Oddvitinn segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands Kristján Már Unnarsson skrifar 2. júlí 2020 23:09 Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 frá Kirkjubæjarklaustri. Hún er jafnframt hótelstjóri Hótels Laka í Landbroti. Stöð 2/Einar Árnason. Ferðaþjónustan í Skaftárhreppi fékk á sig stóran skell, milli 30 og 40 prósent atvinnuleysi, þegar ferðamennirnir hættu að koma vegna kórónufaraldursins. Markmið ferðaþjónustunnar þar er núna að komast í gegnum árið. Þetta kom fram í viðtali við Evu Björk Harðardóttur, oddvita Skaftárhrepps, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 frá Kirkjubæjarklaustri. „Við bara þurfum að standa í lappirnar. Það er ekkert gefið í ferðaþjónustu í dag,“ segir Eva Björk, sem jafnframt er hótelstjóri Hótels Laka í Landbroti. „Minni fyrirtæki og fjölskyldufyrirtæki eru svolítið að laga sig að nýjum aðstæðum og er bara að ganga nokkuð vel. Íslendingar eru að koma til okkar.“ Eva segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands. Þá séu útlendingar farnir að slæðast inn í héraðið, sem hún segir virkilega ánægjulegt. Varðandi árið í heild segir Eva að þau ætli bara að sigla og halda sjó. „Það ætlar enginn að fara undir. Neyðin kennir naktri konu að spinna. Við ætlum bara að komast í gegnum þetta og horfum svo björtum augum til framtíðar,“ segir Eva. Vegagerð er hafin að væntalegri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Skaftárbökkum handan Klausturs.Stöð 2/Einar Árnason. Einnig var rætt við hana um vegagerð sem nú er hafin á bökkum Skaftár, handan Klausturs, sem markar upphaf framkvæmda vegna fyrirhugaðrar gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs „Þetta er ævintýrið okkar hérna í Skaftárhreppi sem við erum búin að bíða eftir í ansi mörg ár,“ segir Eva. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 í beinni frá bökkum Skaftár: Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sex sveitarfélög fái samtals 150 milljónir króna Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljóna króna framlag frá ríkinu nái tillögur meirihluta fjárlaganefndar fram að ganga. Þá er gert ráð fyrir allt að 4,5 milljarða króna heimild til Ferðaábyrgðasjóðs vegna endurgreiðslu pakkaferða. 24. júní 2020 12:19 Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi að mati sveitastjóra sem segir ekki hægt að bíða aðgerða stjórnvalda. Sveitastjórnarráðherra segir unnið að greiningu á ástandinu. 22. maí 2020 21:57 Munu ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu Ráðherra sveitarstjórnarmála segir ljóst að einhver sveitarfélög muni þurfa á aðstoð á halda. 17. maí 2020 20:25 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
Ferðaþjónustan í Skaftárhreppi fékk á sig stóran skell, milli 30 og 40 prósent atvinnuleysi, þegar ferðamennirnir hættu að koma vegna kórónufaraldursins. Markmið ferðaþjónustunnar þar er núna að komast í gegnum árið. Þetta kom fram í viðtali við Evu Björk Harðardóttur, oddvita Skaftárhrepps, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 frá Kirkjubæjarklaustri. „Við bara þurfum að standa í lappirnar. Það er ekkert gefið í ferðaþjónustu í dag,“ segir Eva Björk, sem jafnframt er hótelstjóri Hótels Laka í Landbroti. „Minni fyrirtæki og fjölskyldufyrirtæki eru svolítið að laga sig að nýjum aðstæðum og er bara að ganga nokkuð vel. Íslendingar eru að koma til okkar.“ Eva segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands. Þá séu útlendingar farnir að slæðast inn í héraðið, sem hún segir virkilega ánægjulegt. Varðandi árið í heild segir Eva að þau ætli bara að sigla og halda sjó. „Það ætlar enginn að fara undir. Neyðin kennir naktri konu að spinna. Við ætlum bara að komast í gegnum þetta og horfum svo björtum augum til framtíðar,“ segir Eva. Vegagerð er hafin að væntalegri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Skaftárbökkum handan Klausturs.Stöð 2/Einar Árnason. Einnig var rætt við hana um vegagerð sem nú er hafin á bökkum Skaftár, handan Klausturs, sem markar upphaf framkvæmda vegna fyrirhugaðrar gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs „Þetta er ævintýrið okkar hérna í Skaftárhreppi sem við erum búin að bíða eftir í ansi mörg ár,“ segir Eva. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 í beinni frá bökkum Skaftár:
Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sex sveitarfélög fái samtals 150 milljónir króna Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljóna króna framlag frá ríkinu nái tillögur meirihluta fjárlaganefndar fram að ganga. Þá er gert ráð fyrir allt að 4,5 milljarða króna heimild til Ferðaábyrgðasjóðs vegna endurgreiðslu pakkaferða. 24. júní 2020 12:19 Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi að mati sveitastjóra sem segir ekki hægt að bíða aðgerða stjórnvalda. Sveitastjórnarráðherra segir unnið að greiningu á ástandinu. 22. maí 2020 21:57 Munu ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu Ráðherra sveitarstjórnarmála segir ljóst að einhver sveitarfélög muni þurfa á aðstoð á halda. 17. maí 2020 20:25 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
Sex sveitarfélög fái samtals 150 milljónir króna Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljóna króna framlag frá ríkinu nái tillögur meirihluta fjárlaganefndar fram að ganga. Þá er gert ráð fyrir allt að 4,5 milljarða króna heimild til Ferðaábyrgðasjóðs vegna endurgreiðslu pakkaferða. 24. júní 2020 12:19
Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi Bráðavandi blasir við Skaftárhreppi að mati sveitastjóra sem segir ekki hægt að bíða aðgerða stjórnvalda. Sveitastjórnarráðherra segir unnið að greiningu á ástandinu. 22. maí 2020 21:57
Munu ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu Ráðherra sveitarstjórnarmála segir ljóst að einhver sveitarfélög muni þurfa á aðstoð á halda. 17. maí 2020 20:25