Bára um Selfoss: „Töluvert langt frá Breiðabliki og Val í gæðum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 26. júní 2020 13:20 Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir í þættinum í gær. vísir/S2s Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, einn sérfræðingur Pepsi Max-markanna, segir að Selfoss sé langt frá toppliðum Breiðablik og Vals í gæðum, þrátt fyrir að hafa unnið FH 2-0 fyrr í vikunni. Margrét Lára Viðarsdóttir segir einnig að Selfoss-liðið þurfi að spila enn betur svo hægt sé að tala um þær í toppbaráttunni en segir þó að þessir leikir gegn liðum í neðri deildunum geti stundum verið erfiðir. „Það getur oft verið tregt á því. Hlutirnir falla ekki alltaf fyrir mann og ganga sem skyldi þannig að góður sigur fyrir Selfyssinga. Ég kalla samt eftir betri heildarframmistöðu frá þeim,“ sagði Margrét Lára áður en Bára Kristbjörg tók við boltanum. „Ég gæti ekki verið meira sammála. Ég held að Selfoss, eftir þessar þrjár umferðir, eigi ekkert að vera setja þessa pressu á sig sjálfar og gefa það út að þær ætla að vera Íslandsmeistarar. Þær eru töluvert langt frá Breiðabliki og Val í gæðum, að því sem ég er búin að sjá, fyrir utan meistari meistaranna. Ég veit ekki hvort að sá leikur hafi stígið þeim eitthvað til höfuðs.“ Bára segir að ef Breiðablik eða Valur hafi verið að spila þennan leik hafi þeir gert út um hann fyrr og unnið með stærri mun. Hún sá ekki rosalegan mun á liði FH og Selfoss. „Þær voru til dæmis sterkar í þessum leik gegn FH en samt ekki það áberandi eins og ég geri ráð fyrir ef þetta hefði verið Breiðablik og Valur að mæta FH. Mér fannst gæðamunurinn á milli þessara liða ekkert stórkostlega áberandi, nema hjá einstaka leikmönnum.“ Bára segir enn fremur að hún horfi ekki jákvæðum augum á leik FH og KR sem eru bæði án stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar. „Eins og fyrir mitt leyti þá er FH og KR sem líta verst út eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Mér finnst það mikil rótering á liðunum að mér líður eins og hvorugir þjálfarinn sé búinn að finna sitt lið. Ég hef áhyggjur að þessi tvö lið verði í basli og miðað við að Selfoss ætli að vera í toppbaráttu og þetta eru neðri hluta lið, þá þyrfti að vera meiri gæðamunur þarna á til þess að þær geti gert atlögu að Breiðabliki og Val.“ Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna: Umræða um Selfoss og FH UMF Selfoss Breiðablik Valur Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Sjá meira
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, einn sérfræðingur Pepsi Max-markanna, segir að Selfoss sé langt frá toppliðum Breiðablik og Vals í gæðum, þrátt fyrir að hafa unnið FH 2-0 fyrr í vikunni. Margrét Lára Viðarsdóttir segir einnig að Selfoss-liðið þurfi að spila enn betur svo hægt sé að tala um þær í toppbaráttunni en segir þó að þessir leikir gegn liðum í neðri deildunum geti stundum verið erfiðir. „Það getur oft verið tregt á því. Hlutirnir falla ekki alltaf fyrir mann og ganga sem skyldi þannig að góður sigur fyrir Selfyssinga. Ég kalla samt eftir betri heildarframmistöðu frá þeim,“ sagði Margrét Lára áður en Bára Kristbjörg tók við boltanum. „Ég gæti ekki verið meira sammála. Ég held að Selfoss, eftir þessar þrjár umferðir, eigi ekkert að vera setja þessa pressu á sig sjálfar og gefa það út að þær ætla að vera Íslandsmeistarar. Þær eru töluvert langt frá Breiðabliki og Val í gæðum, að því sem ég er búin að sjá, fyrir utan meistari meistaranna. Ég veit ekki hvort að sá leikur hafi stígið þeim eitthvað til höfuðs.“ Bára segir að ef Breiðablik eða Valur hafi verið að spila þennan leik hafi þeir gert út um hann fyrr og unnið með stærri mun. Hún sá ekki rosalegan mun á liði FH og Selfoss. „Þær voru til dæmis sterkar í þessum leik gegn FH en samt ekki það áberandi eins og ég geri ráð fyrir ef þetta hefði verið Breiðablik og Valur að mæta FH. Mér fannst gæðamunurinn á milli þessara liða ekkert stórkostlega áberandi, nema hjá einstaka leikmönnum.“ Bára segir enn fremur að hún horfi ekki jákvæðum augum á leik FH og KR sem eru bæði án stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar. „Eins og fyrir mitt leyti þá er FH og KR sem líta verst út eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Mér finnst það mikil rótering á liðunum að mér líður eins og hvorugir þjálfarinn sé búinn að finna sitt lið. Ég hef áhyggjur að þessi tvö lið verði í basli og miðað við að Selfoss ætli að vera í toppbaráttu og þetta eru neðri hluta lið, þá þyrfti að vera meiri gæðamunur þarna á til þess að þær geti gert atlögu að Breiðabliki og Val.“ Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna: Umræða um Selfoss og FH
UMF Selfoss Breiðablik Valur Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn