Hvað með að skrifa bara grein? Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar 1. júlí 2020 13:00 Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn sbr 1. málsgrein í okkar stjórnarskrá síðan 1944. Við iðkum lýðræði og reynum flest öll að umvefja það og umbera. Sumir hafa þó á stundum sýnt okkar lýðræði vanvirðingu þá þannig að sniðganga þátttöku líkt og mátti sjá í þjóðaratkvæðagreiðslu sem hér fór fram 20. október 2012, þá til að gera lítið úr niðurstöðunni og draga úr áhrifum niðurstöðunnar. Svei þeim hinum sömu. Nú að loknum forsetakosningum er hinsvegar vert að skoða málin, málin er varða lýðræðið okkar, okkar fjöregg og um leið málfrelsið. Hér voru tveir í framboði en einhverjir fleiri höfðu áhuga en áttu ekki erindi sem erfiði. Annar þeirra sat í embættinu sem kosið var um, hinn sat á hótelstóli í Danmörku. Annar þeirra kaus að halda sig meira til hlés, stöðu sinnar vegna á meðan hinn kaus að hafa hátt, ríflega þó. Sem er jú aftur okkar lýðræðislegur réttur, að mega og geta tjáð okkur og það hátt svo lengi sem það trufli ekki næsta mann. Annar frambjóðandinn, þessi sem laut í gras hefur einmitt talað mikið um lýðræðið, það sé fyrir alla og hann [frambjóðandinn] muni gera allt fyrir lýðræðið og gerði allt til þess standa vörð um lýðræðið, næði hann kjöri. Frambjóðandinn, hótelstjórinn, hefur svo í beinu framhaldi af umræðu um lýðræðisástina, vitnað til máls sem hér reið húsum sumarið 2019 eða “Orkupakkamálið”. Í því máli voru nokkrar fylkingar, þá helst sú sem sá allar tengingar við útlönd í efnislegu formi eða í samskiptalega allt til foráttu og svo hin sem taldi málið í eðlilegum farvegi og ekki efni til að ganga fram af sér. Frambjóðandinn, hótelstjórinn var í hópi þeirra sem höfðu hátt og nýttu sér fésbókarvegg einn sem kallaður var og er, “Orkan okkar” til þess arna. Þar var svo oft mikið fjör og stundum handagangur í öskjunni með fullyrðingar sem margar stóðust jafnmikla skoðun og að tunglið sé í raun ostur. Ást frambjóðandans á lýðræðinu, ásamt kosningastjóra hans, þvarr aðeins þarna um stund, því á þessum vegg var svo ekki pláss fyrir þá sem ekki trúðu því að tunglið væri ostur og vildu ræða málið efnislega. Þar var grisjað reglulega og ekki pláss fyrir báða hópa, eiginlega bara einn hóp. Þess vegna er það léttir að vita til þess að nú sitji forseti í öndvegi á Bessastöðum sem iðki lýðræðislega umræðu og taki tillit til þeirra sem hafi ólíkar skoðanir. Hótelstjórinn og frambjóðandinn sem náði ekki 8% fylgi á landsvísu hefur ekki sýnt þá ástríðu fyrir lýðræðislega umræðu og hann vildi vera láta í kosningabaráttunni að höfundar. Hér er svo vert að staldra við og kynna sér það sem frambjóðandinn sem laut í gras heldur nú fram, að kosningum loknum. Nú stóð það aldrei til að sigra, framboð hans hafi verið tilraun til að kalla fram ákveðinn samfélagshóp saman umfram annan. Nú eru ekki bara einn fjölmiðill sem vann á móti kjöri hans heldur allir. Gott að halda því til haga að frambjóðandinn fékk allar sömu kynningar og núverandi forseta var boðið upp á í umfjöllun fjölmiðla, þá í prentmiðlum og í ljósvakamiðlum sem kusu að kynna kosningar að einhverju marki, að einni útvarpsstöð undanskilinni sem kaus að brjóta 26 gr fjölmiðlalaga um lýðræðislega grunvallatreglur en þar fékk n.v hótelsstjórinn og f.v frambjóðandi þrjú drottingarviðtöl umfram ágætan forseta vor. Það getur nú vart talist eðlilegt að hafa nú nýtt sér þann lýðræðislega rétt að bjóða sig fram, einungis til að fá sviðið í um 4 vikur, fá gnægð af vegahamborgurum og geta svo hjólað í núverandi forseta um hneykslismál og aða lágkúru, fyrir utan þess að hafa kostað nú okkar sameiginlega sjóði um hundruði milljónir ef baráttan var bara til að gefa út yfirlýsingu. Ágæti Guðmundur Franklín, gastu bara ekki skrifað grein og kallað það gott? Höfundur er rekstariðnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2020 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn sbr 1. málsgrein í okkar stjórnarskrá síðan 1944. Við iðkum lýðræði og reynum flest öll að umvefja það og umbera. Sumir hafa þó á stundum sýnt okkar lýðræði vanvirðingu þá þannig að sniðganga þátttöku líkt og mátti sjá í þjóðaratkvæðagreiðslu sem hér fór fram 20. október 2012, þá til að gera lítið úr niðurstöðunni og draga úr áhrifum niðurstöðunnar. Svei þeim hinum sömu. Nú að loknum forsetakosningum er hinsvegar vert að skoða málin, málin er varða lýðræðið okkar, okkar fjöregg og um leið málfrelsið. Hér voru tveir í framboði en einhverjir fleiri höfðu áhuga en áttu ekki erindi sem erfiði. Annar þeirra sat í embættinu sem kosið var um, hinn sat á hótelstóli í Danmörku. Annar þeirra kaus að halda sig meira til hlés, stöðu sinnar vegna á meðan hinn kaus að hafa hátt, ríflega þó. Sem er jú aftur okkar lýðræðislegur réttur, að mega og geta tjáð okkur og það hátt svo lengi sem það trufli ekki næsta mann. Annar frambjóðandinn, þessi sem laut í gras hefur einmitt talað mikið um lýðræðið, það sé fyrir alla og hann [frambjóðandinn] muni gera allt fyrir lýðræðið og gerði allt til þess standa vörð um lýðræðið, næði hann kjöri. Frambjóðandinn, hótelstjórinn, hefur svo í beinu framhaldi af umræðu um lýðræðisástina, vitnað til máls sem hér reið húsum sumarið 2019 eða “Orkupakkamálið”. Í því máli voru nokkrar fylkingar, þá helst sú sem sá allar tengingar við útlönd í efnislegu formi eða í samskiptalega allt til foráttu og svo hin sem taldi málið í eðlilegum farvegi og ekki efni til að ganga fram af sér. Frambjóðandinn, hótelstjórinn var í hópi þeirra sem höfðu hátt og nýttu sér fésbókarvegg einn sem kallaður var og er, “Orkan okkar” til þess arna. Þar var svo oft mikið fjör og stundum handagangur í öskjunni með fullyrðingar sem margar stóðust jafnmikla skoðun og að tunglið sé í raun ostur. Ást frambjóðandans á lýðræðinu, ásamt kosningastjóra hans, þvarr aðeins þarna um stund, því á þessum vegg var svo ekki pláss fyrir þá sem ekki trúðu því að tunglið væri ostur og vildu ræða málið efnislega. Þar var grisjað reglulega og ekki pláss fyrir báða hópa, eiginlega bara einn hóp. Þess vegna er það léttir að vita til þess að nú sitji forseti í öndvegi á Bessastöðum sem iðki lýðræðislega umræðu og taki tillit til þeirra sem hafi ólíkar skoðanir. Hótelstjórinn og frambjóðandinn sem náði ekki 8% fylgi á landsvísu hefur ekki sýnt þá ástríðu fyrir lýðræðislega umræðu og hann vildi vera láta í kosningabaráttunni að höfundar. Hér er svo vert að staldra við og kynna sér það sem frambjóðandinn sem laut í gras heldur nú fram, að kosningum loknum. Nú stóð það aldrei til að sigra, framboð hans hafi verið tilraun til að kalla fram ákveðinn samfélagshóp saman umfram annan. Nú eru ekki bara einn fjölmiðill sem vann á móti kjöri hans heldur allir. Gott að halda því til haga að frambjóðandinn fékk allar sömu kynningar og núverandi forseta var boðið upp á í umfjöllun fjölmiðla, þá í prentmiðlum og í ljósvakamiðlum sem kusu að kynna kosningar að einhverju marki, að einni útvarpsstöð undanskilinni sem kaus að brjóta 26 gr fjölmiðlalaga um lýðræðislega grunvallatreglur en þar fékk n.v hótelsstjórinn og f.v frambjóðandi þrjú drottingarviðtöl umfram ágætan forseta vor. Það getur nú vart talist eðlilegt að hafa nú nýtt sér þann lýðræðislega rétt að bjóða sig fram, einungis til að fá sviðið í um 4 vikur, fá gnægð af vegahamborgurum og geta svo hjólað í núverandi forseta um hneykslismál og aða lágkúru, fyrir utan þess að hafa kostað nú okkar sameiginlega sjóði um hundruði milljónir ef baráttan var bara til að gefa út yfirlýsingu. Ágæti Guðmundur Franklín, gastu bara ekki skrifað grein og kallað það gott? Höfundur er rekstariðnfræðingur.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun