Þvættuðu milljónir í gegnum snyrtistofuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. júlí 2020 22:14 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness á mánudag. Vísir/vilhelm Tveir stjórnendur snyrtistofu í Kópavogi voru í Héraðsdómi Reykjaness í fyrradag dæmdar í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi og hvor um sig til greiðslu 8,5 milljóna sektar fyrir peningaþvætti. Önnur konan er framkvæmdastjóri félagsins sem rekur snyrtistofuna og hin er titluð „daglegur stjórnandi“ í ákæru. Báðar eru þær jafnframt ákærðar sem stjórnarformenn félagsins. Þær voru ákærðar fyrir að hafa vanframtalið útskatt félagsins fyrir árin 2014 til 2017 og fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti, samtals að fjárhæð rúmum 5,8 milljónum króna. Konurnar játuðu skýlaust þessi brot sín. Þá voru konurnar hvor um sig ákærðar fyrir peningaþvætti með því að hafa vanrækt að telja samtals um 30 milljónir króna fram til skatts. Þannig var framkvæmdastjóranum gefið að sök að hafa komið sér undan að greiða um 5,5 milljónir í skatt og stjórnandinn um sex milljónir króna. Konurnar neituðu sök í þessum ákærulið. Þær deildu þó ekki um umrædda lýsingu málsatvika en héldu því fram fyrir dómi að háttsemi þeirra teldist ekki peningaþvætti. Dómurinn féllst hins vegar ekki á það og taldi brot þeirra teljast sönnuð og varða tilgreint lagaákvæði um peningaþvætti í ákæru. Konurnar voru að endingu hvor um sig dæmdar í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi líkt og áður segir. Þá var þeim báðum gert að greiða sekt að upphæð 8,5 milljóna króna, auk þóknun verjenda að upphæð um 832 þúsund krónur hvor. Dómsmál Kópavogur Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Tveir stjórnendur snyrtistofu í Kópavogi voru í Héraðsdómi Reykjaness í fyrradag dæmdar í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi og hvor um sig til greiðslu 8,5 milljóna sektar fyrir peningaþvætti. Önnur konan er framkvæmdastjóri félagsins sem rekur snyrtistofuna og hin er titluð „daglegur stjórnandi“ í ákæru. Báðar eru þær jafnframt ákærðar sem stjórnarformenn félagsins. Þær voru ákærðar fyrir að hafa vanframtalið útskatt félagsins fyrir árin 2014 til 2017 og fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti, samtals að fjárhæð rúmum 5,8 milljónum króna. Konurnar játuðu skýlaust þessi brot sín. Þá voru konurnar hvor um sig ákærðar fyrir peningaþvætti með því að hafa vanrækt að telja samtals um 30 milljónir króna fram til skatts. Þannig var framkvæmdastjóranum gefið að sök að hafa komið sér undan að greiða um 5,5 milljónir í skatt og stjórnandinn um sex milljónir króna. Konurnar neituðu sök í þessum ákærulið. Þær deildu þó ekki um umrædda lýsingu málsatvika en héldu því fram fyrir dómi að háttsemi þeirra teldist ekki peningaþvætti. Dómurinn féllst hins vegar ekki á það og taldi brot þeirra teljast sönnuð og varða tilgreint lagaákvæði um peningaþvætti í ákæru. Konurnar voru að endingu hvor um sig dæmdar í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi líkt og áður segir. Þá var þeim báðum gert að greiða sekt að upphæð 8,5 milljóna króna, auk þóknun verjenda að upphæð um 832 þúsund krónur hvor.
Dómsmál Kópavogur Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira