Meistaramót Íslands fært til Akureyrar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júlí 2020 16:00 Hilmar Örn Jónsson og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, frjálsíþróttafólk ársins 2019. Vísir/FRÍ Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum utanhúss mun ekki fara fram á Kópavogsvelli eins og upprunalega stóð til. Í staðinn mun mótið fara fram á Þórsvelli á Akureyri dagana 25. og 26. júlí. Ástæðan er einfaldlega sú að vallarkostur á höfuðborgarsvæðinu stenst ekki kröfur Frjálsíþróttasambandsins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Frjálsíþróttasambandið sendi frá sér fyrr í dag. Þar kemur einfaldlega fam að Kópavogsvöllur standist ekki kröfur og flytja þurfi mótið. Framkvæmdir á Laugardalsvelli koma í veg fyrir að hægt sé að halda mótið í Laugardalnum líkt og í fyrra. Aðrir vallarkostir í Reykjavík standast ekki kröfur og þá er ekki hægt að keppa á Selfossi þar unglingalandsmót UMFÍ fer þar fram frá 30. júlí til 2. ágúst. Að lokum varð Þórsvöllur fyrir valinu þar sem hann er eini löglegi átta brauta völlur landsins þar sem hægt er að keppa í öllum keppnisgreinum. Tilkynning FRÍ Undanfarna daga hafa stjórn og starfsfólk unnið úr þröngri stöðu eftir að í ljós kom að Meistaramót Íslands gæti ekki farið fram á Kópavogsvelli líkt og áður hafði verið auglýst. Nú hafa í annað sinn á fáum árum vaskir Norðlendingar, úr UFA á Akureyri, stigið fram og boðið fram sína reynslu og kunnáttu í mótahaldi sem og aðstöðu á hinum glæsilega Þórsvelli. Þórsvöllur er nú eini löglegi átta brauta völlur landsins þar sem keppa má í öllum keppnisgreinum á einum og sama vellinum. Stjórn FRÍ vill færa UFA sérstakar þakkir fyrir sína framgöngu en einnig verður að þakka sérstaklega Akureyrarbæ sem hefur tryggt frjálsíþróttamönnum þessa mikilsverðu aðstöðu. Nú þegar ljóst er að frjálsíþróttavellir landsins eiga undir högg að sækja er ómetanlegt að sjá öflugt sveitarfélag eins og Akureyrarbæ standa með frjálsum og tryggja að afreksmenn sem almenningur geti hlaupið, stokkið og kastað við úrvals aðstæður í fallegu umhverfi Eyjafjarðar. Íþróttir Frjálsar íþróttir Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum utanhúss mun ekki fara fram á Kópavogsvelli eins og upprunalega stóð til. Í staðinn mun mótið fara fram á Þórsvelli á Akureyri dagana 25. og 26. júlí. Ástæðan er einfaldlega sú að vallarkostur á höfuðborgarsvæðinu stenst ekki kröfur Frjálsíþróttasambandsins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Frjálsíþróttasambandið sendi frá sér fyrr í dag. Þar kemur einfaldlega fam að Kópavogsvöllur standist ekki kröfur og flytja þurfi mótið. Framkvæmdir á Laugardalsvelli koma í veg fyrir að hægt sé að halda mótið í Laugardalnum líkt og í fyrra. Aðrir vallarkostir í Reykjavík standast ekki kröfur og þá er ekki hægt að keppa á Selfossi þar unglingalandsmót UMFÍ fer þar fram frá 30. júlí til 2. ágúst. Að lokum varð Þórsvöllur fyrir valinu þar sem hann er eini löglegi átta brauta völlur landsins þar sem hægt er að keppa í öllum keppnisgreinum. Tilkynning FRÍ Undanfarna daga hafa stjórn og starfsfólk unnið úr þröngri stöðu eftir að í ljós kom að Meistaramót Íslands gæti ekki farið fram á Kópavogsvelli líkt og áður hafði verið auglýst. Nú hafa í annað sinn á fáum árum vaskir Norðlendingar, úr UFA á Akureyri, stigið fram og boðið fram sína reynslu og kunnáttu í mótahaldi sem og aðstöðu á hinum glæsilega Þórsvelli. Þórsvöllur er nú eini löglegi átta brauta völlur landsins þar sem keppa má í öllum keppnisgreinum á einum og sama vellinum. Stjórn FRÍ vill færa UFA sérstakar þakkir fyrir sína framgöngu en einnig verður að þakka sérstaklega Akureyrarbæ sem hefur tryggt frjálsíþróttamönnum þessa mikilsverðu aðstöðu. Nú þegar ljóst er að frjálsíþróttavellir landsins eiga undir högg að sækja er ómetanlegt að sjá öflugt sveitarfélag eins og Akureyrarbæ standa með frjálsum og tryggja að afreksmenn sem almenningur geti hlaupið, stokkið og kastað við úrvals aðstæður í fallegu umhverfi Eyjafjarðar.
Íþróttir Frjálsar íþróttir Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira