Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes boðin út í næstu viku Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júlí 2020 23:04 Fyrsti kaflinn sem boðinn verður út liggur milli Varmhóla og Vallár við Grundarhverfi. Stöð 2/Skjáskot. Fyrsti áfanginn í breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes verður boðinn út í næstu viku. Miðað er við að framkvæmdir hefjist síðsumars og að verkinu í heild verði lokið eftir þrjú ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þjóðvegurinn um Kjalarnes hefur verið markaður alvarlegum umferðarslysum og hafði Vegagerðin vonast til að hefja endurbætur í fyrrasumar. Skipulagsstofnun greip þá í taumana og úrskurðaði að breikkun vegarins skyldi fara í umhverfismat en bæði Vegagerðin og sveitarfélög á Vesturlandi kærðu þann úrskurð. Þótt úrskurður Skipulagsstofnunar hafi í vor verið lýstur ógildur vegna formgalla fór umhverfismatið engu að síður fram og hefur stofnunin núna lýst áliti sínu á framkvæmdinni. Þar segir Skipulagsstofnun að svo umfangsmikil uppbygging vegamannvirkja muni hafa talsvert neikvæð áhrif á landslag og ásýnd. Mikið rask verði á gróðri en stofnunin tekur fram að það sé einkum á gróðurlendi sem mótað sé af mannavöldum og hafi ekki mikið verndargildi. Líkur aukist á því að keyrt verði á fugla þar sem aukning verði á hraða og umferð. Þá muni búsvæði fugla tapast vegna nýrra hliðarvega og framkvæmdirnar muni raska fornleifum. Skipulagsstofnun viðurkennir þó að þær muni hafa jákvæð áhrif á umferðaröryggi. Varmhólar, þar sem byrjað verður að breikka veginn, sjást ofarlega til vinstri.Stöð 2/Skjáskot. Núna þegar umhverfismatið er að baki er Vegagerðinni ekkert að vanbúnaði að hefjast handa og verður fyrsti áfanginn, kafli frá Varmhólum að Vallá, boðinn út á mánudag, og tilboð opnuð 11. ágúst. Næsti áfangi, frá Vallá að Hvalfjarðarvegi, á svo að fara í útboð í haust, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Alls á að breikka Vesturlandsveg á níu kílómetra kafla í 2+1 veg með aðskildum akreinum. Þrjú hringtorg verða á leiðinni; við Móa, Grundarhverfi og Hvalfjarðarveg. Samhliða breikkuninni verður vegtengingum fækkað með gerð hliðarvega upp á tæpa tólf kílómetra. Verklok eru áætluð vorið 2023. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Skipulag Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Fyrsti áfanginn í breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes verður boðinn út í næstu viku. Miðað er við að framkvæmdir hefjist síðsumars og að verkinu í heild verði lokið eftir þrjú ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þjóðvegurinn um Kjalarnes hefur verið markaður alvarlegum umferðarslysum og hafði Vegagerðin vonast til að hefja endurbætur í fyrrasumar. Skipulagsstofnun greip þá í taumana og úrskurðaði að breikkun vegarins skyldi fara í umhverfismat en bæði Vegagerðin og sveitarfélög á Vesturlandi kærðu þann úrskurð. Þótt úrskurður Skipulagsstofnunar hafi í vor verið lýstur ógildur vegna formgalla fór umhverfismatið engu að síður fram og hefur stofnunin núna lýst áliti sínu á framkvæmdinni. Þar segir Skipulagsstofnun að svo umfangsmikil uppbygging vegamannvirkja muni hafa talsvert neikvæð áhrif á landslag og ásýnd. Mikið rask verði á gróðri en stofnunin tekur fram að það sé einkum á gróðurlendi sem mótað sé af mannavöldum og hafi ekki mikið verndargildi. Líkur aukist á því að keyrt verði á fugla þar sem aukning verði á hraða og umferð. Þá muni búsvæði fugla tapast vegna nýrra hliðarvega og framkvæmdirnar muni raska fornleifum. Skipulagsstofnun viðurkennir þó að þær muni hafa jákvæð áhrif á umferðaröryggi. Varmhólar, þar sem byrjað verður að breikka veginn, sjást ofarlega til vinstri.Stöð 2/Skjáskot. Núna þegar umhverfismatið er að baki er Vegagerðinni ekkert að vanbúnaði að hefjast handa og verður fyrsti áfanginn, kafli frá Varmhólum að Vallá, boðinn út á mánudag, og tilboð opnuð 11. ágúst. Næsti áfangi, frá Vallá að Hvalfjarðarvegi, á svo að fara í útboð í haust, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Alls á að breikka Vesturlandsveg á níu kílómetra kafla í 2+1 veg með aðskildum akreinum. Þrjú hringtorg verða á leiðinni; við Móa, Grundarhverfi og Hvalfjarðarveg. Samhliða breikkuninni verður vegtengingum fækkað með gerð hliðarvega upp á tæpa tólf kílómetra. Verklok eru áætluð vorið 2023. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Skipulag Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira