Haldið var sérstakt HönnunarMars opnunarhóf í verslun EPAL í Skeifunni í gær. Fullt var út úr dyrum og var greinilega mikill áhugi hjá fólki að kynna sér íslenska hönnun. Á HönnunarMars í Epal verður til sýnis úrval af áhugaverðri hönnun eftir fjölbreyttan hóp íslenskra hönnuða. Viðburðurinn nefnist Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd.
„Epal hefur haft að leiðarljósi frá stofnun árið 1975 að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi með því að velja hönnun og gæðavörur sem skara fram úr. Epal hefur alla tíð stutt íslenska hönnuði og lagt sig fram um að hjálpa þeim við að koma verkum sínum á framfæri og í framleiðslu og hluti af því er þátttaka í Hönnunarmars,“ segir um viðburðinn.
Hönnuðirnir sem sýna í Epal á Hönnunarmars í ár eru:
ANNA THORUNN
Arkitýpa
Endurgerð á klassískri íslenskri hönnun
FORMER
IHANNA HOME
Ingólfur Örn Guðmundsson
Kormákur og Skjöldur
Ólöf Erla Bjarnadóttir
Pastelpaper
stundum studio
Sigurjón Pálsson
ÖRN DUVALD
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá viðburðinum í gær, en HönnunarMars stendur til 28. júní. Allar myndirnar tók Anna Kristín Arnardóttir fyrir EPAL.










Fleiri myndir frá Önnu Kristínu Arnardóttur má finna í albúminu hér fyrir neðan.