Dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun á salerni skemmtistaðar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júní 2020 19:15 Landsréttur dæmdi í dag í málinu. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag sakfelldur í Landsrétti fyrir nauðgun með því að hafa haft samræði við þolanda og beitt til þess ofbeldi og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðnum sökum áhrifa áfengis. Maðurinn, sem heitir Karol Szostek, dæmdur í þriggja ára fangelsi og gert að greiða þolandanum tvær milljónir króna í miskabætur. Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Suðurlands þann 12. júlí 2019 og skaut ríkissaksóknari málinu til Landsréttar þann 24. júlí síðastliðinn að ósk ákærða. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms nú í dag. Karol var sakaður um að hafa aðfaranótt sunnudagsins 25. nóvember 2018 haft samræði og önnur kynferðismök við brotaþola á kvennasalerni á efri hæð skemmtistaðar. Hann hafi gert þetta án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi. Fram kemur í dómnum að hann hafi ýtt konunni inn á salernið henni að óvörum, rifið margsinnis og haldið í hár hennar, snúið henni, ýtt niður og haldið henni, tekið niður um hana buxurnar og sokkabuxur, stungið fingri í leggöng hennar og haft við hana samræði um leggöng, auk þess að hafa notfært sér það að hún gat ekki spornað við verknaðnum sökum áhrifa áfengis. Hún hlaut af þessu mikla áverka og var hún meðal annars bólgin og aum yfir hægra kinnbeini, yfir hársverði frá ofanverðum hvirfli og aftur í hnakka, á hægri mjöðm, neðst á spjaldhrygg og í vöðvum aftan á hálsi. Þá kemur fram að sviðsstjóri rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði hafi metið það svo að magn alkóhóls í blóði brotaþola hafi verið 2,8 til 2,9 prómill um það leiti sem brotið var framið. Áætlað er að alkóhól í blóði ákærða hafi verið á bilinu 2,2 til 2,3 prómill á sama tíma. Þá kemur fram að þegar alkóhól í blóði nálgast þrjú prómill geti ástandið verið þannig að fólk geti dáið áfengisdauða. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Karlmaður var í dag sakfelldur í Landsrétti fyrir nauðgun með því að hafa haft samræði við þolanda og beitt til þess ofbeldi og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðnum sökum áhrifa áfengis. Maðurinn, sem heitir Karol Szostek, dæmdur í þriggja ára fangelsi og gert að greiða þolandanum tvær milljónir króna í miskabætur. Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Suðurlands þann 12. júlí 2019 og skaut ríkissaksóknari málinu til Landsréttar þann 24. júlí síðastliðinn að ósk ákærða. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms nú í dag. Karol var sakaður um að hafa aðfaranótt sunnudagsins 25. nóvember 2018 haft samræði og önnur kynferðismök við brotaþola á kvennasalerni á efri hæð skemmtistaðar. Hann hafi gert þetta án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi. Fram kemur í dómnum að hann hafi ýtt konunni inn á salernið henni að óvörum, rifið margsinnis og haldið í hár hennar, snúið henni, ýtt niður og haldið henni, tekið niður um hana buxurnar og sokkabuxur, stungið fingri í leggöng hennar og haft við hana samræði um leggöng, auk þess að hafa notfært sér það að hún gat ekki spornað við verknaðnum sökum áhrifa áfengis. Hún hlaut af þessu mikla áverka og var hún meðal annars bólgin og aum yfir hægra kinnbeini, yfir hársverði frá ofanverðum hvirfli og aftur í hnakka, á hægri mjöðm, neðst á spjaldhrygg og í vöðvum aftan á hálsi. Þá kemur fram að sviðsstjóri rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði hafi metið það svo að magn alkóhóls í blóði brotaþola hafi verið 2,8 til 2,9 prómill um það leiti sem brotið var framið. Áætlað er að alkóhól í blóði ákærða hafi verið á bilinu 2,2 til 2,3 prómill á sama tíma. Þá kemur fram að þegar alkóhól í blóði nálgast þrjú prómill geti ástandið verið þannig að fólk geti dáið áfengisdauða.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira