystu er varamaðurinn Karl Friðleifur Gunnarsson stangaði aðra hornspyrnu Olivers Dags í netið. Gestirnir úr Kópavogi voru ekki hættir. Arnþór Ari Atlason minnkaði muninn í 4-3 eftir undirbúning varamannsins Valgeirs Valgeirssonar og annar varamaður Ari Sigurpálsson jafnaði metin sjö mínútum fyrir leikslok og lokatölur 4-4 í stórskemmtilegum leik. Ástbjörn skoraði eitt marka Gróttu í dag.vísir/vilhelm Af hverju varð jafntefli? Bæði lið höfðu ekki mikinn áhuga á því að verjast og því varð átta marka leikur útkoman. Gróttu þó til fyrirgefningar voru þeir tíu en þriðja mark HK er ansi áhugavert. Þar leit varnarleikur Gróttu illa út. Gróttu-menn voru öflugir í fyrri hálfleik og rauða spjaldið sem Patrik fékk hafði, eðlilega, mikil áhrif á leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Axel Sigurðarson var ótrúlega góður, sérstaklega í fyrri hálfleiknum, þar sem liðin voru jafn mörg. Hann skapaði ávallt hættu er hann fékk boltann og var kominn með mark og stoðsendingu eftir stundarfjórðung. Kristófer Orri átti einnig flottan leik í „tíunni“ hjá Grótta og sendingin hans í öðru markinu er unaðsleg en hann þurfti að víkja í hálfleik fyrir varnarmanni eftir rauða spjaldið. Oliver Dagur stóð fyrir sínu inn á miðjunni og rúmlega það. Í liði HK var Arnþór Ari Atlason skapandi og ógnandi með sínum hlaupum en þegar litið er yfir HK-liðið eru ekki margir sem grípa mann með góðri frammistöðu. Varamennirnir komu inn með mikinn kraft. Það kom meiri ógn vinstra megin með Ívar Örn Jónsson með sínar fyrirgjafir, Valgeir er alltaf góður og lagði upp mark og Ari skoraði jöfnunarmarkið sem reyndist afar mikilvægt. Hvað gekk illa? HK-liðið hefur verið þekkt fyrir gott skipulag en það var ekki að sjá í dag. Hörður Árnason réð ekkert við Axel Sigurðarson en hraði og kraftur Axels fór illa með Hörð. Hann var kominn með mark og stoðsendingu í hálfleik. Stefán Alexander Ljubicic gerði svo lítið sem ekkert fyrir HK í fremstu víglínu - bæði með og án bolta. Einnig var Guðmundur Júlíusson í vandræðum með Pétur Theodór í fyrri hálfleik og Axel í þeim síðari. Í Gróttu-liðinu er erfitt að líta fram hjá hinum unga Patriki Orra. Hann fékk að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik en hvort að hann hefði þurft að næla sér í fyrra gula spjaldið fyrir brot úti á miðjum velli er óvíst. Hvað gerist næst? Grótta fer næst á útivöll og mætir hinum nýliðunum, Fjölni, á fimmtudagskvöldið en Fjölnismen eru einnig án sigurs. HK mætir ÍA á útivelli, einnig á fimmtudagskvöldið, en ÍA vann frækinn sigur á Val í gær. Viðtal við Ágúst Gylfason. Viðtal við Brynjar Björn Gunnarsson. Pepsi Max-deild karla Grótta HK
Grótta skoraði sín fyrstu og náði í sitt fyrsta stig í efstu deild er þeir gerðu 4-4 jafntefli við HK í stórfjörugum leik á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi í dag. Einnig fór eitt rautt spjald á loft. Það voru skörð höggvin í HK-liðið. Arnar Freyr Ólafsson var enn á meiðslalistanum, Leifur Andri Leifsson var í leikbanni og Jón Arnar Barðdal er enn í sóttkví. Gróttumenn stilltu upp sama liði og tapaði gegn Fylki í síðasta leik. Það voru ekki liðnar nema um tvær mínútur er Grótta skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild. Axel Sigurðarson komst bak við Hörð Árnason, ekki í síðasta skiptið í leiknum, og gaf hárfína sendingu á Pétur Theódór Árnason sem skilaði boltanum í netið. Stundarfjórðungi síðar skilaði svipuð uppskrift marki nema nú var það bara Axel sjálfur sem hljóp frá Herði og skoraði fram hjá varnarlausum Sigurði Hrannari í markinu. Axel var HK-ingum afar erfiður, sér í lagi í fyrri hálfleik, og Grótta á fljúgandi siglingu. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks fengu HK vítaspyrnu eftir að boltinn fór í höndina á Patriki Orra Péturssyni. Hann fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Atli Arnarson skoraði úr vítinu og ljóst að erfiður síðari hálfleikur beið Gróttu. Það var mikið högg fyrir þá að ná ekki að halda lengur inn í síðari hálfleikinn því strax á fjórðu mínútu síðari hálfleiks jafnaði Arnþór Ari Atlason metin með laglegu skoti. Flestir héldu að nú myndi HK grípa tækifærið og ganga frá nýliðunum en svo var ekki. Ástbjörn Þórðarson kom Gróttu yfir á 62. mínútu eftir hornspyrnu og þremur mínútum síðar höfðu þeir náð tveggja marka forystu er varamaðurinn Karl Friðleifur Gunnarsson stangaði aðra hornspyrnu Olivers Dags í netið. Gestirnir úr Kópavogi voru ekki hættir. Arnþór Ari Atlason minnkaði muninn í 4-3 eftir undirbúning varamannsins Valgeirs Valgeirssonar og annar varamaður Ari Sigurpálsson jafnaði metin sjö mínútum fyrir leikslok og lokatölur 4-4 í stórskemmtilegum leik. Ástbjörn skoraði eitt marka Gróttu í dag.vísir/vilhelm Af hverju varð jafntefli? Bæði lið höfðu ekki mikinn áhuga á því að verjast og því varð átta marka leikur útkoman. Gróttu þó til fyrirgefningar voru þeir tíu en þriðja mark HK er ansi áhugavert. Þar leit varnarleikur Gróttu illa út. Gróttu-menn voru öflugir í fyrri hálfleik og rauða spjaldið sem Patrik fékk hafði, eðlilega, mikil áhrif á leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Axel Sigurðarson var ótrúlega góður, sérstaklega í fyrri hálfleiknum, þar sem liðin voru jafn mörg. Hann skapaði ávallt hættu er hann fékk boltann og var kominn með mark og stoðsendingu eftir stundarfjórðung. Kristófer Orri átti einnig flottan leik í „tíunni“ hjá Grótta og sendingin hans í öðru markinu er unaðsleg en hann þurfti að víkja í hálfleik fyrir varnarmanni eftir rauða spjaldið. Oliver Dagur stóð fyrir sínu inn á miðjunni og rúmlega það. Í liði HK var Arnþór Ari Atlason skapandi og ógnandi með sínum hlaupum en þegar litið er yfir HK-liðið eru ekki margir sem grípa mann með góðri frammistöðu. Varamennirnir komu inn með mikinn kraft. Það kom meiri ógn vinstra megin með Ívar Örn Jónsson með sínar fyrirgjafir, Valgeir er alltaf góður og lagði upp mark og Ari skoraði jöfnunarmarkið sem reyndist afar mikilvægt. Hvað gekk illa? HK-liðið hefur verið þekkt fyrir gott skipulag en það var ekki að sjá í dag. Hörður Árnason réð ekkert við Axel Sigurðarson en hraði og kraftur Axels fór illa með Hörð. Hann var kominn með mark og stoðsendingu í hálfleik. Stefán Alexander Ljubicic gerði svo lítið sem ekkert fyrir HK í fremstu víglínu - bæði með og án bolta. Einnig var Guðmundur Júlíusson í vandræðum með Pétur Theodór í fyrri hálfleik og Axel í þeim síðari. Í Gróttu-liðinu er erfitt að líta fram hjá hinum unga Patriki Orra. Hann fékk að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik en hvort að hann hefði þurft að næla sér í fyrra gula spjaldið fyrir brot úti á miðjum velli er óvíst. Hvað gerist næst? Grótta fer næst á útivöll og mætir hinum nýliðunum, Fjölni, á fimmtudagskvöldið en Fjölnismen eru einnig án sigurs. HK mætir ÍA á útivelli, einnig á fimmtudagskvöldið, en ÍA vann frækinn sigur á Val í gær. Viðtal við Ágúst Gylfason. Viðtal við Brynjar Björn Gunnarsson.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti