Smitrakningarteymið í sama gír og í upphafi faraldursins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2020 21:53 Ævar Pálmi sést hér ásamt Ölmu Möller landlækni, á einum fjölmargra upplýsingafunda landlæknis og almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. Lögreglan Ævar Pálmi Pálmason, yfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningarteymis Almannavarna, segir að smitrakningarteymið hafi síðustu daga unnið hörðum höndum að smitrakningu eftir að kórónuveirusmit komu upp í leikmönnum efstu deilda karla og kvenna í knattspyrnu hér á landi. Á fimmtudag var greint frá því að leikmaður í kvennaliði Breiðabliks hefði greinst með veiruna. Á föstudag var síðan sagt frá því að leikmaður karlaliðs Stjörnunnar hefði greinst með veiruna, en í dag bárust af því fréttir að leikmaður kvennaliðs Fylkis væri sömuleiðis smitaður. Liðsfélagar viðkomandi leikmanna, auk fjölda annarra þurfa því að sæta sóttkví. „Við erum að setja okkur í sama gír og við vorum í þarna í byrjun mars. Þetta eru ansi fjölmennir hópar af fólki sem þurfa að fara í sóttkví, þannig að við erum búin að vera hérna, sex til tíu manns, frá því á föstudaginn að rekja smit og hringja í fólk og senda í sóttkví og gefa ráðleggingar og leiðbeiningar,“ segir Ævar Pálmi. Honum reiknast til að rúmlega 400 manns þurfi að sæta sóttkví vegna smitanna þriggja. Ævar Pálmi segir gert ráð fyrir því að allir sem farið hafa í sóttkví vegna smitanna verði prófaðir fyrir kórónuveirunni. Búið sé að koma þeim skilaboðum áleiðis til langstærsts hluta þeirra sem útsettir voru fyrir smiti. Mikilvægt að klára sóttkví þrátt fyrir neikvætt sýni Ævar Pálmi segir að þau sem nú eru í sóttkví, og hafi fengið skilaboð um að fara í skimun fyrir veirunni, muni þurfa að klára sóttkvína. Er það óháð því hvort próf fyrir veirunni reynist jákvætt eða neikvætt. „Sýnatakan og neikvæð niðurstaða úr henni léttir ekki sóttkví. Þetta er náttúrulega bara skimun til þess að kanna hvort veiran sé byrjuð að dreifa sér og það er mjög mikilvægt að klára þessar tvær vikur í sóttkví til þess að hefta dreifingu.“ Ævar Pálmi segir þá að smitrakningarteymið muni ljúka vinnu við að rekja umrædd þrjú smit seint í kvöld, að öllu óbreyttu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Ævar Pálmi Pálmason, yfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningarteymis Almannavarna, segir að smitrakningarteymið hafi síðustu daga unnið hörðum höndum að smitrakningu eftir að kórónuveirusmit komu upp í leikmönnum efstu deilda karla og kvenna í knattspyrnu hér á landi. Á fimmtudag var greint frá því að leikmaður í kvennaliði Breiðabliks hefði greinst með veiruna. Á föstudag var síðan sagt frá því að leikmaður karlaliðs Stjörnunnar hefði greinst með veiruna, en í dag bárust af því fréttir að leikmaður kvennaliðs Fylkis væri sömuleiðis smitaður. Liðsfélagar viðkomandi leikmanna, auk fjölda annarra þurfa því að sæta sóttkví. „Við erum að setja okkur í sama gír og við vorum í þarna í byrjun mars. Þetta eru ansi fjölmennir hópar af fólki sem þurfa að fara í sóttkví, þannig að við erum búin að vera hérna, sex til tíu manns, frá því á föstudaginn að rekja smit og hringja í fólk og senda í sóttkví og gefa ráðleggingar og leiðbeiningar,“ segir Ævar Pálmi. Honum reiknast til að rúmlega 400 manns þurfi að sæta sóttkví vegna smitanna þriggja. Ævar Pálmi segir gert ráð fyrir því að allir sem farið hafa í sóttkví vegna smitanna verði prófaðir fyrir kórónuveirunni. Búið sé að koma þeim skilaboðum áleiðis til langstærsts hluta þeirra sem útsettir voru fyrir smiti. Mikilvægt að klára sóttkví þrátt fyrir neikvætt sýni Ævar Pálmi segir að þau sem nú eru í sóttkví, og hafi fengið skilaboð um að fara í skimun fyrir veirunni, muni þurfa að klára sóttkvína. Er það óháð því hvort próf fyrir veirunni reynist jákvætt eða neikvætt. „Sýnatakan og neikvæð niðurstaða úr henni léttir ekki sóttkví. Þetta er náttúrulega bara skimun til þess að kanna hvort veiran sé byrjuð að dreifa sér og það er mjög mikilvægt að klára þessar tvær vikur í sóttkví til þess að hefta dreifingu.“ Ævar Pálmi segir þá að smitrakningarteymið muni ljúka vinnu við að rekja umrædd þrjú smit seint í kvöld, að öllu óbreyttu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira