Oddvitinn segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands Kristján Már Unnarsson skrifar 2. júlí 2020 23:09 Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 frá Kirkjubæjarklaustri. Hún er jafnframt hótelstjóri Hótels Laka í Landbroti. Stöð 2/Einar Árnason. Ferðaþjónustan í Skaftárhreppi fékk á sig stóran skell, milli 30 og 40 prósent atvinnuleysi, þegar ferðamennirnir hættu að koma vegna kórónufaraldursins. Markmið ferðaþjónustunnar þar er núna að komast í gegnum árið. Þetta kom fram í viðtali við Evu Björk Harðardóttur, oddvita Skaftárhrepps, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 frá Kirkjubæjarklaustri. „Við bara þurfum að standa í lappirnar. Það er ekkert gefið í ferðaþjónustu í dag,“ segir Eva Björk, sem jafnframt er hótelstjóri Hótels Laka í Landbroti. „Minni fyrirtæki og fjölskyldufyrirtæki eru svolítið að laga sig að nýjum aðstæðum og er bara að ganga nokkuð vel. Íslendingar eru að koma til okkar.“ Eva segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands. Þá séu útlendingar farnir að slæðast inn í héraðið, sem hún segir virkilega ánægjulegt. Varðandi árið í heild segir Eva að þau ætli bara að sigla og halda sjó. „Það ætlar enginn að fara undir. Neyðin kennir naktri konu að spinna. Við ætlum bara að komast í gegnum þetta og horfum svo björtum augum til framtíðar,“ segir Eva. Vegagerð er hafin að væntalegri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Skaftárbökkum handan Klausturs.Stöð 2/Einar Árnason. Einnig var rætt við hana um vegagerð sem nú er hafin á bökkum Skaftár, handan Klausturs, sem markar upphaf framkvæmda vegna fyrirhugaðrar gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs „Þetta er ævintýrið okkar hérna í Skaftárhreppi sem við erum búin að bíða eftir í ansi mörg ár,“ segir Eva. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 í beinni frá bökkum Skaftár: Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sex sveitarfélög fái samtals 150 milljónir króna Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljóna króna framlag frá ríkinu nái tillögur meirihluta fjárlaganefndar fram að ganga. Þá er gert ráð fyrir allt að 4,5 milljarða króna heimild til Ferðaábyrgðasjóðs vegna endurgreiðslu pakkaferða. 24. júní 2020 12:19 Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi að mati sveitastjóra sem segir ekki hægt að bíða aðgerða stjórnvalda. Sveitastjórnarráðherra segir unnið að greiningu á ástandinu. 22. maí 2020 21:57 Munu ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu Ráðherra sveitarstjórnarmála segir ljóst að einhver sveitarfélög muni þurfa á aðstoð á halda. 17. maí 2020 20:25 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ferðaþjónustan í Skaftárhreppi fékk á sig stóran skell, milli 30 og 40 prósent atvinnuleysi, þegar ferðamennirnir hættu að koma vegna kórónufaraldursins. Markmið ferðaþjónustunnar þar er núna að komast í gegnum árið. Þetta kom fram í viðtali við Evu Björk Harðardóttur, oddvita Skaftárhrepps, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 frá Kirkjubæjarklaustri. „Við bara þurfum að standa í lappirnar. Það er ekkert gefið í ferðaþjónustu í dag,“ segir Eva Björk, sem jafnframt er hótelstjóri Hótels Laka í Landbroti. „Minni fyrirtæki og fjölskyldufyrirtæki eru svolítið að laga sig að nýjum aðstæðum og er bara að ganga nokkuð vel. Íslendingar eru að koma til okkar.“ Eva segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands. Þá séu útlendingar farnir að slæðast inn í héraðið, sem hún segir virkilega ánægjulegt. Varðandi árið í heild segir Eva að þau ætli bara að sigla og halda sjó. „Það ætlar enginn að fara undir. Neyðin kennir naktri konu að spinna. Við ætlum bara að komast í gegnum þetta og horfum svo björtum augum til framtíðar,“ segir Eva. Vegagerð er hafin að væntalegri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Skaftárbökkum handan Klausturs.Stöð 2/Einar Árnason. Einnig var rætt við hana um vegagerð sem nú er hafin á bökkum Skaftár, handan Klausturs, sem markar upphaf framkvæmda vegna fyrirhugaðrar gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs „Þetta er ævintýrið okkar hérna í Skaftárhreppi sem við erum búin að bíða eftir í ansi mörg ár,“ segir Eva. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 í beinni frá bökkum Skaftár:
Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sex sveitarfélög fái samtals 150 milljónir króna Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljóna króna framlag frá ríkinu nái tillögur meirihluta fjárlaganefndar fram að ganga. Þá er gert ráð fyrir allt að 4,5 milljarða króna heimild til Ferðaábyrgðasjóðs vegna endurgreiðslu pakkaferða. 24. júní 2020 12:19 Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi að mati sveitastjóra sem segir ekki hægt að bíða aðgerða stjórnvalda. Sveitastjórnarráðherra segir unnið að greiningu á ástandinu. 22. maí 2020 21:57 Munu ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu Ráðherra sveitarstjórnarmála segir ljóst að einhver sveitarfélög muni þurfa á aðstoð á halda. 17. maí 2020 20:25 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Sex sveitarfélög fái samtals 150 milljónir króna Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljóna króna framlag frá ríkinu nái tillögur meirihluta fjárlaganefndar fram að ganga. Þá er gert ráð fyrir allt að 4,5 milljarða króna heimild til Ferðaábyrgðasjóðs vegna endurgreiðslu pakkaferða. 24. júní 2020 12:19
Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi að mati sveitastjóra sem segir ekki hægt að bíða aðgerða stjórnvalda. Sveitastjórnarráðherra segir unnið að greiningu á ástandinu. 22. maí 2020 21:57
Munu ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu Ráðherra sveitarstjórnarmála segir ljóst að einhver sveitarfélög muni þurfa á aðstoð á halda. 17. maí 2020 20:25