Gústi Gylfa: Okkur greinilega fyrirmunað að skora Ísak Hallmundarson skrifar 29. júní 2020 23:15 Ágúst á hliðarlínunni í kvöld. vísir/vilhelm Fylkir og Grótta mættust í Pepsi Max deild karla á heimavelli Fylkis í Árbæ í kvöld. Lokatölur 2-0 fyrir Fylki í hörkuleik. Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu var að vonum svekktur með niðurstöðu leiksins en lið hans barðist hetjulega í kvöld. ,,Það má með sanni segja að við áttum skilið eitthvað úr þessum leik. Gríðarlega ánægður með fyrri hálfleik en okkur er greinilega fyrirmunað að skora. Við hefðum kannski getað verið búnir að klára þetta í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur var ekki alveg eins góður en við fáum nokkur góð færi til að skora. Fáum svo víti á okkur og þeir komast yfir og bæta svo öðru marki við, þá var þetta á brattann að sækja fyrir okkur. Þetta var góður fyrri hálfleikur en við vorum ekki nógu góðir í seinni,‘‘ sagði Gústi. Grótta fékk fjöldan allan af tækifærum og komust oft í góða stöðu en áttu erfitt með að ná skoti á markið. ,,Það er eitthvað sem háir okkur varðandi að skora, mögulega þor, kannski reynsluleysi, við erum að reyna að grafa ofan í það. Búnir að spila þrjá leiki í deildinni og ekki skorað mark, við þurfum að gera þetta betur kannski á æfingasvæðinu og vorum frekar værukærir fannst mér í færunum og tók okkur langan tíma að ,,slútta‘‘, en við finnum lausn á þessu fyrir næstu leiki. Ég vil skila batakveðju til Helga Vals, leiðinlegt að heyra með hann og vonandi endar þetta ekki ferilinn hans og hann kemur sterkur til baka.‘‘ En getur Gústi tekið eitthvað jákvætt út úr þessum leik fyrir framhaldið? ,,Ég veit það ekki, við töpuðum leiknum og skoruðum ekki mark og það er það sem maður skilur eftir í þessum leik. Við erum ekki komnir með neinn punkt á töfluna og það er það sem svíður. Við þurfum að fara að hala inn stigum og með þessari frammistöðu jú þá munum við gera það, sérstaklega í fyrri hálfleik,‘‘ sagði hann að lokum. Grótta fær HK í heimsókn í næsta leik í deildinni þann 4. júlí. Grótta Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Fylkir og Grótta mættust í Pepsi Max deild karla á heimavelli Fylkis í Árbæ í kvöld. Lokatölur 2-0 fyrir Fylki í hörkuleik. Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu var að vonum svekktur með niðurstöðu leiksins en lið hans barðist hetjulega í kvöld. ,,Það má með sanni segja að við áttum skilið eitthvað úr þessum leik. Gríðarlega ánægður með fyrri hálfleik en okkur er greinilega fyrirmunað að skora. Við hefðum kannski getað verið búnir að klára þetta í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur var ekki alveg eins góður en við fáum nokkur góð færi til að skora. Fáum svo víti á okkur og þeir komast yfir og bæta svo öðru marki við, þá var þetta á brattann að sækja fyrir okkur. Þetta var góður fyrri hálfleikur en við vorum ekki nógu góðir í seinni,‘‘ sagði Gústi. Grótta fékk fjöldan allan af tækifærum og komust oft í góða stöðu en áttu erfitt með að ná skoti á markið. ,,Það er eitthvað sem háir okkur varðandi að skora, mögulega þor, kannski reynsluleysi, við erum að reyna að grafa ofan í það. Búnir að spila þrjá leiki í deildinni og ekki skorað mark, við þurfum að gera þetta betur kannski á æfingasvæðinu og vorum frekar værukærir fannst mér í færunum og tók okkur langan tíma að ,,slútta‘‘, en við finnum lausn á þessu fyrir næstu leiki. Ég vil skila batakveðju til Helga Vals, leiðinlegt að heyra með hann og vonandi endar þetta ekki ferilinn hans og hann kemur sterkur til baka.‘‘ En getur Gústi tekið eitthvað jákvætt út úr þessum leik fyrir framhaldið? ,,Ég veit það ekki, við töpuðum leiknum og skoruðum ekki mark og það er það sem maður skilur eftir í þessum leik. Við erum ekki komnir með neinn punkt á töfluna og það er það sem svíður. Við þurfum að fara að hala inn stigum og með þessari frammistöðu jú þá munum við gera það, sérstaklega í fyrri hálfleik,‘‘ sagði hann að lokum. Grótta fær HK í heimsókn í næsta leik í deildinni þann 4. júlí.
Grótta Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira