Andstæðingar þungunarrofs biðu ósigur fyrir hæstarétti Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2020 15:56 Andstæðingar þungunarrofs biðu niðurstöðu Hæstaréttar Bandaríkjanna fyrir utan dómshúsið í dag. Þeir urðu fyrir vonbrigðum. AP/Patrick Semansky Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi lög sem sett voru í Louisiana og þrengdu verulega að möguleikum kvenna á þungunarrofi í dag. Hefðu lögin fengið að standa hefði aðeins ein heilbrigðisstofnun sem býður upp á þungunarrof verið eftir í ríkinu. Lögin voru sett árið 2014 og skylduðu lækna sem framkvæma þungunarrof til þess að hafa umboð til að leggja sjúklinga inn á sjúkrahús innan við 48 kílómetra frá læknastofu sinni. Reuters-fréttastofan segir að læknum reynist stundum erfitt að fá slíkt umboð. Þessi skylda hefði kipp fótunum undan tveimur af þremur heilsugæslustöðvum í Lousiana sem bjóða upp á þungunarrof. John Roberts, forseti hæstaréttarins og einn fimm íhaldssamra dómara við réttinn, tók undir álit frjálslyndu dómaranna fjögurra og dæmdi heilsugæslustöðinni í vil. Ríkisstjórn Donalds Trump studdi Louisiana-ríki í málinu. Hæstiréttur ógilti áþekk lög í Texas sem gerðu kröfu um að heilsugæslustöðvar sem framkvæmdu þungunarrof hefðu dýran tæknibúnað á við sjúkrahús árið 2016. Lögin voru talin leggja ósanngjarnar byrðar á konur sem sóttust eftir þungunarrofi. Þá vildi Roberts leyfa lögunum að standa. Í málinu í Louisiana sagðist Roberts enn telja að dómurinn frá 2016 væri rangur en að rétturinn yrði að fylgja fordæminu sem var sett með honum. Nokkur fjöldi ríkja þar sem íhaldssamir kristnir repúblikanar eru við völd í Bandaríkjunum hafa sett sambærileg lög til þess að takmarka verulega aðgengi að þungunarrofi undanfarin ár. Það hafa þeir gert til þess að komast í kringum að hæstiréttur hefur áður dæmt að konur hafi stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs. Dómur hæstaréttar í dag er talinn áfall fyrir andstæðinga þungunarrofs í Bandaríkjunum sem binda vonir við að íhaldssamir dómarar sem nú eru í meirihluta í réttinum legði blessun sína yfir takmarkanir sem þessar. Reuters segir að fleiri mál sem varða þungunarrof bíði úrlausnar réttarins þannig að íhaldsmenn eygja enn möguleika á að takmarka aðgengi að aðgerðinni. Þungunarrof Bandaríkin Tengdar fréttir Íhaldssöm ríki stöðva þungunarrof í faraldrinum Yfirvöld í Texas og Ohio í Bandaríkjunum hafa ákveðið að þungunarrof sé ónauðsynleg aðgerð sem verði að fresta vegna kórónuveirufaraldursins. Ákvörðunin var tekin þrátt fyrir að samtök bandarískra kvensjúkdómalækna hafi kallað eftir því að þungunarrof nyti verndar í faraldrinum. 25. mars 2020 08:51 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi lög sem sett voru í Louisiana og þrengdu verulega að möguleikum kvenna á þungunarrofi í dag. Hefðu lögin fengið að standa hefði aðeins ein heilbrigðisstofnun sem býður upp á þungunarrof verið eftir í ríkinu. Lögin voru sett árið 2014 og skylduðu lækna sem framkvæma þungunarrof til þess að hafa umboð til að leggja sjúklinga inn á sjúkrahús innan við 48 kílómetra frá læknastofu sinni. Reuters-fréttastofan segir að læknum reynist stundum erfitt að fá slíkt umboð. Þessi skylda hefði kipp fótunum undan tveimur af þremur heilsugæslustöðvum í Lousiana sem bjóða upp á þungunarrof. John Roberts, forseti hæstaréttarins og einn fimm íhaldssamra dómara við réttinn, tók undir álit frjálslyndu dómaranna fjögurra og dæmdi heilsugæslustöðinni í vil. Ríkisstjórn Donalds Trump studdi Louisiana-ríki í málinu. Hæstiréttur ógilti áþekk lög í Texas sem gerðu kröfu um að heilsugæslustöðvar sem framkvæmdu þungunarrof hefðu dýran tæknibúnað á við sjúkrahús árið 2016. Lögin voru talin leggja ósanngjarnar byrðar á konur sem sóttust eftir þungunarrofi. Þá vildi Roberts leyfa lögunum að standa. Í málinu í Louisiana sagðist Roberts enn telja að dómurinn frá 2016 væri rangur en að rétturinn yrði að fylgja fordæminu sem var sett með honum. Nokkur fjöldi ríkja þar sem íhaldssamir kristnir repúblikanar eru við völd í Bandaríkjunum hafa sett sambærileg lög til þess að takmarka verulega aðgengi að þungunarrofi undanfarin ár. Það hafa þeir gert til þess að komast í kringum að hæstiréttur hefur áður dæmt að konur hafi stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs. Dómur hæstaréttar í dag er talinn áfall fyrir andstæðinga þungunarrofs í Bandaríkjunum sem binda vonir við að íhaldssamir dómarar sem nú eru í meirihluta í réttinum legði blessun sína yfir takmarkanir sem þessar. Reuters segir að fleiri mál sem varða þungunarrof bíði úrlausnar réttarins þannig að íhaldsmenn eygja enn möguleika á að takmarka aðgengi að aðgerðinni.
Þungunarrof Bandaríkin Tengdar fréttir Íhaldssöm ríki stöðva þungunarrof í faraldrinum Yfirvöld í Texas og Ohio í Bandaríkjunum hafa ákveðið að þungunarrof sé ónauðsynleg aðgerð sem verði að fresta vegna kórónuveirufaraldursins. Ákvörðunin var tekin þrátt fyrir að samtök bandarískra kvensjúkdómalækna hafi kallað eftir því að þungunarrof nyti verndar í faraldrinum. 25. mars 2020 08:51 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Íhaldssöm ríki stöðva þungunarrof í faraldrinum Yfirvöld í Texas og Ohio í Bandaríkjunum hafa ákveðið að þungunarrof sé ónauðsynleg aðgerð sem verði að fresta vegna kórónuveirufaraldursins. Ákvörðunin var tekin þrátt fyrir að samtök bandarískra kvensjúkdómalækna hafi kallað eftir því að þungunarrof nyti verndar í faraldrinum. 25. mars 2020 08:51