Þrjú innanlandssmit til viðbótar greindust eftir hádegi Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 2. júlí 2020 17:31 Skimað fyrir kórónuveirunni. Vísir/vilhelm Þrjú greindust með kórónuveiruna eftir hádegi í dag. Fólkið hefur verið í samskiptum við smitaðan einstakling hér á landi á síðustu vikum og er því um að ræða þrjú innanlandssmit til viðbótar við þau átta sem staðfest hafa verið síðan 15. júní. Þetta staðfestir Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu Landspítalans, í samtali við fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá nú á fimmta tímanum. Runólfur segir að enginn af þeim þremur sem greindist eftir hádegi í dag sé alvarlega veikur. Öll séu þau þó í eftirliti. Inntur eftir því af hverju fólk virðist ekki vera að veikjast alvarlega af Covid-19 síðustu daga segir Runólfur að mest sé um að ræða ungt fólk, sem hefur fengið mun vægari einkenni en eldri sjúklingar. Það sé haldbærasta skýringin. Runólfur Pálsson, yfirlæknir á lyflækningadeild Landspítalans.Stöð 2 Þá staðfestir Runólfur að smitin þrjú tengist smitum sem greint hefur verið frá síðustu daga en vildi ekki veita frekari upplýsingar þess efnis. Hann gerir ráð fyrir að fólkið sem greindist eftir hádegi hafi verið í sóttkví. Runólfur segir það jafnframt vissulega áhyggjuefni að þrír greinist í dag. Það séu þó mjög margir í sóttkví og verið að prófa marga fyrir veirunni eftir því. Þá hafi enginn enn þurft inngrip vegna Covid-veikinda í öldu sýkinganna síðustu vikur. Greint var frá því í dag að eins árs barn hefði greinst með Covid-19 hér á landi í gær. Barnið er einkennalaust. Móðir þess er kona sem kom frá útlöndum í síðustu viku og greindist með kórónuveiruna í fyrradag. Hún hafði þá verið hér á landi í tíu daga. Virk smit á landinu voru tíu klukkan ellefu í morgun, samkvæmt tölum á Covid.is. Smitin þrjú sem nú er greint frá eru ekki inni í þeim tölum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Eins árs barn greindist með Covid-19 Eins árs gamalt barn greindist með Covid-19 hér á landi í gær. Barnið er einkennalaust eins og er. 2. júlí 2020 13:34 Tvö smit greindust á landamærunum og eitt innanlands Þrír greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, tveir við landamæraskimun og einn hjá Íslenskri erfðagreiningu, samkvæmt nýjum tölum á Covid.is. 2. júlí 2020 11:13 Smitrakning í gangi vegna konu sem kom til landsins fyrir 10 dögum en greindist í gær Íslendingar þurfa að fara í nokkurra daga sóttkví og tvær skimanir við komu til landsins verði tillögur sóttvarnarlæknis samþykktar. Í gær greindist smit hjá konu sem kom til landsins fyrir tíu dögum. 1. júlí 2020 18:30 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Þrjú greindust með kórónuveiruna eftir hádegi í dag. Fólkið hefur verið í samskiptum við smitaðan einstakling hér á landi á síðustu vikum og er því um að ræða þrjú innanlandssmit til viðbótar við þau átta sem staðfest hafa verið síðan 15. júní. Þetta staðfestir Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu Landspítalans, í samtali við fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá nú á fimmta tímanum. Runólfur segir að enginn af þeim þremur sem greindist eftir hádegi í dag sé alvarlega veikur. Öll séu þau þó í eftirliti. Inntur eftir því af hverju fólk virðist ekki vera að veikjast alvarlega af Covid-19 síðustu daga segir Runólfur að mest sé um að ræða ungt fólk, sem hefur fengið mun vægari einkenni en eldri sjúklingar. Það sé haldbærasta skýringin. Runólfur Pálsson, yfirlæknir á lyflækningadeild Landspítalans.Stöð 2 Þá staðfestir Runólfur að smitin þrjú tengist smitum sem greint hefur verið frá síðustu daga en vildi ekki veita frekari upplýsingar þess efnis. Hann gerir ráð fyrir að fólkið sem greindist eftir hádegi hafi verið í sóttkví. Runólfur segir það jafnframt vissulega áhyggjuefni að þrír greinist í dag. Það séu þó mjög margir í sóttkví og verið að prófa marga fyrir veirunni eftir því. Þá hafi enginn enn þurft inngrip vegna Covid-veikinda í öldu sýkinganna síðustu vikur. Greint var frá því í dag að eins árs barn hefði greinst með Covid-19 hér á landi í gær. Barnið er einkennalaust. Móðir þess er kona sem kom frá útlöndum í síðustu viku og greindist með kórónuveiruna í fyrradag. Hún hafði þá verið hér á landi í tíu daga. Virk smit á landinu voru tíu klukkan ellefu í morgun, samkvæmt tölum á Covid.is. Smitin þrjú sem nú er greint frá eru ekki inni í þeim tölum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Eins árs barn greindist með Covid-19 Eins árs gamalt barn greindist með Covid-19 hér á landi í gær. Barnið er einkennalaust eins og er. 2. júlí 2020 13:34 Tvö smit greindust á landamærunum og eitt innanlands Þrír greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, tveir við landamæraskimun og einn hjá Íslenskri erfðagreiningu, samkvæmt nýjum tölum á Covid.is. 2. júlí 2020 11:13 Smitrakning í gangi vegna konu sem kom til landsins fyrir 10 dögum en greindist í gær Íslendingar þurfa að fara í nokkurra daga sóttkví og tvær skimanir við komu til landsins verði tillögur sóttvarnarlæknis samþykktar. Í gær greindist smit hjá konu sem kom til landsins fyrir tíu dögum. 1. júlí 2020 18:30 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Eins árs barn greindist með Covid-19 Eins árs gamalt barn greindist með Covid-19 hér á landi í gær. Barnið er einkennalaust eins og er. 2. júlí 2020 13:34
Tvö smit greindust á landamærunum og eitt innanlands Þrír greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, tveir við landamæraskimun og einn hjá Íslenskri erfðagreiningu, samkvæmt nýjum tölum á Covid.is. 2. júlí 2020 11:13
Smitrakning í gangi vegna konu sem kom til landsins fyrir 10 dögum en greindist í gær Íslendingar þurfa að fara í nokkurra daga sóttkví og tvær skimanir við komu til landsins verði tillögur sóttvarnarlæknis samþykktar. Í gær greindist smit hjá konu sem kom til landsins fyrir tíu dögum. 1. júlí 2020 18:30