Hvalur hf. hefur fest kaup á helmingi hlutafjár í Íslenska gámafélaginu ehf.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenska gámafélaginu. Þar segir að eftir viðskiptin séu hluthafar í Íslenska gámafélaginu, Hvalur hf. og Gufunes ehf. með jafnan hlut.
„Jón Þórir Frantzson og Ólafur Thordersen starfa áfram sem forstjóri og aðstoðarforstjóri félagsins. Í tilkynningu vegna kaupanna kemur fram að kaupverðið sé trúnaðarmál.
Hjá Íslenska gámafélaginu og dótturfélögum þess starfa um 300 manns, en aðalstarfsemi Íslenska gámafélagsins er almenn sorphirða og útleiga á gámum, bifreiðum og tækjum ásamt útflutningi á hráefni til endurvinnslu og orkunýtingar. Velta félagsins eru rúmir 5 milljarðar króna, en heildareignir þess námu um 6 milljörðum í lok árs 2019. Viðskiptavinir eru um 4.500 talsins og samanstanda af um 2.800 fyrirtækjum og stofnunum, 1.700 einstaklingum og 23 sveitarfélögum,“ segir í tilkynningunni.