Danke, Sara! Wolfsburg kveður landsliðsfyrirliðann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2020 18:00 Sara Björk með þýska meistaraskjöldinn ásamt vinkonu sinni, Pernille Harder getty/Maja Hitij Eins og greint var frá í gær hefur Sara Björk Gunnarsdóttir skrifað undir tveggja ára samning við Evrópumeistara Lyon. Sara kemur til Lyon á frjálsri sölu frá Wolfsburg þar sem hún hefur leikið undanfarin fjögur ár. Landsliðsfyrirliðinn hefur þegar spilað sinn síðasta leik fyrir Wolfsburg. Hún fær ekki að spila úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar á laugardaginn þar sem Wolfsburg mætir Essen. Ef Wolfsburg vinnur bikarúrslitaleikinn á laugardaginn kveður Sara liðið, hafandi orðið tvöfaldur meistari á öllum fjórum tímabilunum sínum hjá því. Wolfsburg komst einnig í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2018 þar sem liðið tapaði fyrir verðandi samherjum Söru í Lyon, 4-1. Wolfsburg birti í dag myndband á samfélagsmiðlum sínum þar sem Sara er kvödd með stæl. Þar má sjá hana skora nokkur mörk, fagna titlum og tala þýsku. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. DANKE, SARA! #VfLWolfsburg #Wölfinnen #DieLiga @sarabjork18 pic.twitter.com/qI0COB5bQi— VfL Wolfsburg Frauen (@VfLWob_Frauen) July 2, 2020 Í samtali við Vísi sagði Sara vonast til að mega taka þátt í leikjum Lyon í Meistaradeildinni í haust. Leika á átta liða úrslit, undanúrslit og úrslit í Meistaradeildinni á Spáni dagana 21.-30. ágúst. Lyon hefur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum í röð og sex sinnum alls. Þá hefur liðið unnið franska meistaratitilinn fjórtán sinnum í röð. Sara lék með Rosengård í Svíþjóð áður en hún fór til Wolfsburg. Hún varð fjórum sinnum sænskur meistari og einu sinni bikarmeistari með Rosengård og var um tíma fyrirliði liðsins. Þýski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ein stærstu félagsskipti Íslendinga í sögunni: „Eins og karlkyns leikmaður færi í Barcelona“ „Þetta er bara risastórt, maður óskar Söru innilega til hamingju með þetta og frábært fyrir okkur Íslendinga að eiga leikmann á þessu risastóra sviði. Þetta er besta félagslið í heimi í kvennaboltanum í dag, væri eins og einhver íslenskur karlleikmaður færi í Barcelona. Eins og Eiður Smári gerði á sínum tíma, segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. 1. júlí 2020 19:45 Gat ekki sagt nei við besta lið heims: „Finn að ég þrái meira“ „Það er auðvitað ótrúlega mikill heiður að besta lið í heimi hafi sýnt manni svona mikinn áhuga,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, sem skrifað hefur undir samning til tveggja ára við Evrópu- og Frakklandsmeistara Lyon. 1. júlí 2020 15:38 Sara orðin leikmaður Evrópumeistaranna Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur skrifað undir samning við franska stórveldið Lyon. 1. júlí 2020 15:15 Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Eins og greint var frá í gær hefur Sara Björk Gunnarsdóttir skrifað undir tveggja ára samning við Evrópumeistara Lyon. Sara kemur til Lyon á frjálsri sölu frá Wolfsburg þar sem hún hefur leikið undanfarin fjögur ár. Landsliðsfyrirliðinn hefur þegar spilað sinn síðasta leik fyrir Wolfsburg. Hún fær ekki að spila úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar á laugardaginn þar sem Wolfsburg mætir Essen. Ef Wolfsburg vinnur bikarúrslitaleikinn á laugardaginn kveður Sara liðið, hafandi orðið tvöfaldur meistari á öllum fjórum tímabilunum sínum hjá því. Wolfsburg komst einnig í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2018 þar sem liðið tapaði fyrir verðandi samherjum Söru í Lyon, 4-1. Wolfsburg birti í dag myndband á samfélagsmiðlum sínum þar sem Sara er kvödd með stæl. Þar má sjá hana skora nokkur mörk, fagna titlum og tala þýsku. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. DANKE, SARA! #VfLWolfsburg #Wölfinnen #DieLiga @sarabjork18 pic.twitter.com/qI0COB5bQi— VfL Wolfsburg Frauen (@VfLWob_Frauen) July 2, 2020 Í samtali við Vísi sagði Sara vonast til að mega taka þátt í leikjum Lyon í Meistaradeildinni í haust. Leika á átta liða úrslit, undanúrslit og úrslit í Meistaradeildinni á Spáni dagana 21.-30. ágúst. Lyon hefur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum í röð og sex sinnum alls. Þá hefur liðið unnið franska meistaratitilinn fjórtán sinnum í röð. Sara lék með Rosengård í Svíþjóð áður en hún fór til Wolfsburg. Hún varð fjórum sinnum sænskur meistari og einu sinni bikarmeistari með Rosengård og var um tíma fyrirliði liðsins.
Þýski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ein stærstu félagsskipti Íslendinga í sögunni: „Eins og karlkyns leikmaður færi í Barcelona“ „Þetta er bara risastórt, maður óskar Söru innilega til hamingju með þetta og frábært fyrir okkur Íslendinga að eiga leikmann á þessu risastóra sviði. Þetta er besta félagslið í heimi í kvennaboltanum í dag, væri eins og einhver íslenskur karlleikmaður færi í Barcelona. Eins og Eiður Smári gerði á sínum tíma, segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. 1. júlí 2020 19:45 Gat ekki sagt nei við besta lið heims: „Finn að ég þrái meira“ „Það er auðvitað ótrúlega mikill heiður að besta lið í heimi hafi sýnt manni svona mikinn áhuga,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, sem skrifað hefur undir samning til tveggja ára við Evrópu- og Frakklandsmeistara Lyon. 1. júlí 2020 15:38 Sara orðin leikmaður Evrópumeistaranna Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur skrifað undir samning við franska stórveldið Lyon. 1. júlí 2020 15:15 Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Ein stærstu félagsskipti Íslendinga í sögunni: „Eins og karlkyns leikmaður færi í Barcelona“ „Þetta er bara risastórt, maður óskar Söru innilega til hamingju með þetta og frábært fyrir okkur Íslendinga að eiga leikmann á þessu risastóra sviði. Þetta er besta félagslið í heimi í kvennaboltanum í dag, væri eins og einhver íslenskur karlleikmaður færi í Barcelona. Eins og Eiður Smári gerði á sínum tíma, segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. 1. júlí 2020 19:45
Gat ekki sagt nei við besta lið heims: „Finn að ég þrái meira“ „Það er auðvitað ótrúlega mikill heiður að besta lið í heimi hafi sýnt manni svona mikinn áhuga,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, sem skrifað hefur undir samning til tveggja ára við Evrópu- og Frakklandsmeistara Lyon. 1. júlí 2020 15:38
Sara orðin leikmaður Evrópumeistaranna Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur skrifað undir samning við franska stórveldið Lyon. 1. júlí 2020 15:15