Innlent

Sárafátæktarsjóður Rauða krossins lagður niður

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hér gefur að líta bréfið þar sem tilkynnt er um að sárafátæktarsjóður hafi verið lagður niður.
Hér gefur að líta bréfið þar sem tilkynnt er um að sárafátæktarsjóður hafi verið lagður niður. Vísir/Aðsend

Sárafátæktarsjóður Rauða krossins á Íslandi hefur verið lagður niður, og mun því ekki taka við umsóknum um fjárhagsaðstoð til einstaklinga í komandi framtíð. Þetta kemur fram í bréfi sem Rauði krossinn sendi og fréttastofa hefur undir höndum.

Í bréfinu segir að stofnun sjóðsins hafi verið samþykkt á aðalfundi Rauða krossins árið 2018. Með stofnun sjóðsins hafi hreyfingin viljað fá betri innsýn í aðstæður þeirra sem búa við sárafátækt hér á landi. Þannig gæti félagið verið betur í stakk búið til að sinna málsvarahlutverki sínu, eins og segir í bréfinu.

„Sjóðurinn var hugsaður sem tímabundið átaksverkefni til tveggja ára, en byrjað var að taka við umsóknum í mars 2019 eftir um árs undirbúningsvinnu. Félagið telur sig nú hafa fengið góða mynd af aðstæðum umsækjanda sjóðsins og mun nú leggja áherslu á að halda úti öflugu málsvarastarfi fyrir fólk sem býr við mikinn skort ásamt því að vinna að öðrum verkefnum sem stuðla að mannúð og öðrum grunngildum Rauða krossins,“ segir í bréfinu, sem er undirritað af Hönnu Ruth Ólafsdóttur, verkefnastjóra í sárafátækt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×